Tíminn - 11.01.1981, Page 10
10
Helgi Sæmundsson fluTti
útvarpserindi um daginn og
veginn 22. desember. Þar
fjallabi hann meöal annars
um rikisútvarpiö sjálft, sem
átti hálfrar aldar afmæli um
þær mundir. Sunnudags-
blaö Timans hefur fengiö
þetta erindi til birtingar, þótt
þaö sé annars ekki vani aö
endurbirta þaö, sem flutt
hefur veriö I útvarpi.
Vandalaust er aö velja sér
umræöuefni þegar manni gefst
kostur á þvf aö rabba um daginn
og veginn þessu sinni. — Ég
hlýt aö fara nokkrum oröum um
rikisútvarpiöi tilefni af fimmtfu
ára afmæli þess.
Hálfrar aldar
ævintýri
Ég var únglingur austur I
Flöa þegar útvarpiö tdk til
starfa. Undratæki þetta kom
fljdtt f sum hús á Stokkseyri en
þó ekki á æskuheimili mitt
fyrstu árin. Fór ég þá oft af bæ
til aö heyra fyrirlestra og upp-
lestur, svo og eldhúsumræöur á
alþingi þar sem frægir stjórn-
kvæmd dagskrár. Þá kæmi til
sögunnar sjálfstæö og frjáls
stofnun.
Útvarpið er aö mínum dómi
sýnu skárra en ætla mætti af
stjórnskipulagi þess. Þaö rækir
hlutverk sitt myndarlega og er
lifandi stofnun. Margt hefur
veriö sagt og ritaö um hlutleysi
þess á liönum árum, og alltaf
heyrast raddir sem leggja orö I
þann belg. En hvaö er hlutleysi
útvarpsins? Fyrst og fremst sú
óhlutdrægni aö enginn njóti þar
forréttinda eöa sérhagsmuna.
Þetta telst vandasamt hlutverk,
en rfkisútvarpiö reynist þvl
sæmilega vaxiö þrátt fyrir erf-
iðar aðstæður. Helst ber útaf
þegar stjórnmálaflokkarnir eða
stjórnmálamennirnir eiga i' hlut
og þá oftast á þann veg að út-
fömum sérgæölngum finnist
þeim ekki gert nógu hátt undir,
höföi. Þó njóta einmitt þessir
aöilar umdeildanlegra forrétt-
inda innan vébanda stofnunar-
innar.
Endurskoðun
stjórnarskrár-
innar
Islendingum er gjarnt aö fjöl-
yröa um lýöræöi. Þó gerngur
þessu efni er íslenskum konum
miklu brýnni en heimskulegar
breytlngar á starfsheitum og
oröalagi sem þeim er talin trú
um aö bæti úr gömlu og hvim-
leiöu ránglæti.
Þjóðskólinn
Sjónvarp
En ég ætlaöi aö ræöa um út-
varpiöog vik máli minu aö sjón-
varpinu stundarkorn. Þaö er
galdratæki nútlmans og veldur
aldahvörfum meö þjóöinni.
Gildi þess er nokkuö á annan
vegen hljóövarpsins þó þeirtvi-
burar séu likir um margt. Yfir-
burði sjónvarpsins ætla ég
hversu kjörið þaö er til kennslu.
Sjónvarpiö getur oröiö eins-
konar Islenskur þjóöskóli jafn-
framt þvi sem þaö sér lands-
mönnum fyrir annarri fræðslu
og ýmislegri skemmtun.
Kennslan hefur hinsvegar oröiö
útundan i starfi stofnunarinnar
til þessa. Kannski veldur þvl fá-
tækt, en þó grunar mig aö
kennsla sé varla dýrari en sumt
dagskrárefni af ööru tæi sem
geingur fyrir. Og þjóöskóli væri
islendingum mikil nauösyn.
Sjónvarpskennsla ætti aö
Tónmenntun
þjóðarinnar
Sennilega er ótvlræöastur
menningarauki af hálfrar aldar
starfi islenska rlkisútvarpsins
hvað því hefur tekist aö tón-
mennta þjóöina. Þetta lætur
kannski einhverjum undarlega I
eyrum enda gætir þess enn aö
útvarpiö sæti ámæli fyrir aö
flytja of mikiö af slgildri tónlist.
En mér er þessi skoöun alvara.
Hér er ef til vill um aö ræöa
meginsigur útvarpsins.
tJtvarpiö hefur gert islending-
um auöiö aö kynnast flestu þvl
snjallasta og fegursta sem til er
I tónmenntum heimsins. Þetta
hefur oröiö Islenskri tónlist og
islenskri menningu lyftistaung.
