Fréttablaðið - 20.09.2007, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 20.09.2007, Blaðsíða 28
Jóna Björg Jónsdóttir hannar undir nafninu jbj design og hefur síðustu misseri vakið athygli fyrir frumlega og þjóðlega hönnun. Hún tók þátt í tísku- sýningu í Rostock í Þýskalandi fyrr í mánuðinum og vakti þar mikla lukku. Tískusýningin var haldin í kirkju heilags Nikulásar sem byggð var árið 1350. Í dag er kirkjan aðallega notuð til sýninga- og tónleikahalds. Þessi tískusýning á vegum KwAgentur var haldin í áttunda sinn og voru um 500 manns viðstaddir sýninguna. En hvernig kom það til að Jóna Björg fór að sýna hönnun sína í Rostock? „Skipuleggjendur sýningarinnar óskuðu sérstaklega eftir íslenskri hönnun eftir að hafa séð íslensku fata- og vöruhönnun- arsýninguna sem haldin var í Berlín í mars síðastliðn- um. Mér var boðið að koma og sýna tíu fatasett úr ull og silki fyrir konur á öllum aldri og þáði ég boðið og hélt til Rostock fyrir rúmri viku,“ útskýrir Jóna Björg. Þetta var í fyrsta sinn í sögu sýningarinnar sem íslensk fatahönnun var til sýnis og er skemmst frá því að segja að fatnaður Jónu Bjargar vakti mikla athygli og ánægju. „Það var ævintýri líkast að sjá eigin framleiðslu á sviði í Norður-Þýskalandi. Umgjörðin var sérstaklega skemmtileg í þessari gömlu kirkju. Kynnir sýningar- innar var þekkt þýsk leikkona og hún lýsti því hvernig fatnaðurinn bæri liti og áferð íslenskrar náttúru og væri að mörgu leyti eins og landslagsmálverk,“ segir Jóna Björg stolt. Jbj design framleiðir dömulínu fyrir konur á öllum aldri og eru vörurnar framleiddar úr ull og silki. Efnið er útbúið um leið og flíkin og minnir ferlið því svolítið á skúlptúragerð eða leirvinnslu. Hver flík er einstök og engar tvær eins. Við framleiðslu er notað vatn, hiti, núningur og hrein íslensk jurtasápa sem inniheldur ein- göngu náttúruleg efni sem brotna auðveldlega niður. Engir mengandi þættir koma við sögu og er þetta því afar umhverfisvæn fram- leiðsla. Auk þessa er allt silkið fengið með sanngjörnum viðskiptum eða „fair trade“ þar sem allir sem koma að fram- leiðslunni fá borgað fyrir vinnu sína. Jóna Björg hefur ýmislegt á prjónun- um og sagði hún okkur frá því helsta. „Núna á laugardaginn verður opnuð sýning í Gerðubergi, „Handverkshefð í hönnun,“ og mun ég taka þátt í henni. Síðan tek ég þátt í Ráðhúsmarkaðnum í annað sinn,“ segir Jóna Björg. Hægt er að skoða vörur jbj design betur á heimasíðunni www.jbj.is og heimsækja gallerí og verslun í Skólagerði 5. Íslensk hönnun í Rostock COMB &CARE Fæst í apótekum um land allt. Sjampó og næring til varnar flóka • Mild formúla sem svíður ekki undan. • Sterkt flókavarnarefni fyrir sítt hár. • Hárið verður hreint, mjúkt og viðráðanlegt. • Endingargóður ilmur. Flókasprey og flókahárkrem • Verndar raka hársins með B5 vítamíni. • Fjarlægir flóka, auðveldar greiðslu og verndar hreinlæti hársins. • Endingargóður ilmur. Auðvelt í notkun – frábær árangur (Lúsaforvörn) Lúsin helst síður í vel hirtu hári. Inniheldur rósmarín sem fælir lúsina frá. Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt til að klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silf- urplett.Við eigum líka fægilög,fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa. SENDUM Í PÓSTKRÖFU. SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. Flottir leðurjakkar á góðu verði Smáralind, sími 5288800, www.drangey.is Þægilegur, saumlaus og fallegur fatnaður. S. Gunnbjörnsson ehf. Nýtt á Íslandi! NO STRESS NÝTT Fáðu fæturna mjúka og fína á 2 vikum með Flextiol Útsölustaðir: Fótaaðgerðastofurnar og Snyrtistofurnar Eygló, Paradís, Líf, Jóna og Aníta Vestmannaeyjum, Ásdísar í GB. Spar, Þín verslun Kópavogi, Fjarðarkaup HFJ og Lipurtá, Lyfja, Fótaaðgerðastofa Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.