Fréttablaðið - 11.09.2007, Page 42

Fréttablaðið - 11.09.2007, Page 42
 Eiður Smári Guðjohnsen var kominn á fulla ferð á æfingu íslenska landsliðsins í gær. Hann mátti ekki taka þátt í leiknum gegn Spáni þar sem yfirlæknir Barcelona og læknir landsliðsins komust að þeirri niðurstöðu að hann væri ekki búinn að æfa nóg. „Þegar sú ákvörðun verður tekin að ég megi spila verð ég að hafa reynt almennilega á mig á æfingum og prófað alla hluti,“ sagði Eiður við Fréttablaðið í gær. Hann sagðist hafa verið svekktur yfir því að missa af leiknum. „Já, mjög svekktur. Ég hafði vonast til að taka þátt í leiknum í 15-20 mínútur. Ég iðaði í skinninu lokamínúturnar í leiknum. Það skapaðist mikið rými á vellinum og ég sá fyrir mér að geta nýtt mér plássið og skapað einhver færi.“ Eiður sagði jafn miklar líkur á því að hann byrji gegn Norður- Írum og að hann yrði á varamanna- bekknum. „Ég verð áfram í góðu samstarfi við Eyjólf og þetta fer líka eftir því hvernig hann leggur leikinn upp. Kannski endist ég í 60-70 mínútur, kannski bara 20-30 mínútur. Þetta verður bara að koma í ljós. Ég er allavega ekki smeykur við að byrja inn á.“ Eiður fagnar viðbrögðum lands- manna eftir leikinn á laugardag. „Þetta var einmitt það sem liðið vantaði og þjóðina líka. Við vorum staðráðnir í að koma af stað jákvæðri umræðu og vonandi heldur hún áfram.“ Stuðningsmannahópur íslenska landsliðsins, Tólfan, lét til sín taka á laugardaginn þannig að leik- menn tóku vel eftir því. „Þeir stóðu sig frábærlega, rétt eins og í leiknum gegn Kanada. Það er svo vonandi að þeir standi við loforðið sitt og mæti á leikinn við Norður-Íra. Þetta er einmitt það sem hefur vantað, að fólk fari á völlinn og skemmti sér. Strák- arnir taka eftir þessu og þetta gefur þeim aukinn kraft. Það má líka velta fyrir sér hvenær þörfin fyrir stuðning sé mest. Er það ekki þegar gengi liðsins er ekki upp á sitt besta?“ Eiður blæs á allar sögusagnir að hann hafi komið í landsliðið til þess eins að selja miða á leikinn gegn Spáni en ekki taka þátt í honum. „Sú umræða er það eina sem mér fannst leiðinlegt í tengsl- um við þennan leik. Þetta tal er auðvitað fjarri sannleikanum enda hefði ég aldrei komið hingað til þess eins að taka þátt í einhverju samsæri.“ Eiður Smári Guðjohnsen segir jafn miklar líkur á því að hann byrji gegn Norður- Írum á morgun og að hann verði á varamannabekknum. Hann var svekktur yfir að missa af Spánarleiknum og átti erfitt með sig á lokamínútum leiksins. Það mátti heyra á fyrir- liða og aðalmarkverði norður- írska landsliðsins að liðið þyrfti nauðsynlega á þremur stigum að halda í leik liðsins gegn því íslenska á Laugardalsvelli annað kvöld. Norður-Írland er enn í öðru sæti riðilsins í undankeppni EM 2008 og má einfaldlega ekki mis- stíga sig ef liðið ætlar sér að kom- ast í úrslitakeppnina í Austurríki og Sviss. „Það er núna eða aldrei fyrir okkur,“ sagði Chris Baird, fyrirliði og leikmaður Fulham í ensku úrvalsdeildinni. „Við höfum ekki efni á því að misstíga okkur frekar. Eftir þennan leik eigum við þrjá mjög erfiða leiki eftir en við erum enn í öðru sæti í riðlinum og því er þetta í okkar höndum enn sem komið er.