Fréttablaðið - 20.09.2007, Blaðsíða 10
„Það hefur verið við-
varandi mat að krónan hentaði
okkar hagkerfi og við eigum auð-
vitað alltaf að vera með þetta til
athugunar. Það kallar hins vegar
ekkert á sérstaka úttekt nú,“ segir
Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokks-
formaður Sjálfstæðisflokksins,
um ályktun Sambands ungra sjálf-
stæðismanna um efnahagsmál og
hagstjórn. Telja þeir tímabært að
kostir og gallar íslensku krónunn-
ar verði teknir til alvarlegrar
skoðunar.
Arnbjörg segir jafnframt að öll
umræða verði að fara fram með
yfirveguðum hætti; ellegar sé
hætt við að menn missi trúna á
krónunni.
Pétur H. Blöndal, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins og formaður
efnahags- og skattanefndar
Alþingis, telur sjálfsagt að ræða
stöðu krónunnar eins og annarra
þátta efnahagslífsins. „Það á að
fara fram sífelld umræða um þessi
mál,“ segir hann.
Pétur hefur þó mótaðar hug-
myndir um stöðu krónunnar og
metur kosti hennar fleiri en gall-
ana. „Krónan hefur reynst okkur
vel undanfarin tíu til fimmtán ár
þótt hún hafi verið okkur erfið í
óðaverðbólgunni þar áður,“ segir
Pétur og nefnir nokkra ókosti við
að taka upp erlenda mynt, til
dæmis evru. „Menn hafa nefnt
lægri vexti sem kost við evruna en
það getur virkað öfugt því lækkun
vaxta hér hleypti upp húsnæðis-
verðinu og ég vil ekki sjá aðra
slíka verðhækkun.“ Rætt hefur
verið um óstöðugleika krónunnar
en Pétur bendir á að hún sé afskap-
lega sterk og að sveiflur á milli
evru og Bandaríkjadals séu líka
umtalsverðar. „Þannig að jafnvel
stór efnahagssvæði sveiflast líka.“
Enn fremur felist ókostur í að
erlend mynt aðlagist ekki íslensku
efnahagsástandi sérstaklega og
allsendis óvíst hvort efnahags-
ástand annars staðar gangi í takt
við ástandið hér.
Pétri er annt um fullveldi
Íslands og telur mikilvægt að
halda í það þótt einhvern tíma
verði hugsanlega að niðurstöðu að
taka upp evru. „Það er hægt að
taka upp evru óháð inngöngu í
Evrópusambandið – og öfugt. Sam-
bandið hefur þróast mjög hratt í
átt til ríkis og ég held að reynsla
okkar af fullveldi sé slík að fáir
vilji afsala sér því. Efnahagsleg
velferð okkar hófst þegar við
fengum fullveldi.“
Krónan reynst
vel en umræða
er sjálfsögð
Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir
kosti krónunnar fleiri en gallana en telur sjálfsagt
að gera úttekt á stöðu hennar. Arnbjörg Sveinsdóttir
þingflokksformaður segir ekkert kalla á úttekt nú.
Auglýsingasími
– Mest lesið
Nuon Chea, sem var
einn af æðstu leiðtogum ógnar-
stjórnar Rauðu kmeranna í Kamb-
ódíu, var handtekinn í gær og
ákærður fyrir glæpi gegn mann-
kyninu og stríðsglæpi.
Hann var handtekinn snemma í
gærmorgun á heimili sínu í Pailin,
skammt frá landamærum Taí-
lands, og fluttur til höfuðborgar-
innar Pnohm Penh, þar sem hann
var afhentur stríðsglæpadómstól,
sem starfræktur er þar á vegum
Sameinuðu þjóðanna.
Nuon Chea er 82 ára og var
hægri hönd Pol Pots, leiðtoga
Rauðu kmeranna, sem lést árið
1998. Yfirmaður herafla Rauðu
kmeranna, Ta Mok, lést árið 2006,
þannig að Noun Chea er nú æðst-
ur leiðtoga Rauðu kmeranna, sem
enn eru á lífi. Hann hefur þó jafn-
an neitað allri ábyrgð á voðaverk-
um ógnarstjórnarinnar, sem ríkti
á árunum 1975 til 1979, og segist
reiðubúinn að verja gerðir sínar
fyrir dómara.
„Núna er kominn tími fyrir
hann að segja sína útgáfu sögunn-
ar fyrir dómstól,“ segir Youk
Chang, framkvæmdastjóri Skjala-
safns Kambódíu, þar sem glæpir
Rauðu kmeranna hafa verið rann-
sakaðir.
„Það dóu svo margir. Staðreynd-
irnar eru alls staðar. Til er fullt af
fjöldagröfum, fangelsum, skjöl-
um og ljósmyndum sem sýna hvað
hann gerði á þessum tíma.“
Ákærður fyrir stríðsglæpi
Sjötug ekkja var í gær
dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að
hafa skipulagt morð á tengdadótt-
ur sinni eftir að hún komst að
framhjáhaldi hennar.
Sonur ekkjunnar var einnig
sakfelldur fyrir aðild að morðinu
á konu sinni sem var 27 ára.
Tengdadóttirin hvarf þegar hún
og ekkjan ferðuðust saman til
Indlands vegna brúðkaups í
fjölskyldunni. Saksóknarar sögðu
ekkjuna hafa stært sig af því að
hafa látið bróður sinn kyrkja
tengdadótturina og henda líkinu
síðan í á.
Dómarinn sagði að um heiðurs-
morð hefði verið að ræða.
Ekkja lét myrða
tengdadóttur
TILBOÐ
Rósir 7 stk./ 35-40 cm
Opið virka daga 10 - 20
laugardaga 10 - 18
sunnudaga 12 - 18
595,-
Samtök um sorg og sorgarviðbrögð
Fræðslufundur í Fossvogskirkju í kvöld 20. sept. kl. 20.
Fyrirlesari sr. Anna Sigríður Pálsdóttir.
Allir velkomnir!
Sorg og sorgarviðbrögð
66
°N
or
ðu
r/
se
pt
07
REYKJAVÍK:
Kringlan
Bankastræti 5
Faxafen 12
KÓPAVOGUR:
Smáralind
GARÐABÆR:
Miðhraun 11
AKUREYRI:
Glerárgata 32
www.66north.is
Esja
Regnkápa
10.100 kr.
Þú ert flottari þurr