Fréttablaðið - 11.09.2007, Side 46

Fréttablaðið - 11.09.2007, Side 46
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Þátttaka mexíkóska leikarans Gael García Bernal í nýjustu kvikmynd sænska leikstjórans Lukas Moodys- son mun ekki stangast á við leik hans í uppfærslu Gísla Arnar Garðarssonar á Tillsammans, gerðri eftir samnefndri mynd Moodyssons. „Það hefur engin áhrif á okkar plön. Þeir munu alltaf laga tökur á myndinni að leikritinu okkar,“ sagði Gísli Örn. „Lúkas hefur hagsmuna að gæta á báðum vígstöðvum, svo þetta er allt gert í mikilli og góðri sam- vinnu,“ bætti Gísli við. Honum var kunnugt um viðræður Bernals og Moodyssons áður en tilkynnt var um þátttöku leikarans. Bernal mun fara með aðal- hlutverkið í myndinni Mammut, en tökur á henni eiga að hefjast í nóvember. Kvikmyndin, sem verður á ensku, fjallar um velmegandi par í New York. Bernal leikur viðskipta- manninn Tom, sem ákveður að breyta lífi sínu þegar hann er staddur í viðskiptaferð í Taílandi. „Ég er sannfærður um að enginn geti farið betur með hlutverkið en hann. Ég varð virkilega glaður þegar hann tók það að sér,“ sagði Moodysson í viðtali við Aftonbladet í síðustu viku. Frumsýning á uppfærslu Gísla á Tillsammans er áætluð upp úr áramótum. „Við erum ekki alveg búin að negla tímasetninguna niður. Við ætlum að fara með sýninguna út líka, og erum að reyna að tímasetja þetta saman. Þetta er dálítið púsluspil,“ sagði Gísli. Samvinna hjá Moodysson og Gísla Erni Smári Ásmundsson er sjálfstætt starfandi auglýsingaljósmyndari í Bandaríkjunum, með viðskiptavini á borð við Lexus og Rolex á ferilskránni. Hann flutti til Banda- ríkjanna um tvítugt og hefur dvalist þar í sautján ár. Hann segist þó langt frá því að vera orðinn albandarískur. „Ég er alltaf með annan fótinn heima. Fjölskyldan mín er þar og ég kem heim á hverju ári,“ sagði Smári, sem skilur myndavélina ekki eftir úti. „Mér finnst íslenska landslagið vera það fallegasta í heimi, og íslenskt fólk líka alveg einstakt. Ég er mikill Íslendingur í mér og mér finnst rosalega gaman að mynda heima. Veðrið og birtan eru alveg einstök,“ sagði Smári, sem tók nýlega myndir hér á landi fyrir Getty Images. Smára hefur gengið afar vel síðan hann fór til Santa Barbara til að stunda nám við ljósmynda- skólann Brooks. „Öll verkefni sem ég tek að mér núna eru á landsvísu. Það sem ég geri endar að mestu leyti í stórum blöðum, eins og Vogue og Rolling Stone, og á auglýsingaskiltum, eða „bill- board“,“ útskýrði Smári. Hann hefur meðal annars starfað fyrir Volkswagen, Land Rover, Lexus og Toyota, Timberland-fatamerkið, úraframleiðandann Rolex og Four Seasons-hótelin. Þýska tímaritið Archive, sem nýtur mikillar virðingar í auglýsingabransanum, gefur árlega út bók með 200 bestu auglýsingaljósmyndurum heims og Smári hefur prýtt þann lista síðastliðin tvö ár. Hann segir það þó hafa verið erfitt fyrir ungan Íslending að koma sér á framfæri. „Þetta er náttúrlega mjög harður bransi, svo það er erfitt fyrir hvern sem er. Af því fólki sem var með mér í skólanum eru bara örfáir sem starfa við þetta. Ætli íslenska þrjóskan hafi ekki hjálpað til,“ sagði hann og hló við. Í frítíma sínum, sem er af skornum skammti, sinnir Smári gæluverkefni sem hann kallar Walden: A Year. Tjörnin sú öðlaðist frægð þegar bandaríski heim- spekingurinn og rithöfundurinn Henry David Thoreau gaf út bókina Walden, um árslanga dvöl sína í kofa á svæðinu. Smári hefur myndað umhverfi tjarnarinnar á öllum árstíðum. „Þetta mun verða að ljósmyndabók á endanum, og svo ætla ég að sýna myndirnar í galleríum og söfnum líka,“ útskýrði hann. Af því verður þó ekki alveg á næstunni. „Ég vona að það verði innan næstu þriggja ára. Þetta gerist þegar tími vinnst til, ég verð bara að hafa það þannig,“ sagði Smári. Steinunn Sigurðardóttir sýnir vor- og sumarlínu sína á tískuvikunni í New York í dag. Þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær var hún í óða önn að undirbúa daginn. „Við erum að setja upp allar gínurnar og allt dótið. Við erum með svona „showroom“, sem er mjög algengt. Tískusýningarnar kosta svo gígant- ískt mikið,“ sagði hún. Steinunn er nú í fyrsta skipti opinberlega hluti af tískuvikunni í New York. „Fyrir vikið vita miklu fleiri af mér,“ útskýrði hún. Í dag verður hún því með boð fyrir um hundrað blaða- menn og tískuspekúlanta. Steinunn kom til borgarinnar á sunnudag og dreif sig strax á tísku- sýningu hönnuðarins Narciso Rodriguez, sem Style.com hóf til skýjanna í gær. „Hún var gjörsam- lega frábær,“ sagði Steinunn. „Við Narciso unnum líka lengi saman hjá Calvin Klein og ég hitti þarna fullt af fyrrverandi samstarfs- mönnum,“ sagði Steinunn, sem naut kvöldsins til hins ítrasta. „Það er ofsalega gaman að sjá sýningar þar sem það er lögð svona mikil áhersla á fullkomnun; módelin kunna að ganga rétt og hár og förðun eru til fyrirmyndar,“ sagði hún dreymin. „Narciso er alveg snillingur í sníðagerð. Það skiptir líka miklu máli að fatahönnuðir fái að sjá þetta; því meiri fullkomnun sem þeir sjá, því meira læra þeir,“ bætti hún við. Steinunn sýnir í New York „Er það ekki bara súpan hjá Hjálpræðishernum? Hún er bæði ódýr og góð.“ Hvað er að frétta?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.