Tíminn - 11.01.1981, Page 14

Tíminn - 11.01.1981, Page 14
fcöliiti Sunnudagur XI. janúar 1981. :: Umsjón: Magnús Gylfi „The Clash” á hljdmleikum. Hvc. — ........ _ _______ AF HERNAÐARBROLTI The Clash: Sandinista „The Clash”. „Give ’em en- ough rope”. „London Calling”. Þarf að segja meira? A undan- förnum árum hefur hljómsveit- in átt töluverðri velgengni að fagna og er það ekki að ástæðu- lausu. Hér er vafalaust á ferð- inniein athyglisverðasta hljóm- veit Breta, sem komið hefur fram. Hún hcfur ekki farið troðnar slóðir á ferli sinum og er einn ferskasti andblær sem leik- ið hefur um breska tónlist í langan tima. Er það nema von að nýju plötu þeirra sé tekið með töluverðri eftirvæntingu. Og hvað nú? Er Clash komin út I Disco-taktinn, reggea, funk og fleira dót? O, já og þeir sanna það að fjölbreytileiki er jafn nauðsynlegur og vinsældir eins lags. Ef finna á einn samnefn- ara fyrir þessa plötu þá er það fjölbreytileiki. Þið niegiðekki misskilja mig, þetta eru enn gömlu góðu „Clash”, en þeir eru hvorki eins, verri eða betri. Þeir eru bara öðruvisi og e.t.v. þróaðri tæknilega séð. En litum nú á plötu na. Sem fyrr fæst hér mikið fyrir litið. Þessi plata er þreföld og er seld á verði tvöfaldrar plötu. Þeir eru ekki i þessum bransa fyrir peningana. Plata 1. Fyrsta lagið á hlið eitt er „The Magnificent Seven”, sem segir frá hinu miskunnarlausa lifsgæðakapphlaupi á spaugi- legan og gagnrýnin hátt. Lagiö er þétt og taktfast og söngur góöur. Gott lag. Annað lagiö er „Hitsville U. K.” Þar kemur Ellen Foley fyrst til sögunnar. Hún söng með Meatloaf á plötu hans, „Bat out of Hell” við góð- an orðstir. „Hitsville U.K.” er svei mér þá alveg eins og jóla- söngur! Nei, ég er ekki að gera að gamni minu, lagiö hljómar þannig, þó texti sé ekki i sama anda. Þriðja lagið er „Junco Partn- er”. Reggea. Fjórða er „The Leader” sem segir frá spillingu meðal valdamanna og eru ýms- ar svæsnar lýsingar á þvi og á hinn bógin er bent á fikn al- mennings i þannig fréttir og hneykslunargirni fólks, eða eins og þeir segja „Well the people must have something good to read on a Sunday”. 1 fimmta laginu keyra þeir heldur betur hraðann upp er þeir syngja um viðureign Rússa og Bandarikja- manna, sem þeir hafa aö þessu sinni staðsett i dansleikjasal og tfkallaleiktækjasal. Nokkurs konar alþjóðlegur „Jóker”. Lagið heitir „Ivan meets G.I.Joe” og þvi lýkur þannig að fólkinu leiðist þófið og fer. 1 þessu lagi kemur vel fram an- arkisminn i Clash. Sibasta lagið er „Something About England”. Fjallar um England og minn- ingar gamals manns um æsku sina, sem var ekkert annað en striðshörmungar. Gott lag með pólitiskri skirskotun. „Rebel Waltz” er textakjam- inn. Skemmtileg tilraun, sem gefur hinu laginu (full unna) nýjan svip. Plata2. Ahrifin frá Bandarikjaferð þeirra félaga á siðastliðnu sumri koma vel fram i fyrsta lagi þriöju hliðar „Lightning Strikes (Not Once But Twice)”. gjörð prests, sem biöur fólk að gefa i samskotabaukinn. Og ef þið kannið textann betur sést að fyrir þeim er ekkert heilagt. Hlið fjögur byrjar á „Police on my back”. Clash á fullu. „Midnight Log” og „The Equal- iser” eru taktföst lög, þar sem Clash bregður sér i hin ýmsu gervi. „The Call Up” er það lag sem valið var á litla plötu. Það er vel að þeim heiðri komið, en þó ekki besta lag plötunnar. * * >■ * '' ’P í' mr. 3LPs SPICIAL PRICE gott lag i valstakti. Fjailar um baráttu og samstöðu. „Look here” er jam á gömlu lagi, kem- ur á óvart. Þriðja lagið er „The Crooked Beat”lag um takt, sem hefur takt. Er verið að gera grin að Madness? Eitt besta lagið á plötunni er „Somebody got murdered”. Góður rokkari, þar sem fara saman góður söngur, texti og spil. En kom Bruce Springsteen i heimsókn? Sið- ustu tvö lögin eru „One more time” og „One