Fréttablaðið - 11.09.2007, Side 48

Fréttablaðið - 11.09.2007, Side 48
Persónur sem hafa öðlast annað líf í tölvuveröldinni Second Life eru orðnar um níu og hálf milljón. Fyrir þá sem ekki þekkja til þessa handanheims gengur leikurinn út á það að venjulegt fólk af holdi og blóði getur búið sér til veru eftir eigin höfði og stýrt lífi hennar í tölvunni. Í þessu landi, sem er í senn svo fjarlægt en þó svo nálægt, er sérstakur gjaldmiðill notaður. Þar eru gefin út blöð um lífverurn- ar á eyjum þessarar tilveru, fyrir- tæki og stofnanir hafa þar útibú og þar gengur fólk í hjónaband sem hefur jafnvel aldrei hist augliti til auglitis í því sem við köllum raun- veruleika. ganga sumir íbúar þessa lífsleiks svo langt að þeir segja lífið eins og flestir hafa þekkt það í gegnum tíðina ekkert raun- verulegra en það sem finna megi í tölvunni. Dágóðar líkur séu jafnvel á því að jarðlífið sé ekkert annað og merkilegra en fullkomin útgáfa af sýndarheimi líkt og Second Life er. sem til er í þeim hugmynd- um er ljóst að þessi tilvera milli reyndar og sýndar er í miklum vexti og fær fólk til að velta nokkr- um lykilspurningum um tilveruna fyrir sér, svo sem: Hvað er raun- verulegt og hver er tilgangurinn með þessu öllu? Er kannski rétt að fólki sem ekki hefur tekist að hanna tilvist sína hér fái uppreisn æru þar? Hlutskipti nútímans og net- lendanna virðist í raun ósköp svip- að enda eru þau af sama meiði. Hvoru tveggja snúast að stórum hluta um afþreyingu, verslun, kyn- líf og þrá eftir vinsældum. Auð- veldara aðgengi að slíkum hlutum er hægt að finna í tölvunni með kreditkortið að vopni en á jörðu. Fallegri líkami fæst með minni fyr- irhöfn, sem og betra húsnæði. Þetta er dásamlegt fyrirkomulag sem mætti benda mörgum minnipoka- manninum á. er venjulega nokk sama um tilvistarlegar spurningar enda ein- föld manneskja sem helst ergir sig á lituðum þvotti. En þegar maður hittir góðan vin sem maður hefur ekki hitt árum saman nema í gegn- um netið áttar maður sig á því að tilfinningarnar sem sendar eru í gegnum stýrikerfi, sem flestar dauðlegar verur munu aldrei getað skilið til fulls, eru alveg jafn raun- verulegar og þær sem maður útdeilir til þeirra sem standa and- spænis manni. hef ég einnig vissar grunsemd- ir um að blessaðar opinberanirnar sem gúgglið veitir á óvini og vini séu svindlleið í veruleik jarðarbúa. Litaður þvottur H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 0 7 -0 9 0 5

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.