Tíminn - 11.01.1981, Side 7
Sunnudagur 11. janúar 1981.
7
Fyrirbærið
þjóðskáld
Merkur þáttur i sögu kveð-
skaparins i þjóðmenningu og
þjóðlifi er fyrirbrigöið .,þjóð-
skáld”, en sira Jón á Bægisá
mun einna fyrstur hafa hlotið
þann titil. Alla hina öldina og
það sem er þessarar hefur þjóð-
in átt „þjóðskáld", og þetta
fyrirbrigði er svo nákomið
dýpstu eigindum islensks þjóð-
ernis að það er alls ekki hægt að
skilgreina það, gera grein fyrir
þvi hvernig heiðrinum er ,,út-
hlutað" eða einu sinni hver um-
ráð hefur yfir stofnuninni. Ef til
vill mætti segja að skáld sé orð-
ið „þjóðskáld" þegar frægð þess
er staðfest með þjóðinni i land-
inu, hlutvandir menn eru farnir
að bregða heiðurstitlinum fyrir
sig i þessgarð og enginn verður
lengur til að draga „úthlutun-
ina” i efa.
Saga þessa sérkenniléga heið-
urstitils er markverð á marga
lund og vafalitið er hún táknræn
um mjög blómlegt skeið is-
lensks kveðskapar. Ekki á þetta
sist við ef rétt er að nú lifi „sið-
asta þjóðskáldið” og muni ann-
að slikt aldrei uppi verða á
meðal vor, eða svo má ætla að
m^rgir telji að sagt verði um
Tómas Guðmundsson sem átti
merkisafmæli i liðinni viku.
Skáld tvísæisins
Vitanlega er of snemmt að
kveða upp úr um það hvaö um
þennan heiðurstitil verður i
framtiðinni, en hitt dregur eng-
inn i efa að Tómas Guðmunds-
son er þjóðskáld. Um það eru
vinsældir hans meðal alirar al-
þýðu og hin mikla virðing og að-
dápn sem hann og verk hans
njóta svo yfirgnæfandi að engar
efasemdir komast að. Og það er
skemmtilegt umhugsunarefni,
þegar Tómas Guðmundsson
varð áttræður, hve það er eigin-
Tómas Guðmuiulsson flytur kvæöi á þjóðhátiðinni á Þingvöllum 1974. Timamynd GE.
„Skáld eru höfundar allrar
rýnni”, sagði sá sem tók fyrstu
málfræðiritgerðina saman, og
vist er um það að skáldskapur
og listsköpun önnur eru helstu
tæki mannsins til að sjá sjálfan
sig og skilja i lifi sinu og heimi. I
þessari stuttorðu fullyrðingu
miðaldamannsins er fólgin
dýpri — og reyndar brýnni —
skáldskaparfræði en i flestum
lærdómsverkum um skáldskap
frá siðári öldum, og mætti sjálf-
sagt taka mikil rit saman til
þess eins að gera þeirri fullyrð-
ingu skil sem á miðöldum var
sett fram i einum fimm orðum.
1 ijósi þess hve skáldskapur er
með öðrum orðum mikils verð-
ur og „nauðsynlegur” er það
ævinlega við hæfi að menn velti
þvi fyrir sér hvar honum er
skipaðrúm i samtimanum. Allir
munu sammála um það t.d. að
ljóð séu orðin hornreka i þjóð-
menningunni nú um stundir, en
erfittmun að koma á samkomu-
lagi um það hverju sé um að
kenna, — blessuðum almenn-
ingnum, „ástandinu i þjóðfélag-
inu” eða þá skáldunum sjálf-
um? Svipuð þróun hefur átt sér
stað erlendis og mun reyndar
vera um að ræða meiri einangr-
un skáldskaparins þar en hér
hefur enn orðið, og voru ljóð þó
aldrei slik almannaeign erlend-
is viðastsem þau urðu um nokk-
urra kynslóða skeið á Islandi.
lagsbölið” og svo framvegis.
Hvert með sinu móti hafa
þessi atriði oröið til þess að
Tómas Guðmundsson heíur ekki
notið sannmælis með öllu, svo
mikillar virðingar sem hann
hefur þó notið af verkum sinum.
Af hverju ekki
„söngleikur”?
A allt annan hátt birtist tvisæi
i kvæðum Tómasar Guömunds-
sonar i máli og brag. Hann er
einn helsti brautryöjandi hvers-
dagsmáls og hversdagslegra
yrkisefna i skáldskap, en sam-
timis einhver harðsviraðasti
fágunarmaður i ljóðagerð.
