Fréttablaðið - 20.09.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.09.2007, Blaðsíða 16
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Fyrrverandi barnahermaður kemur Þeim sem hafa gaman af að ferðast en hafa naum fjárráð stendur nú nýr valkostur til boða, svokall- að sófaflakk. Sigrún Vala Þorgrímsdóttir og Þórgnýr Thoroddsen eru í hinum ört vaxandi hópi sem nýtir sér þennan nýstárlega gistimáta, sem á rætur að rekja til Íslands. Eins og svo margar nýjungar nú til dags á sófaflakk, eða „couch surfing“ eins og það kallast á ensku, rætur að rekja til netsins. Einnig á það rætur að rekja til Íslands. Sófaflakk gengur þannig fyrir sig að maður skráir sig á vefsíðuna couchsurfing.com, borgar þar vægt félagsgjald og gefur upplýsingar um sig og getur í framhaldinu sótt um að fá að gista á sófa annarra víðs vegar í heiminum. Í staðinn þarf maður að vera reiðubúinn að hýsa aðra ferðalanga. Stofnandi couchsurfing.com er Bandaríkjamaður að nafni Casey Fenton sem ferðaðist til Íslands á sínum tíma. Í stað þess að gista á hóteli vildi hann kynn- ast heimamönnum og Reykjavík eins og þeir þekkja hana. Hann sendi því 1.500 nemendum við Háskólann í Reykjavík tölvupóst og bað einhvern um gistingu. Það bar árangur; tugir manna svör- uðu og buðust til að hýsa Fenton, sem stofnaði heimasíðuna í kjöl- farið. Sófaflakkarar fyrirfinnast nú um allan heim, þar af eru um 200 á Íslandi. Þeirra á meðal er parið Sigrún Vala Þorgrímsdóttir háskólanemi og Þórgnýr Thor- oddsen kvikmyndagerðarmaður. Þau eru nýkomin heim úr sinni fyrstu gistiferð til Hollands. „Við fórum út í þarsíðustu viku og það gekk mjög vel. Við eigum klár- lega eftir að nýta okkur þennan gistimáta aftur.“ Sigrún Vala og Þórgnýr hafa aftur á móti hýst þeim mun fleiri frá því að þau skráðu sig á vef- síðuna. „Það gistu hjá okkur fjór- tán manns í júlí og annar eins fjöldi í ágúst,“ segir Sigrún Vala. „Við vorum mjög heppin með gesti. Þetta var allt fínt fólk sem eldaði fyrir okkur og færði okkur gjafir frá sínu landi. Það má því segja að um leið og þau kynntust Íslandi fengum við líka að kynn- ast broti af þeirra heimahögum, þeirra menningu og kynntumst þeirra sjónarhorni á Ísland, sem er mjög verðmætt.“ Sigrún Vala segir að miklar varúðarráðstafanir séu gerðar til að tryggja að fólk fái ekki vafasama einstaklinga í heim- sókn. „Til þess borgum við félagsgjald, til að halda vefsíð- unni gangandi og til að tryggja öryggið. Þeir sem hýsa sófa- flakkara verða vitaskuld að sam- þykkja gestina sem þeir taka við. Að heimsókninni lokinni er hægt að gefa gestunum meðmæli á vefsíðunni og ef maður er svo óheppinn að fá einhvern furðu- fugl í heimsókn þá ræður maður öðrum einfaldlega frá því að hýsa hann.“ Sigrún Vala segir að fyrir utan peninga sem sparast sé sófaflakk góð leið til að kynnast heima- mönnum á fjarlægum slóðum. „Þegar maður gistir á hóteli kynnist maður sjaldan heima- mönnum og fer yfirleitt bara á vinsælustu túristastaðina. Með þessu móti kynnist maður fólk- inu í landinu og heimsækir staði sem maður myndi annars ekki frétta af og fær miklu meira út úr ferðinni.“ Sofið í ókunnugum sófum Harmonikuunnendur á Íslandi eiga veislu í vændum því hinn frábæri sænski harmonikuleik- ari Lars Holm heldur hér tvenna tónleika, í Skagafirði og Garða- bæ. Holm er einn færasti harmoniku- leikari Svía og einn virtasti harm- onikuleikari Evrópu. Hann hefur lengi starfað sem kennari við Tón- listarháskólann í Málmey og Kon- unglegu tónlistarakademíuna í Kaupmannahöfn með harmoniku sem aðalhljóðfæri og samið kennsluefni fyrir harmonikunem- endur. Undanfarin ár hefur Holm ferðast vítt og breitt um heiminn og haldið námskeið. Ljóst er því að hér er um mikinn hvalreka að ræða fyrir íslenskt tónlistarlíf. Harmonikuakademían á Íslandi hefur veg og vanda af komu Holms hingað sem heldur sína fyrstu tónleika á föstudagskvöld í Steinastaðaskóla í Skagafirði, þar sem hann kynnir fyrir áheyr- endum tónlist frá ýmsum heims- hornum. Á laugardag stýrir Holm, á sama stað, námskeiði fyrir harmonikukennara og lengra komna nemendur. Þar verður einnig samankominn hópur forystumanna og -kvenna harmonikufélaga um land allt vegna landsfundar Sambands íslenskra harmonikuunnenda. Lars Holm rekur smiðshöggið á Íslandsför sína með tónleikum í sal Tónlistarskóla Garðabæjar á sunnudagskvöld. Lars Holm kemur til Íslands Selavinur Best að klikka þá ekki Sammála Stefáni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.