En óhljóöin hefur ekki vantaö af
þessu tilefni. Ri'kisútvarpiö
hefur verið lastaö og úthrópaö
fyrir þaö sem þvi' hefur best tek-
ist. Svo er þvi miöur um flesta
menningarstarfsemi er máli
skiptir. Hún á löngum undir
högg aö sækja og sannar ekki
gildi sitt þannig aö mælt veröi I
tölfræöilegum einingum.
Hennar sér staö þegar horft er
af háum sjónarhóli yfir langan
Sunnudagur 11. janúar 1981.
Helgi Sæmundsson
Helgi Sæmundsson:
Ræðustóll íslendinga, tónlistar-
salur, leikhús,
skóli og kirkja
í hálfa öld
málagarpar reyndu meö sér I
kappræöum og vildu leiöa þjóö-
ina hver I sinn sannleik. Fannst
mér strax mikiö tilum útvarpiö.
Þó kunni ég f þá daga lítil eöa
eingin skil á þvf sem heitir is-
lensk menníng. En hér var á
feröinni mikil og skemmtileg
nýbreytni. Gömul einangrun
var allt I einu rofin. Lægri sem
æöri fengu aö heyra vitrustu og
snjöllustu menn tala og lesa þó
há f jöll og djúp fljót væru I milli.
Vinsælastar voru þó fréttimar.
Annaöeins ævintýri haföi vist
ekki gerst frá þvi aö slminn
barst til landsins.
Útvarpiö hefur veriö fslend-
ingum allt I senn ræöustóll, tón-
listarsalur, leikhús, skóli og
kirkja I hálfa öld. Dagskrá þess
sætir oft ámæli, og stundum eru
aöfinnslurnar tlmabærar þó
meiri vafi leiki á um sanngirni
þeirra oft og tlöum. Gagnrýni er
nauösynleg og sýnir aö islend-
Ingar eru kröfuharöir og vand-
látir, en ég hika ekki viö aö fuU-
yröa aö rlkisútvarpiö ræki
skyldur slnar vel og mennlngar-
lega þegar á heildina er litiö.
Eigi aö siöur stendur margt til
bóta. Fámenni þjóöarinnar
segir iöulega til sin, og rilcisút-
varpinu mun einganveginn séö
fyrir nægum fjármunum. Verst
er hversu illa er búiö aö þvl um
húsakost og tækjabúnaö.
Stjórnmálaflokkarnir hafa
seilst til mikilla áhrifa um
stefnu og störf rikisútvarpsins.
Þeir hafa lagt undir sig útvarps-
ráö I nafni alþingis. Hinsvegar
vanrækja þeir aö gera stofnun-
inni kleift aö sinna hlutverki
slnu á viðunandi hátt. Þeir vUja
njóta hennar en koma sér hjá aö
rækja skyldur sinar viö hana.
Hér er gerbreyti'ngar þörf. Ég
hef ekkert á móti þvl aö full-
trúar kjörnir af alþingi sitji I út-
varpsráöi og fari meö völd þar.
En jafnframt ættu fulltrúar út-
varpsnotenda aö ráöa þar
minnsta kosti til jafns viö mál-
svara stjórnmálaflokkanna, svo
og þeir sem skipuleggja og bera
raunverulega ábyrgö á dagskrá
rikisútvarpsins. t þeim efnum
hefur orðiö afturför frá þvl I ár-
dögum stofnunarinnar og hún
þannig sett ofan.
Rikisútvarpiö á ekki aö lúta
fámennisstjórn. útvarpsráö
ætti aö vera mun fjölmennara
en nú er halda vel undirbúna
fundi mánaöarlega eöa svo og
fjalla rækilega um aöalatriöi I
stefnu og rekstri stofnunarinnar
en umboösmenn þess aö fylgjast
meö skipulagntngu og fram-
ósköp seint aö þoka mörgum
málum hér I lýöræöisátt af þvl
aö frumkvæöi alþtngis og
stjórnvalda brestur. Atvinnu-
lýöræöi er stundum á oröi haft.
