Tíminn - 11.01.1981, Side 17
Sunnudagur 11. janúar 1981.
25
sinum myndir af sér með eigin-
handaráritun. Sterkari maður
var ekki I öllum Vesturbotn-
num. Og Kurt, hann var einu
sinni sænskur meistari i einni
grein lyftinga.
Það verður ekki auðhlaupið
að þvi fyrir pappirsbúka og
borgarapa að færa þá bræður
nauðuga úr kofanum þeirra.
Þvi er að visu ekki að leyna,
að ekki er ávallt friðsamlegt við
bústað þeirra. Alls konar íýöur
kemur til þess að sjá þá og
skoöa hibýli þeirra, sem gæti
veriö fyrir sig, en sumir eru
meö tilbekkni og glósur og þá
slær i svarra, og hafa ekki allir
sloppið við ákomur, þvi aö það
er eins og annað, að þaö má
varla við þetta koma, svo að
ekki sjái á. En aðrir átt fótum
sinum fjör að launa.
Sixten er nú sextiu og átta
ára, en Kurt bróðir hans sext-
ugur. Kurt annast samskiptin
við veröldina, sækir lifeyri
þeirra og kaupir það, sem til
búsins þarf, og er forstjóri
heimilishaldsins. Hann sýöur,
sækir vatn og þvær og tekur til.
Þegar það er gert. Sixten er
afturá móti ekki allur, þar sem
hann er séður — hann er ekki
aðeins afarmenni aö burðum
eins og þeir bræður báöir,
heldur listamaöur, sem málar
og yrkir ljóð. Myndir hans eru
limdar og negldar upp um allar
þiljur, og karlarnir hans eru
karlar I krapinu og aldeilis ekki
úrkynjaðir eins og sparigris-
imir, sem velferðarþjóðfélagið
klekur út.
— Við förum héöan aldrei,
segja bræðurnir báðir einum
rómi.
Þakið á kofanum þeirra er að
visu farið aö svigna til muna,
hann er orðinn söðulbakaöur,
málningin fyrir löngu flögnuð af,
reykháfurinn hruninn og fyrir
suma gluggana hefir oröið að
negla. En h’ann er góöur samt,
kofinn þeirra — margfaldlega
nógu góður. Þó ekki sjáist
lengur, að i honum er reyndar
timburgólf, þá er það ekki neinn
galli, þvi að þá er mykja undir
fæti,og Sixten gengurað jafnaði
berfættur eins og hraustum
manni sæmir.
Vatn hefur aftur á móti aldrei
verið leitt i þessi hibýli, það
verður aö sækja langt út í skóg,
og ekki hefur heldur kostað upp
á fráræsi.En það er einstaklega
heimilislegt að kasta af sér
vatni upp við húshornið, bæði
við sólarupprás aö morgni og
undir kvöldið og ef menn þurfa
að ganga öma sinna, þá er
skógurinn — lengi tekur hann
viö.
— Að lepja vatn úr krana,
segir Sixten þmmuröddu —
þeim ferst að tala, þessum
borgaröpum, sem eru aö
drepast úr skit og flúor. Og ætli
það sé mikilla bóta, þetta sem
það kallar salemi, og allt látið
gossa i árnar og vötnin? þaðan
segi ég að heilsuleysið komi.
Náttúran á rétt á aö fá allt
þess slags, þar sem henni
kemur bezt. Skógurinn á heimt-
ingu á þvi, og grösin þarfnast
þess. Þar á það heima og
þangaö skal það— staöur fyrir
hvern hlut, og hver hlutur á
sinum stað. Það er lóöið.
Sixten er tvö hundruð og átta-
tiu pund, og enn liggur viö að
hnappamir hrjóti úr skyrtunni,
þegar hann þenur brjóstið. Ef
hann léti skó á fætur sér, yrðu
þeiraö vera númer 49 og kraga-
númer á skyrtum hans er 53.
Ummál úlnliða er hálfur tutt-
ugasti og fimmti sentímetri.
— Hver getur sýnt verklegri
fót, segir hann og sperrir nokk-
uð blakka hófana tilskiptis upp I
loftið.
— Það fást hvergi skór, sem
Sixtenkemsti.segir Kurt, gam-
alvanur að kynna ágætí hans.
En þá stærstu, sem ég hef kom-
izt yfir, getur hann þó notað, ef
hann sker framan af þeim, og
lætur tærnar standa út úr.
— Og sjáiö á mér lúkurnar,
segirSixten, — vitíö þiö um ein-
hvern, sem er jafnstórhentur?
Leggi ég lófann á kvennmanns-
rass, þá má hann vera fyrir-
ferðarmikill, ef ég þek hann
ekki ailan eins og hann kemur
fyrir —- þær em ekki meira
vaxnar en það, þessar ungu.
En þær höfðu sumar af
nokkm að má hér fyrr á árum.
Og það var ekki laust við, að
þeir mældu þær nokkrar innan
klæöa og eins og þær komu fyrir
af skepnunni. Markaður i Kivik,
hann var alltaf óskastaður
þeirra Landby-bræöra, maður
guðs og lifandi.
— Þaðvareins ogaðkoma inn
I miðaldir, segja þeir, morandi
af þessu fina kvenfólki.