Hvert kvæðið af öðru heíur hlot-
ið svo ótrúlega óvægna umfjöll-
un áður en skáldinu þótti nóg að
unnið, að lesandinn verður
engra sauma var, samskeytin i
hleðslunni finnast ekki. Litið
dæmi gæti verið úr Vatnsmýr-
inni, þar sem vorfuglinn æfir sig
undir „konsert” morgundags-
ins. Hvers vegna ekki t.d.
„söngleik”? — Vegna þess að á
þeim árum er kvæðið varð til
var „söngleikur” (tónleikar,
einsöngur) menningarviðburð-
ur þar sem islenskir listamenn
komu fram. En „konsert” var
heimsókn útlendingsins, og
fuglinn i kvæðinu er farfugl sem
kemur út hingað af öðrum lönd-
um og boðar vor og sumar, en
þess vegna er erlenda orðið við
hæfi og hið islenska ekki.
Ef fylgja ættu örfá orð um
brag Tómasar Guðmundssonar
mætti ef til vill segja að hag-
mælskan er slik og stifnin við að
framfylgja „hefðbundnu ljóð-
formi" einatt að lesandinn verð-
ur ekki við annað var en allt sé
svo leikandi létt og sjálfsagt
sem frekast má verða. Þessi
bragstifni (:formalismi) hverf-
ur vegna þess aö verkið er inn-
blásið og ekki kastað til þess
höndum. Mál og bragur yngjast
,,hið innra” i verkum Tómasar
Guðmundssonar og þess vegna
þurfti hann engra yfirhafna-
skipta við.
Varanlegri boð
en flest önnur
Loksmættibenda á það tvisæi
sem timi og tilefni kvæðis ann-
ars vegar og varanleiki hins
vegar mynda i kvæðum Tómas-
ar Guðmundssonar. Almenn
reynsla er i þeim oftast túlkuð i
atviki fremur en hugleiðingu af
þvi heimspekilega tagi sem sið-
ar varð tiska i skáldskap, þar á
meðal i verkum skálda sem
töldu til skuldar við Tómas. Og
eftir þvi sem árin hafa liðið
hefur það runnið æ betur upp
fyrir lesendum að þessi ljóð,
sem áttu ekki að flytja „boð-
skap” og þóttu ekki „skerfur i
baráttunni”, flytja þá i hógværö
sinni varanlegari og mannúð-
legari boð en flest önnur. Og má
þetta heita tvisæi sem aðeins er
á færi snillings.
lega stutt frá öðrum áratug ald-
arjnnar og fram til þessara
dajga sem nú liða enda þótt
reýndir menn haldi þvi fram að
veröldin hafi gersamlega breytt
um lit og liki á þessum tima.
Það er aldrei hægt að ætla sér
að festa eitt einkennisorð á
skáld, en þó verður það sagt
með nokkrum rétti, að Tómas
Guðmundsson sé skáld tvisæis-
ins. Þetta orð má skýra sem til-
raun ti'l að flytja á islensku
merkingu griska orösins
„eironeia”, sem þekkt er i
myndinni „ironi” en hetur þá
þrengri merkingu og i islensku
myndinni „tviræðni” sem hefur
fengið alveg afmarkaða merk-
ingu i tungunni og er þvi ekki
nothæft i þeirri almennu merk-
ingu sem eironeia = tvisæi ber.
Þessa sér margan stað i verk-
um Tómasar Guðmundssonar.
Skýrustu dæmin, og þau sem
liggja i augum uppi, eru orða-
leikir, glettni og þversagnir sem
hafa átt svo mikinn þátt i vin-
sældum skáldsins og hafa gert
Tómas að uppáhaldi æskulýðs
og unglinga i þeim kynslóðum
sem gengiö hata á skóla mikinn
hluta þessarar aldar.
Hefur hann ekki
notið sannmælis?
En mikill misskiiningur er
það þó, sem iðulega gætir, aö
Tómas Guðmundsson sé sér-
staklega skáld gleðinnar,
áhyggjuleysisins og skopsins. i
kvæöum hans birtist einmitt tvi-
sæi gleði og trega skýrar en i
verkum flestra annarra. Treg-
inn við minningu gleöinnar vak-
ir i mjög mörgum kvæðum
Tómasar, og fyndnin er jafnan
þáttur alvöru. Sjálfsagt eru það
vinsældir Tómasar meðal ung-
linga sem valda þvi að margur
virðist ekki meta alvöru hans
eins og vert væri, — og þá senni-
lega bæði af þvi að ýmsir lesa
ekki ljóð á þroskaárum eftir að
skólabekkurinn hefur veriö
kvaddur og af hinu að ráðandi
hefur verið lengi það einsýni i
opinberum smekk að skáld eigi
og verði aðallega að fjalla um
„þjóðfélagsmál” og „samfé-
menn og malefni
Jón Sigurðsson:
Síðasta þjóðskáldið?