Þá er einkum átt viö aö fyrir-
tæki eöa stofnanir skuli lúta aö
einhverju leyti rábgjöf og
stjórnaraöild fulltrúa þeirra
sem þar. starfa eöa eiga eðli-
legra hagsmuna aö gæta. Til
þess er ætlast aö einkafyrirtæki
láti af sliku veröa. En væri ekki
tilvaliö ab stofnanir og fyrirtæki
sem alþjóö á aö réttu lagi tækju
upp og bæru fram þetta lýö-
ræöi? Auövitaö ætti aö byrja á
rikisfyrirtækjum og al-
mennlngsstofnunum.
lslensku stjórnmálaflokk-
arnir hafa mikil forréttindi en
nlöast á sumu sem þeim er til
trúaö. Tökum til dæmis endur-
skoöun stjórnarskrárinnar. Hún
hefur átt aö heita viöfángsefni
stjómmálaflokkanna frá þvl aö
lýöveldiö var endurreist á Þlng-
velli viö öxará 1944. Enn veit
einginnhvaöþviverki er komiö.
Þókváðu einhverjar hugmyndir
um valkosti liggja fyrir af hálfu
stjórnarskrárnefndar váröandi
breytíngar á kjördæmaskipun
og kosnlngafyrirkomulagi. Þá
koma upp þau vandkvæöi aö
stjórnmálaflokkarnir vilja hver
um sig sjá raunverulegum eöa
imynduöum hagsmunum sinum
og sinna sem best borgiö. Væri
ekki ráö aö stjórnarskrárnefnd
hlutaöist til um almennar um-
ræöur um þetta mál víðsvegar
um land, heyröi álit og kynnti
sér viöhorf kjósenda og byggöi
tillögur sinar um úrlausnir og
framtiöarskipun á þeim athug-
unum?
Eigi alls fyrir laungu Ýar rætt
I snotrum og áheyrilegum sjón-
varpsþættium ókosti núgildandi
kjördæmaskipunar og misrétti
þegnanna vegna þess hvaö
kosningaréttur á íslandi væri
ójafn eftir búsetu. Þar fjölyrti
útvalssveit karla spakvitrings-
lega um þessi efni. Hinsvegar
sást ekki eöa heyröist nein kona
á þessu málþfngi. Þó er helsti
ókosturinn viö núverandi kosn-
Ingafyrirkomulag aö Islenskar
konur eiga ekki nema þrjá full-
trúa af sextiu á alþlngi endaþótt
þær séu helmlngur kjós-
enda. — Þetta viöhorf ber keim
af forréttindum og sérhags-
munum frá liönum öldum og
setur okkur á bekk meö frum-
stæöum og vanmenntum
þjóöum. Þörfin á jafnrétti I
veröa grundvöllur aö sjálfsnámi
þeirra sem nytu hennar. Ég
kynntist þesskonar kennslu dá-
Htiö f Vesturheimi fyrir fimm-
tán árum og undraöist þvlllkur
fróðleiksbrunnur sjónvarpiö er
ef kostir þess eru látnir sitja I
fyrirrúmi. Þaö tekjp- flestum
skólum fram og getur bæöi sinnt
sérfræöilegri og aunennri þekk-
ingu. Og skylda fSÍenska sjón-
varpsins I þessu efni er augljós.
Þaö má ekki einskoröa sig viö
dægratyttingu þó góöra gjalda
sé verö útaf fyrir sig. Hlutverk
rikisútvarpsins er aö efla og
auka menningu landsmanna og
veita þeim tækifæri aö sinna
þroskavænlegum viöfángs-
efnum. Þá má sannarlega ekki
gleyma sérstööu Islendinga sem
er skylda þeirra viö túngu sina
og sögu. A hana ber aö leggja
rika áherslu þvl túnga og menn-
ing smáþjóöar er I ærinni hættu
á timum eins og þeim sem viö
lifum þegar holskeflur sópa oft
burt mftijuni, og verömætum á
svipstundu.
Loks ætti útvarpiö aö kynna
betur dagskrár hljóövarps og
sjónvarps en gert er þó úr hafi
veriö bætt. Islendíngar eiga svo
margra kosta völ af hálfu fjöl-
miðla sinna aö þeir hljóta að
velja og hafna. Fjölbreytni sú
sem rfkisútvarpið býöuruppá er
góö og þakkarverð, en eitt og
sama hentar ekki öllum og þess-
vegna hljóta fjölmiðlar nú-
timans aö hjálpa fólki aö rata
um völundarhúsin I staö þess aö
hver og einn þreifi sig þar
áfram blindandi. Islendingum
hættir til aö ofnota fjölmiöla
slna. Þvi er einganveginn
ástæöulaust aö minna á aö hægt
sé aö slökkva á hljóðvarpi eöa
sjónvarpi ef hlutaðeiganda llst
ekki á næsta dagskrárliö eöa
lángar aö hverfa aö öörum
hugðarefnum. Og þannig er
auöveldast aö komast hjá þeim
óþægindum og leiöindum sem
haröast leika suma er gagnrýna
dagskrár hljóövarps og sjón-
varps hneykslaöir og reiöir og
hafa aldrei erindi sem erfiði.
farinn veg og boriö saman þaö
sem var og er.