Þeir höfðu hvergi komist i
annað eins ger af kvenfólki,
annað eins guðs blessaö stóð, og
þetta var digurt kvenfólk og
þvengmjótt eins og áramaðkur,
sem þræðist tæpast á öngul,
smátt og stórt, það er nú likast
til — kvenfólk af öllum gerðum
og skapnaöi, og þó allt eins að
þvi leytinu, sem miklu varöar á
Kvenfólkið flykktist utan um
Sixten (ó, markaðirnir i Kivík,
kvenfólk af öilum gerðum og
skapnaði) til þess að eignast af
honum áritaðar myndir.
ósviknum markaöi. Hjú-U,
maöur!
Nú eru bræöumir hættir ferö-
um sinum um þjóövegi Svi-
þjóðar, og þar kemur tvennt til,
aldur og skattar. Þaö eru um-
skipti, en þeir eru ekki neitt
vansælir. Aflraunirnar hafa
þeir aö mestu leyti lagt fyrir
róða, en rækta i þess stað lista-
mannseðli sitt.
Þaö eru ekki nema tiu ár sið-
an Landby-bræöur fóru um
landiö þvert og endilangt og
sýndu þrekraunir sinar. Þeir
komu fram á sviði samkomu-
húsa, dróguaö sér skara fólks á
mörkuðum og meira að segja á
torgum bæja og á vegamótum
úti á landi, þar sem fjölfariö
var. Sixten hantéraöi tíu tomma
naglagaura eins og aðrir leika
sér meðeldspýtur, og hann lyfti
þungum hlutum með því aö
krækja undir þá yzta köggli
löngutangar. Kurt var lika naut-
sterkur og auk þess var hann
auglýsingamaður og samninga- ,
mabur af guðs náö. Og söng og
spilaöi.
— Það eru ekki likamsburö-
imir einir, sem okkur eru
gefnir. Við erum ekki með
tóman kollinn, segja þeir.
Þeir velta fyrir sér gátum
lifsins, Kurt syngur og spilar á
gitar — Sixten yrkir og málar.
Hvort tveggja er i hressileg-
asta lagi, en kynni að hneyksla
viðkvæmar sálir, ef flutt væri
eöa sýnt i söngleikjahúsum og
sýningarsölunum. Jafnvel á
þessari miðsæktu upphefðaröid
naflans og krikans.
Þegar þá gesti ber aögarði, er
Sixtan vill eiga orðastað við,
setzt hann á heimasmiðaðan
Bræöurnirsterku, Kurt Landby,
sextiu ára, og sem syngur og
spilar á gitar, og Sixten, sextfu
og átta ára, sem yrkir og málar
krassandi myndir af körlum,
sem eru hlaönir meiri orku en
nokkru tali tekur.
bekk i skógarjaörinum, sið-
hærður og með band um enni og
sterkan svip af Indiánahöfö-
ingja, og les ljóð sin. Röddin er
hrjúf og mikil, og þaö eru tilþrif
i kvæöum hans, sumt gaman-
samt, sumt torskiliö. Stundum
eru þau herskárri enKurt finnst
viö hæfi, og þá reynir hann að
halda aftur af bróöur sinum. Þó
að hann dáist að honum, þá
fy lgir hann honum ekki út á yztu
þröm, og Sixten tekur það ekki
neitt illa upp:
— Kurt er svo djöfull naskur
aö sjá, hvaö passar að segja,
segir hann.
Úti á hlaðinu er stór pottur á
hlóðum. Þar þvær Kurt af þeim
bræörum, náttúrlega hóflega
oft, þvi að þrálátum þvotti fylgir
mikið fataslit.
— Það á ekki aö sóa og sukka
— nei, þaö er engin skynsemd I
þvi að hafa allt I sukki.
Enginn hefur horn i siðu
þeirra bræöra á bæjunum, sem
næstir eru kofa þeirra. En
sumir segja sögur af þeim. Það
er til dæmis Sixte, sem aldrei
hefúr unniö handtak á ævi sinni
— hann ætlaöi einu sinni aö
hjálpa einum bóndanum. En
það fór i handaskol, þvi að verk-
færin voru ekki viö hæfi manns,
sem var jafnmikils máttar.
Skaftiöá heygafflinum brotnaöi
og dyraumbúnaöur á_ hlöðunni
laskaðist.
Kurt var mörg ár skógar-
nóggsmaöur öörum þræöi, Þeir,
sem með honum voru, segja að
hann hafi veriö mikilvirkastur
og sterkastur allra þeirra fé-
laga, og gott að vinna með hon-
um.
Þaðerualltaöriren nágrann-
arnir, sem þeir bræður eiga i
útistöðum við, og fyrirlitning
Sixtens á þeim lýö á sér engin
takmörk.
— Þetta er hyski, sem ekki
kannaö gleðjast og ekki þekkir
mannlega hlýju, segir hann. Og
ætla að egna fyrir okkur með
rafmagni og sima og útvarpi og
sjónvarpi — skelfing er nú litil
hugsun á bak við bað.
En þeir eru ókviðnir, þótt
óvelkomnir gestir geri sér ferð
til þeirra:
— Við blásum bara á þetta
dót.ogþá fýkur það i allar áttir.
Þetta er eins og hænsni i
stormi, þegar vindar i rassinn á
þeim.
Auglýsingaspjald frá þeim dögum, er bræðurnir ferðuðust um Svfþjóð, sýndu aflraunir og
buðu hverjum sem verkast vildi að reyna við sig.