Tíminn - 11.01.1981, Síða 12
12
Sunnudagur 11. janúar 1981.
Sunnudagur 11. janúar 1981.
21
kartöflustofna. Nær allar kartöflur, sem sett-
areru niður, eru sýktar aðeinhverjumarki af
ýmsum sjúkdómum, sem fylgt hafa kartöflu-
ræktinni nokkuð lengi. Þetta eru veirusjúk-
dómar af ýmsum stofnum og stöngulsýki.
Þetta er seinunnið verk, sem f elst í því að ein-
angra ósýktar kartöflur, og rækta þær. Til
þess að einangra kartöflurnar hefur verið
reist hér sérstakt hús til vetrargeymslu.
— Síðan er óli Valur Hansson að rækta
ýmsa berjarunna hér úti í garðinum, rifsber,
sólber, stöngulber og fleira sem flutt hefur
verið inn, um þrjátíu mismunandi afbrigði,
sem á að bera saman og sjá hvað best hæfir
íslenskum aðstæðum.
Þessu skýrði Jónatan Hermannsson frá.
Hann er einn af vísindamönnunum, sem koma
öðru hverju í Korpu frá RaLa (Rannsóknar-
stofnun landbúnaðarins) til að sinna ýmsum
rannsóknum. Jónatan aðstoðar meðal ann-
ars Þorstein við kornrannsóknir hans.
Rabbarbari óskast
— Við fáumst einnig við að ræka rabarbara
með því markmiði meðal annars að ná stofni.
sem ekki er súr. Við hof um auglýst eftir rabar-
bara — að f ólk sendi okkur rabarbara, sem er
i nágrenni þess úti um landið. Við fáum lík-
lega það verkefni að varðveita náttúrulegan
genastofn rabarbarans fyrir svonefndan gen-
banka á Norðurlöndunum. Þetta er gert til
þess, að úrval það, sem náttúran hefur leitt
fram, hverf i ekki við það, er menn taka jurtir
og rækta þær og kynbæti. Svo getur farið, að
þau afbrigði, sem þannig koma fram, verði
óhæf, bregðist eða úrkynjist, og þá er gott að
hverf a af tur til þess, sem náttúran býður okk-
ur. Við höf um ekki fengið mikið af rabarbara,
og viljum helst, að fólk sendi okkur meira.
Þessu er hér með komið á framfæri. Af
ofanskráðu er Ijóst að mikil og margvísleg
starfsemi fer fram við tilraunastöðina að
Korpu í garðrækt og grasrækt, þótt ekki fari
hátt. Líklega vilja dagblaðsritstjórar þessa
lands stöðina dauða, en slíku má líkjavið, að
horfið verði aftur til öryggisleysis litlu
ísaldarinnar. Starf rannsóknastöðvanna, sem
þjóna íslenskum landbúnaði, hefur orðið til
þess að efla og bæta íslenskan landbúnað og
gera hann hagkvæmari.
Þar með kvaddi ég mennina í Korpu og hélt
aftur til borgarinnar.
Þegar ekið er upp í Mosfellssveit úr Reykja-
vík, sjá menn undarlegt hús nálægt Korpúlfs-
stöðum. Það líkist ofvöxnum sumarbústað, en
með hárri og brattri burst, grænmálað. I kring
eru stór tún með ýmsum grasvexti. Þetta er
ekki neinn rikisbubbasumarbústaður, heldur
tilraunastöð fyrir gras- og garðrækt. Staður-
inn ber nafnið Korpa, og er útibú frá
Rannsóknarstofnun landbúnaðarins.
Þegar blaðamaður Tímans leit þar við á
dögunum til að forvitnast um stöðina, var þar
fyrir Ásgrímur Jónsson, yfirmaðurinn á
staðnum, en Þóroddur Sveinsson, sem er hinn
starfsmaðurinn, var ekki við. Hann var að
smala fé sem haft er í stöðinni til ýmis konar
þarfa vísindanna og átti að fara að setja það
inn fyrir veturinn.