“ Á eftir Íslandi mæta Norður- Írar Svíum á útivelli, þá Dönum heima og að síðustu Spánverjum ytra. Um síðustu helgi töpuðu Norður- Írar fyrir Lettum, sem sátu í neðsta sæti riðilsins fyrir leikinn. Baird skoraði eina mark leiksins en því miður fyrir hann í eigið mark. Í svipaðan streng tók Maik Taylor markvörður. „Við viljum koma okkur á rétta braut á nýjan leik á morgun en það verður erfitt. Ísland náði frábærum úrslitum um helgina og mætir í leikinn með mikið sjálfstraust.“ Það rigndi mikið á æfingu Norður-Íra í gær en Taylor óttaðist ekki veðurfarið. „Þetta er ekkert sem við erum ekki vanir.“ Núna eða aldrei fyrir Norður-Írland Eins og búast mátti við voru spænskir fjölmiðlar allt annað en sáttir við leik landsliðs- ins við það íslenska á Laugardals- vellinum um helgina. Luis Ara- gones og hans menn máttu þakka fyrir stigið en Andrés Iniesta, leikmaður Barcelona, jafnaði metin skömmu fyrir leikslok. „Iniesta bjargaði okkur frá algerri niðurlægingu,“ sagði í fyrirsögn Marca. Varnarleikur liðsins sem leiddi til marks Emils Hallfreðssonar var einnig harka- lega gagnrýndur, sem og rauða spjaldið sem Xabi Alonso fékk fyrir að traðka á Arnari Þóri Viðarssyni. El Mundo Deportivo hælir Árna Gauti Arasyni mikið fyrir frammistöðu hans í marki Íslands og Sport hampar sínum manni, Börsungnum Iniesta. As fór ekki mildum höndum um Aragones þjálfara. Það sagði Iniesta hafa nú bjargað starfi þjálfarans enn eitt skiptið. „Luis, kauptu íbúð handa Iniesta!“ stóð í fyrirsögninni. „Íbúð. Venjuleg. Kannski á tveimur hæðum og með háalofti. Lítil og sæt íbúð í því hverfi sem hann vill búa í. Kannski í Alba- cete. Í Barcelona. Í Miami. Í Kuala Lumpur. Kauptu íbúð handa honum, Luis. Strax. Hann hefur enn og aftur bjargað þér.“ Iniesta bjargaði Luis Hvað er að frétta? Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari sagði eftir æfingu íslenska liðsins í gær að sínir menn væru vel stemmdir fyrir næsta leik. „Nú er málið að koma sér aftur á jörðina og undirbúa næstu viðureign. Ég býst við hörkuleik gegn Norður- Írum, þetta verður stál í stál. Nú gildir bara að menn séu ein- beittir.“ Eyjólfur sagði að það kæmi til greina að breyta um leikaðferð. „Ég er ekki alveg búinn að ákveða hvort ég haldi leikskipulaginu úr Spánarleiknum eða breyti í 4-4-2. Við eigum eftir að fara yfir upptöku úr leik Norður-Írlands og Lettlands og sjá hvaða veikleika þeir hafa.“ Gæti breytt um leikaðferð Berum enga virðingu fyrir andstæðingnum Helena Sverrisdóttir mun spila með íslenska kvenn- alandsliðinu í lokaleik liðsins í b- deild Evrópukeppninnar sem fer fram á Írlandi næsta laugardag. Helena, sem er farin aftur til Forth Worth í Texas þar sem hún stundar nám við TCU-háskólann, hefur fengið leyfi frá skólanum sínum til að fara til Dublin og leika með íslenska landsliðinu. Helena er efst í stigum (16,6), fráköstum (10,4) og stoðsend- ingum (4,0) hjá íslenska liðinu það sem af er keppninni. Flýgur beint í Írlandsleikinn U-21 árs landslið Íslands tekur á móti Belgum á Akranesi í dag klukkan 17.30. Leikurinn er liður í riðlakeppni EM 2009. Þetta verður þriðji leikur íslenska liðsins í keppninni en það tapaði fyrir Kýpur í Grindavík og gerði svo jafntefli við Slóvakíu ytra. Ein breyting hefur verið gerð á hópnum en Hjálmar Þórarinsson hefur tekið sæti Guðjóns Baldvins- sonar, sem er meiddur. Mætir Belgum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.