Tíminn - 11.01.1981, Page 2

Tíminn - 11.01.1981, Page 2
2 Súnnudagúr '11.' jáiiúar 1981. Minning Sigurbjörg Hjálmarsdóttir Siglufirði Fædd 8. mai 1912. Dáin 1. janúar 1981. Þann 1. janúar sl. andaðist á Landspitalanum frú Sigurbjörg Hjálmarsdóttir húsfreyja i Siglu- firöi. Hún hafði átt við langvar- andi veikindi að striða og var þvi hvildin henni kærkomin. Mikill sjónarsviptir er að þessari merkiskonu er hún kveður og hana syrgja nú auk niðja og tengdabarna, stór hópur annarra ættmenna, tengdafólks og vina. Sigurbjörg var fædd að Húsa- bakka i Aöaldal, 8. mai 1912. For- eldrar hennar voru hjónin Hjálm- ar Kristjánsson og Kristrún Snorradóttir, sem bjuggu á Húsa- bakka. Hjálmarvar fæddur aöHömrum I Reykjadal 26. júnf 1877. Foreldr- ar hans voru hjónin sem þar bjuggu, Ólina Guðmundsdóttir og Kristján Hjálmarsson. Auk Hjálmars áttu Ólina og Kristján 8 börn. — Kristrún Snorradóttir var fædd 18. júli 1877 að Geitafelli i Reykjahverfi. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurbjörg Jónsdóttir og Snorri Oddsson. — Snorri var hreppsnefndaroddviti og sagður mikill gáfu- og gæðamaður. Ættmenni og áar Krist- rúnar og Hjálmars voru flestir Þingeyingar i húð og hár svo langt aftur sem vitað er. Fróð- leiksfikn og hagmælska voru rikj- andi i báðum ættum. 1 þvi sam- bandi minnist ég þess, að Krist- ján Jónsson Fjallaskáld, og Kristján Hjálmarsson afi frú Sigurbjargar sem hér er minnst, voru bræðrasynir. Kristrún og Hjálmar gengu i hjónaband 22. júni 1902 og hófu búskap að Birningsstöðum i Lax- árdalen fluttu að Húsabakka árið 1903 og bjuggu þar i 22 ár. Eign- uðust þau 13 börn. Af þeim kom- ust 9 til fullorðinsára. Árið 1925 flutti fjölskyldan til Siglufjarðar. Það hefur að sjálf- sögðu verið erfiö ákvörðunartaka að yfirgefa Þingyejarsýslu svo mjög sem þau hjónin og börn þeirra unnu sveit sinni og samtið- arfólki þar. Sú staðreynd, að jörðin var rýr og afkoman slæm þrátt fyrir samheldni og dugnað fjölskyld- unnar, olli þvi að ákveðið var að breyta til. Hugað var að nýjum heimkynnum og Siglufjörður varð fyrir valinu. Ekki veit ég með vissu hvaða dag þessi fjöl- skylda leit fyrst Siglufjörðinn, en það mun haía verið snemma sumars 1925 eins og áður segir. Mér er afar minnisstætt þegar þessir nýju landnemar komu i HVAÐ ER EFST Á ÓSKALISTANUM? Er ætlunin aö eignast nýjan bíl eða bara hjól? Fagran grip eöa halda út í heim? Hægindastól? Vantar eitthvaö til heimilisins? Óskirnar eru ólíkar eins og viö sjálf. En miði í happdrætti SÍBS gefur öllum jafna möguleika , meira en einn á móti f jór- um. Allt upp 1 10 milljónir (100.000 nýkr.) er hægt aö vinna. Sex sinnum veröur dregiö um 5 milljónir (50.000 nýkr.) — og 40 sinnum um eina (10.000 nýkr.). Nú kostar miðinn tvöþúsund (20 nýkr.) en lægsti vinningur er 50 þúsund (500 nýkr.). Ef til vill þaö sem á vantar — til þess aö ein ósk geti ræst. Og hver seldur miöi í happdrætti SÍBS á þátt 1 að glæöa vonir sjúkra á leið til sjálfsbjargar_ HAEPDRÆTTISÍBS bæinn. Gunnlaugur sonur þeirra kom fyrstur og einn og undirbjó komu þeirra. Hann borðaði hjá foreldrum minum og varð vinur fjölskyldunnar upp frá þvi. Tiðrætt var á heimili minu um komu fólksins frá Húsabakka og ég man enn i dag þegar þau stigu á land. Ég, 8 ára snáði hefi senni- lega fengið að vera i „móttöku- nefnd” með Gunnlaugi. Eftir stutta dvöl i Siglufirði var