— Ég byrjaði hjá atvinnudeild háskólans ár-
ið 1947, segir Ásgrímur. Þá vorum við á
Úlfarsá, þar sem nú er útibú frá Klepps-
spítala. Ég hafði þá verið í námi í Bandaríkj-
unum. Við þessa stofnun, atvinnudeildina,
sem síðar varð að rannsóknarstofnun land-
búnaðarins, störfuðu þá ýmsir sérfræðingar,
Halldór Pálsson í búf járrannsóknum, Ingólfur
Davíðsson var að rannsaka jurtasjúkdóma og
Áskell Löve í jurtakynbótum. Aðallega var
fengizt við grasrækt og búf járrækt, en einnig
voru gerðar tilraunir með um 90 tegundir af
kartöflum og fengist við að rækta jarðarber
og fleira. Þarna var lögð undirstaða að því,
sem síðar var gert, og er verið að gera í
þessum rannsóknum. Stöðin var flutt að
Varmá 1951 og síðan að Korpu 1961.
Ásgrímur tók við stjórn tilraunastöðvarinn-
ar 1973. Ég spurði hann, hvernig starf ið gengi.
— Við höfum góða aðstöðu hér, gróðurhús,
þar sem við getum sáð inni, og komið þessu
áfram og jafnvel hlaupið yfir ársfíð með lýs-
ingu og öðru slíku. Síðan er þessum jurtum
plantað út i spildur hér á landinu kringum
Ásgrímur Jónsson tilraunastjóri með fjögurra
punda rófu af norskum stofni. Tímamynd:
ge!
stöðina. Þetta eru stofnar af ýmsum grösum,
svo sem túnvingli og öðrum túngrösum. Það er
leitast við að fylgjast með, hvaða einstakling-
ar skara fram úr, vaxa betur og hafa meira
fóðurgildi en aðrir. Af þessum einstaklingum
er síðan safnað fræi.
Ungmennafélagstilraunir og aðrar tilraunir.
Ásgrímur sagði, að þetta væri aðeins einn af
mörgum þáttum tilraunastarfsins. Meðal
annars er unnið að meltanleikarannsóknum
með aðstoðsauðf járins, sem haft er í stöðinni.
Á veturna er f remur rólegt þar, það eru aðeins
þeir tveir Ásgrímur og Þóroddur, en á sumrin
er líflegra. Þá eru frá 5-8 manns starfandi,
ungt skólafólk. Eitt sumarið var meira að
segja stofnað ungmennafélag á staðnum og
reynt að blása nýju lífi í ungmennafélagshug-
sjónina, sem er f remur dauf núna að minnsta
kosti hér á höf uðborgarsvæðinu. Þessi tilraun
gafst þó ekki sérlega vel.
En aðrar tilraunir, framkvæmdar af meiri
nákvæmni og kunnáttu, eru vísar til að bera
árangur. Til dæmis er Þorsteinn Tómasson,
einn vísindamannanna á RaLa með korn-
ræktartilraunir, sem ætlað er að gera korn-
rækt mögulega hér á landi. Þessar tilraunir
urðu fyrir áfalli kalda sumarið 1979, og í vor
spíraði aðeins lítill hluti fræsins frá árinu áð-
ur. En fátt er svo með öllu illt o.s.f rv., því lík-
legt er, að þau af brigði, sem stóðust hið erf iða
sumar, séu einmitt sterkustu afbrigðin og lík-
legust til að dafna við íslensk skilyrði.
Jónatan fór að búa til meira kaffi, en
Ásgrímur sagði mér frá tilraunum, sem
Sigurgeir Ólafsson er að gera:
Uppskerutíð i görðunum í Korpu. Tímamynd:GE. — Sigurgeir fæst við að rækta ósýkta
Strandreyr, heldur vöxtuleg jurt, sem verið er að prófa.
Sandfax, ættað af Geitasandi á Rangárvöllum, þar sem það hefur lifað á f jórða tug ára.
Heimilisfang
Ég óska eftir að fá sendan Kays pöntunarlista i
póstkröfu á kr. 49.—
.
Vferslíð ódýrt
KAYS pöntunarlistinn frá Bretlandi, er verslun samankomin í einni bók,
sem þú, fjölskylda þín og kunningjar eruð viðskiptavinirnir,
sem allt snýst um.
Vor og sumarlistinn 1981 er kominn.
Síðasti móttökudagur pantana úr vetrarlista er 20. janúar
KAYS
PÖNTUNARLISTINN
KORPA
— einn af burðar-
ásum framfara
í íslenskum
landbúnaði
Árni Daníel Júlíusson ræðir
við Ásgrím Jónsson