Fréttablaðið - 20.09.2007, Page 60

Fréttablaðið - 20.09.2007, Page 60
Tískuvikurnar fylgja nú fast á hæla hver annarri, og þessa vikuna liggur leið tískuspekúlant- anna til London. Vor- og sumarlín- urnar þar eru jafn fjölbreyttar og þær eru margar, eins og sam- anburður á hönnun Gareth Pughs og Luellu leið- ir fljótlega í ljós. Hljómsveitirnar I Adapt, Skátar, Retro Stefson, <3 Svanhvít og For a Minor Reflection spila á tónleik- um fyrir Palestínu sem verða haldnir á Organ í kvöld. Aðgangs- eyrir er 500 krónur og rennur allur ágóði til neyðarsöfnunar félagsins Ísland-Palestína fyrir íbúa herteknu svæðanna í Palest- ínu. Lögð verður áhersla á að safna fé fyrir fórnarlömb aðskilnaðar- múrsins sem verið er að reisa á herteknu palestínsku landi, þvert á alþjóðalög, samþykktir Samein- uðu þjóðanna og úrskurð Alþjóða- dómstólsins í Haag. Seldir verða sérhannaðir bolir og nælur svo eitthvað sé nefnt. Húsið verður opnað klukkan 20.30. Safna fyrir Palestínu Britney Spears þarf að gang- ast undir eiturlyfjapróf tvisv- ar í viku til að sanna að hún sé hæf móðir. Dómarinn Scott M. Gordon úrskurðaði þetta á mánudag. Hann sagði hegðun söngkonunnar sýna vana- bundna og tíða neyslu eitur- lyfja og áfengis. Eins og kunnugt er takast Britney og Kevin Federline, fyrrverandi eiginmaður hennar, nú á um forræði yfir sonum þeirra tveimur, Jayden James og Sean Preston. Eiturlyfjapróf eru þó ekki allt sem Britney þarf að gera, því dómarinn skikkaði hana einnig til að meðferðar hjá uppeldisráðgjafa í átta klukkutíma í hverri viku. Hún má ekki neita áfengis eða eiturlyfja í kringum börn sín, og í tólf klukku- tíma áður en hún tekur við þeim. Það sama gildir um K- Fed. Hjónin fyrrverandi þurfa einnig að fara saman á foreldranámskeið, mega ekki tala illa um hvort annað fyrir fram- an börnin, og er bannað að refsa þeim líkam- lega. Ef þau Britney og K-Fed hlíta bæði þessum reglum verður þeim leyft að halda áfram að deila með sér forræðinu, eins og þau hafa gert síðan í júlí. Britney send í eiturlyfjapróf

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.