more dub” og það siðastnefnda reyndar instrumental útfærsla á hinu fyrra. Og reyndar er lagið ann- aö og meira en það þvi hér er aðeins sett á plötu hluti af upp- tökunni, þ.e. þú heyrir kannski bara i trommum i lengri ti'ma svo kemur allt i einu söngurinn ::::::::::::::í:::::::::uí:::::ssk::::::rb::::s:! Nokkuð likt fyrsta laginu. „Up inHeaven (NotOnly Here)” f jall- ar um þau aumu kiör sem verkamenn veröa að búa við i Bretlandi og hina slgildu stétta- skiptingu „Lets Go Grazy” er nokkuð nýtt fyrir Clash, suöur- ameriskur taktur, jæja, allt er einhvern tíma fyrst. „If Music Could Talk” sannar snilligáfu „Clash”. Aðláta sérdetta i hug að láta tvo söngvara syngja hvor sinn textann við sama lag- iö á sama tima. Lagið er ljúft, en textinn er sem púsluspil, sem kemur úr sitthvorum hátalar- anum. Virkilega gott, Þeir enda siðan þessa hlið á trúarlegu lagi „The Sound of The Sinners” Nei, það er ekki það sem þið hélduö. „Clash” eru alltaf sam- ir viösig. Lagiðendar á þakkar- l■■■■■■■■■■■■■■■■■■■l Platan sækir nafn sitt i' næsta lag „Washington Bullets”, sem raunar fjallar um afskiptasemi stórveldanna i innanrikismál annarra þjóöa, fremur en frels- isbaráttu iNigaragua. Þar segir frá þvi, að i hverjum þ jóðarleið- toga, sem dáið hefur fyrir morð- ingja hendi, er kúla framleidd i Washington.Nema I Nicaragua. Þar börðust Sandinistar án ihlutunar eða aðstoðar frá Bandarikjamönnum og höfðu sigur að lokum með þvi að drepa fyrrum leiðtoga þjóöar- innar Somoza, sem þá_ var stadduri Bandarikjunum. Siðan þróast boðskapur lagsins út I andstöðu við hvers konar ihlut- un stórveldanna i frelsisbaráttu þjóða. Allir fá sneið? Banda- rikjamenn, Rússar, Kinverjar og Bretar. Siðasta lagið á þess- ari bestu hlið plötunnar er „Broadway”. Ja, siðasta lagið. Undir lokin heyrist i Mariu Gallagher, dóttur eins hljóm- listarmannsins á plötunni, syngja gamalt Clash lag, „Blowing In The Guns Of Brbct- on”við pianóundirleik. Hún get- ur ekki verið ýkja gömul, þvi hún heldur varla lagi og gefst upp með þessum orðum „That’s enough now, I’m tired of sing- ing”. Plata 3. Ellen Folet syngur fyrsta lag- iðá hlið fimm „Lose This Skin”. Gefur þvi ameriskt yfirbragð, vel gert. En ekkert er eins ame- riskt á þessari plötu og lagið „Charlie Don’t Surf”. Þar segir af Charlie, sem ekki vill sigla á brimbrettinu, eins og hver sannur ungur Bandarikjamaður gerir, heldur á sér þann draum æðstan að gerast fyrirmyndar- hermaður og stjórna heiminum. Næstu þrjú lög „Junkie Slip” „Kingston Advice” og „The Street Parade” eru veikustu lög plötunnar. Einhvern veginn nær þessi hluti 5tu hliðar ekki til manns. Það kann að vera að uppröðun laganna sé slæm og hafi þessi áhrif, en samt held ég að þau séu bara ekki nógu góð. Hlið sex er full af „oldies but goodies”. Þessi hlið er nokkuö góð. Athygli vekur að synir áð- urnefnds Mickey Gallaghers, Luke og Ben syngja lagið „Car- eer Oppertunities”. Músikölsk fjölskylda það. Platan endar á furðulegu instrumeiftal lagi „Shepherds Delight”. Viðeig- andi endir á athyglisveröri plötu. Gestaleikarar eru nokkrir á plötunni. Má þar helsta nefna Mickey Gallagher (og hans börn), Timon Dogg, Ellen Foley, Norman Watt-Roy, Ben Hagarty og fleiri, sem of langt mál yrði að telja upp hér. Þó má geta þess að þeir sjá ástæðu til að færa Ian Dury and The Blockheads meðal annarra sér- stakar þakkir. Að lokum. Þessi plata er ekki það sem von var á frá „The Clash”. En kannski er það lika eins gott. Það sýnir aö þeir eru ekki staönaðir. Þeir hafa þróast og eru nú afslappaðri. En tvöfalt albúm hefði nú lika eins getað sannfært okkur um þaö. Heldur þykir mér þeir hafa færst of mikiö I fang að gefa út þrjár plötur i einu. Hvað næst? u u ■■ ■ ■ H :: y i n

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.