Hitt ér annað mál aö svo-
nefndum dægurflugum tón-
listarinnar var of lengi úthýst af
rlkisútvarpinu. Nú fá þær hins-
vegar borist á öldum ljósvakans
um land allt og suöa aö vild
sinni I hvers manns eyra. Þær
eru sumum óboönir gestir, en til
er óbrigöult ráö viö ásókn þeirra
eins og þvl ef einhver á bágt
með aö umbera söng og hljóö-
færaslátt þeirra sem túlka
torræö verk meistaranna: Þá er
bara aö slökkva á hljóðvarpinu
eöa sjónvarpinu og bjarga
pálarró sinni.
Jól og mannslíf
Nú fara jól I hönd. Þau eru
mest og fegurst hátlð á Islandi.
Jólin eru enn eins og foröum
stjarna I dimmu skammdegi.
Hún slær bjarma á veröldina.
Og bak jólum rennur upp nýtt
ár — 1981. Þaö veröur helgaö
fötluöum. Hver er tilgangurinn
meö þvl? Sá aö viö sem heil-
brigö köllumst munum bræöur
okkar og systur er höllum fæti
standa eöa hafa fariö halloka.
Ekkert ætti aö vera sjálfsagö-
ara. Þó er mikill misbrestur á I
þvi efni meðal okkar. Flestir
hugsa um sjálfa sig og mega
ekki vera aö þvl aö rétta nauö-
stöddum hjálparhönd hvaö þá
aö byggja réttlátt þjóðfélag þar
sem enginn veröi útundan.
Oft er staöhæft I ræöu og riti
aö stéttamunur sé litill á Is-
landi, launamunur og jafnvel
mannamunur. Ég mun ekki
gera þau viöhorf aö umræöuefni
hér enda mætti æra óstööugan.
Hinsvegar finnst mér ástæöa til
aö rifja upp aö iöulega gætir of
mikillar einföldunar I þessum
efnum. Viö mælum flesta hluti á
vogarskál peninga og annarra
stundlegra verðmæta. En hún
er lök og sýnir ekki allt. —
Manneskja sem hefur fæöi og
klæði og húsaskjól getur átt viö
hörmulegt mótlæti aö stríöa þó
þáö dyljist nágrönnum og sam-
fe^ðamönnum. Og sumt sem
mánneskjan fer á mis veröur
ekki bætt meö peningum eöa
ávisunum. Versta hlutskipti I
mannlegu samfélagi er aö fá
ekki notiö hæfileika sinna og
starfskrafta. Þetta er hiö sára
böl fatlaöra. Þeir sem hraustir
eru og heilbrigöir teljast veröa
aö lyfta þeim uppaf sjúkrabeöi
og færa þá í sal llfsins þar sem
þeir geti starfaö eins og kraftar
og gáfur leyfa og notiö unaös-
semda menningar og samgleöi.
Rök þessa eru ekki fjárhagsleg
þó benda megi á hvaö starfs-
orka fatlaðra sé mikilsverö ef
þeir eigi þess kost aö helga sig
hæfilegum verkefnum. Þau eru
umfram allt mannleg og höföa
til skilnings, tillitssemi ' og
drengskapar.
íslendingar vegast ekki á I
styrjöldum — en þeir horfa
alltof oft uppá þaö aögeröa-
lausir aö mannsllf fari forgörö-
um. Þar eiga I hlut hinir mörgu
sem deyja þó þeir lifi. Islend-
ingum ber skylda til að bjarga
þessum mannslífum, hiröa um
þau og gera sér sanna grein
fyrir gildi þeirra.
Jólin eru friöarhátiö krist-
inna manna. Nú er dimmt I
heimi þvl ófriöarhætta viröist
sem vindaský er hrannast á
himni og boöa fárviöri. Skuggi
grúfir yfir gervallri jörö. Þetta
myrkur er ekki nótt eöa vetri aö
kenna. Þaö er af mannavöldum.
Samt koma jólin. Samt kviknar
stjarna. Megi hún visa mann-
kyni nýjar leiöir svo þaö komist
útúr sorta og villu og gerist
betra og hamingjusamara.
22/121980