Fréttablaðið - 11.09.2007, Page 43
Frank Lampard og Owen
Hargreaves munu ekki spila með
Englendingum gegn Rússum á
miðvikudag. Báðir leikmenn eru
meiddir á læri.
Á móti kemur að Steven
Gerrard er klár í slaginn og
verður væntanlega í byrjunar-
liðinu. Gerrard þurfti að fara af
velli gegn Ísrael en er búinn að
jafna sig.
Talið er líklegt að Gareth Barry
haldi sæti sínu í landsliðinu og
svo er Peter Crouch kominn úr
banni og gæti komist í byrjunar-
liðið.
Án Lampards
og Hargreaves
Lionel Messi segist vera
þakklátur fyrir að vera borinn
saman við Diego Maradona en
segir samanburðinn á köflum
þreytandi og ósanngjarnan enda
sé aðeins til einn Maradona.
„Ég er búinn að svara þessum
sömu spurningum svo oft úti um
allan heim. Það er og verður
aðeins einn Maradona. Ég er enn
að læra og er mjög ungur. Ég á
enn eftir að þróa minn leik,“
sagði hinn tvítugi Messi en
Maradona sjálfur hefur sagt að
Messi sé arftaki hans hjá
argentínska landsliðinu.
Aðeins er til
einn Maradona
Peter Hill-Wood,
stjórnarformaður Arsenal, segist
vel vera tilbúinn að ræða við
rússneska milljarðamæringinn
Alisher Usmanov en þó ekki um
kaupverð á Arsenal, sem sé ekki
til sölu.
David Dein, fyrrverandi
stjórnarmaður hjá Arsenal, stýrir
félagi sem vill eignast stærri hlut
í félaginu. Sjálfur seldi Dein
Usmanov sinn hluta og fékk
vinnu hjá Rússanum í kjölfarið.
„Stærstu hluthafar Arsenal
hafa engan áhuga á því að selja
og hafa engan áhuga á að fá
tilboð,“ sagði Hill-Wood. „Við
munum aftur á móti ræða við þá
sem eiga talsverðan hluta í
félaginu.“
Arsenal er ekki
til sölu
Stjórn knattspyrnudeild-
ar FH ákvað í gær að lánsmenn
félagsins hjá Fjölni – Atli Viðar
Björnsson og Heimir Snær Guð-
mundsson – fengju ekki að leika
bikarúrslitaleikinn gegn móður-
félagi sínu. Sigmundur Pétur Ást-
þórsson má aftur á móti spila
enda ekkert ákvæði í hans samn-
ingi um að hann megi ekki leika
gegn móðurfélaginu.
„Okkar afstaða er einfaldlega
sú að þetta stendur í samningum
og þeir skuli standa. Við teljum
okkur ekki þurfa að útskýra það
neitt nánar,“ sagði Pétur Stephen-
sen, framkvæmdastjóri knatt-
spyrnudeildar FH, við Fréttablað-
ið í gærkvöldi. Hann sagði
ákvörðunina ekki hafa verið erf-
iða og það truflaði hann ekkert
þótt einhverjum fyndist ákvörðun
félagsins vera röng.
Kristján Einarsson, stjórn-
armaður í knattspyrnudeild Fjöln-
is, sagði málinu lokið af hálfu
félagsins og að Fjölnismenn sættu
sig eðlilega við ákvörðun FH-
inga.
„Við höfum átt fínt samstarf
við FH og það góða samstarf verð-
ur áfram. Við skrifuðum undir
þessa samninga og virðum þá að
sjálfsögðu. Meira höfum við ekki
um málið að segja,“ sagði Kristj-
án að lokum.
FH-ingar segja að samningar skuli standa
NÝJAR
PAKKNINGAR
BETRA
VERÐ
Nicotinell nikótínlyf fást án lyfseðils og eru notuð sem hjálparefni til þess að hætta eða draga úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávalt fylgja leiðbeiningum í
fylgiseðlinum með lyfinu. Skammtar eru einstaklingsbundnir og eru ákvarðaðir eftir því hversu mikið er reykt, en þeir mega þó aldrei vera stærri en 25 stykki á dag. Leita skal
til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, fengið hjartaáfall nýlega, óstöðuga
eða versnandi hjartaöng, alvarlega hjartsláttaróreglu eða heilablóðfall nýlega eiga ekki að nota Nicotinell nikótínlyf. Börn undir 15 ára aldri, þungaðar konur og konur með
barn á brjósti skulu ekki nota lyfið nema að læknisráði. Lesið allan fylgiseðilinn áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi:
Artasan ehf., Kirkjulundi 17, 210 Garðabæ.
ÁVAXTA
BRAGÐMINTU
BRAGÐ
LAKKRÍS
BRAGÐ
CLASSIC
NIKÓTÍN
BRAGÐ
TVÖFALDAR MÖGULEIKA
AÐ REYKJA!ÞÍNA AÐ HÆTTA
PRÓFAÐU NIKÓTÍNTYGGIGÚMMÍIÐ
FÆST MEÐ ÁVAXTA-, MINTU-, LAKKRÍS- OG NIKÓTÍNBRAGÐI
NICOTINELL