haldið yfir Vesturfjöllin og sest að i Engidal við Siglufjörð. Fjölskyldan bjó þó aðeins tvö ár i Engidal en flutti þá til Siglu- fjarðar. Þar ilengdust flestir þessara dugmiklu Þingeyinga. Unglingahópurinn frá Húsa- bakka stundaði atvinnu til sjós og lands, eftir þvi sem þrek og aldur leyfði. Sigurbjörg Hjálmarsdóttir kom fermingarárið sitt til Sigluf jarðar og dvaldi þvi i Siglufiröi i 55 ár. Ekki veit ég með vissu hvort það hafi verið ætlun hennar að setjast að til frambúðar i Siglufirði þó það urðu örlög hennar og eitt er vist að hún unni Sigluíirði. Æskuár Sigurbjargar munu hafa liðið eins og flestra annarra ungmenna á kreppuárunum sem fóru i hönd. Hún var afar lróð- leiksfús eins og hún átti kyn til og las mikið. Hún var ljóðelsk, enda sjálf mjög vel hagmælt. ISiglufirði kynntist hún ungum Svarfdæling, Stefáni Friðleifs- syni. Var hann sonur hjónanna Friðleifs Jóhannssonar útgerðar- manns frá Lækjarbakka og konu hans Sigriðar Stefánsdóttur. 19. desember 1932 gengu þau i hjónaband, var það farsælt og sambúð þeirra öll til fyrirmynd- ar. En árið 1965 þann 22. mars kóm reiðarslag yfir fjölskylduna. Þann dag hné Stefán niður og var þegarörendur. Þetta óvænta and- lát þessa dugmikla og að manni virtist hrausta manns, var mikið harmsefni, ekki einungis eigin- konunni og börnunum fjórum, há- öldruðum föður og systkinum, heldur og fjölda vina og sam- starfsmanna. Stefán starfaði i mörg ár við út- gerð föður sins en siðustu áratug- ina sem hann lifði var hann starfsmaðuri Sildarverksmiðjum rikisins. Ég minnist Stefáns sem ég þekkti vel sem hins árrisula, dag- farsprúða eljumanns er ætið skil- aði dagsverki sinu með prýði. Eins og fyrr segir voru börn Stefáns og frú Sigurbjargar fjög- ur, þau eru þessi: 1. Friðleifur, tannlæknir i Reykjavik, kvæntur Björgu Arnadóttur. 2. Hjálmar, bankaútibússtjóri Keflavik, kvæntur Höllu Haralds- dóttur, listakonu. 3. Þröstur, bankagjaldkeri Akranesi, kvæntur Guðmundu Olafsdóttur. 4. Sigriður Kristin kennari, nú við framhaldsnám i Noregi, gift Ingolf Klausen sjónvarpsvirkja. Þegar þessi barnahópur var að vaxa úr grasi i Siglufirði setti hann svip á bæinn. Allt var þetta Iþróttafólk og bræðurnir kunnir skiðamenn m.a. Börnin að Eyrargötu 20 voru sannkallaðir sólargeislar for- eldra sinna, allt frá þvi þau sáu fyrst dagsins ljós og þar til for- eldrar þeirra kvöddu þennan heim. Frú Sigurbjörg starfaði um áratugi að félagsmálum i Siglu- firði, tók m.a. þátt i störfum kvenfélagsins Vonar.' Þá fór hún ekkert dult með stuðning sinn við Framsóknarflokkinn og hvatti hún okkur sem vorum i forsvari flokksins i Siglufirði um áraraðir, til dáða og frekari sóknar. Fyrir allt þetta er nú þakkað. Ég gat þess hér að framan að Sigurbjörgu hafi þótt vænt um Siglufjörð, meðal ljóða hennar er kvæðið „Siglufjörður”, þar lýsir hún Siglufirði að vorlagi og segir: Bjart er yfir bröttum hllðum blærinn strýkuryfir skörð. Gnýpur hátt til himins benda hljóðar sem þær standi vörð. Sumarnætur bjartar bliöar blikar dýröleg sólar glóð litar allt með logastöfum sem llti maður gull og blóö. Það efar enginn hug Sigur- bjargar til Siglufjarðar sem les þetta stef úr annars löngu ljóði. Útför frú Sigurbjargar Hjálmars- dóttur var gerð frá Siglufjarðar- kirkju sl. föstudag, 9. þ.m. Hún Framhald á bls. 31

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.