Fréttablaðið - 20.09.2007, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 20.09.2007, Blaðsíða 70
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Ég er mjög ánægður með þetta framtak hjá honum og ég skil ekki fólk sem er að agnúast eitthvað út í þetta verk. Þorgrímur er af ein- skærri góðmennsku að skrifa þessa bók og fólk á að sýna honum tilhlýðilega virðingu,“ segir Egill „Gilzenegger“ Ein- arsson um væntanlega bók Þorgríms Þráinssonar, Hvernig á að gera kon- una þína hamingjusama: Skemmtilegra kynlíf, fallegri samskipti, meira sjálfsöryggi, en svo virðist sem faðir Gilzenegger-stefnunnar sé loksins kominn í leitirnar. „Já, það má kannski segja það,“ viðurkennir Egill sem heldur vart vatni yfir knattspyrnuhetjunni fyrrver- andi. En rétt eins og alltaf eru faðirinn og afkvæmið ekki alltaf sammála og Gilzen- egger gefur lítið fyrir raksturleysi og hár- fjölda fyrir neðan beltisstað hjá körl- um eins og Þorgrím- ur hefur predikað að undanförnu. Sjálfur lýsti Egill því yfir í bókinni Biblíu fallega fólksins að það væri lykilatriði að góðu gengi á skeiðvellinum að vera með fallega og vel snyrta bíkinirönd. „Ég get því ekki verið sammála Þor- grími þarna en hann er náttúrlega ekki fullkominn og það kemur ekki að sök enda er heildarhugmyndin hjá honum góð,“ segir Egill. Og kraftlyftingamaðurinn segir að menn ættu að taka Þorgrím sér til fyrirmyndar, fáir karlmenn á þessum aldri séu í jafngóðu formi. „Ég væri sko alveg til í að lyfta með honum, ef Þorgrím vantar lyftinga- félaga skal ég glaður henda út öllum mínum gömlu félögum og taka á móti Þorgrími.“ Papa-Gilz kominn í leitirnar „Ég fæ mér hafragraut, það tekur hálfa mínútu á gasinu og endist manni fram yfir tólf. Svo er hægt að bragðbæta hann með rúsínum og eplum ef maður kærir sig um, það er mjög gott. Svo er hann líka grennandi.“ „Þetta gekk bara vel fyrir sig, átakalaust. Þórhallur var mjög samvinnuþýður og lipur og þakk- aði fyrir framkvæmd framtaks- ins,“ segir Halldór Eldjárn, 16 ára menntaskólanemi, sem stóð fyrir undirskriftasöfnun til stuðnings Randveri Þorlákssyni. Randver var sem kunnugt er rekinn úr Spaugstofunni og skrifuðu rúm- lega tvö þúsund manns nafn sitt á listann þar sem þess var krafist að hann fengi að snúa aftur. Undir- skriftasöfnunin stóð í tæpa viku. „Þórhallur stóð samt sem áður fast á sínu og sagði að ef Randver kæmi aftur í Spaugstofuna þá væri það sem gestaleikari,“ segir Halldór sem hitti Þórhall Gunn- arsson, dagskrárstjóra Sjónvarps- ins, í gærdag. Við það tækifæri klæddist Halldór forláta stuttermabol sem hann lét sjálfur útbúa. Á bolnum var mynd af Randveri Þorlákssyni og áletrunin „Randver í myndver“. Barátta Halldórs snerti augljós- lega taug í Randveri því Halldór fékk símtal frá leikaranum eftir að Fréttablaðið sagði frá undir- skriftasöfnuninni á laugardag. „Hann hringdi klukkan ellefu á laugardagsmorgun og þakkaði hugulsemina. Það var virkilega gaman að heyra frá honum, sér- staklega þar sem hann hlýtur að vera alveg niðurbrotinn eftir brottreksturinn. En það er greini- legt að þetta hefur borið einhvern árangur og huggar hann eitthvað en gefur honum um leið tækifæri til að koma inn sem gestaleikari. Málinu er lokið af minni hálfu nú, fyrir utan að ég myndi vilja fá svör frá Þórhalli við einu: Af hverju Randver en ekki einhver annar?“ „Mér leist mjög vel á þetta framtak hjá Halldóri. Það er gott að fólk finni fyrir stuðningi með þessum hætti og um leið gott fyrir okkur að fá aðhald,“ sagði Þórhall- ur Gunnarsson í samtali við Frétta- blaðið. „Ég tek fullt tillit til þess- ara athugasemda og get upplýst það hér að Randveri hefur verið boðið að vera gestaleikari í Spaug- stofunni í vetur. Hins vegar get ég ekki tjáð mig um einstök mál eins og Halldór fer fram á. Ég get sagt það eitt að þá ákvörðun að samn- ingur Randvers var ekki endurnýj- aður tók ég einn í apríl síðastliðn- um og hinir Spaugstofumennirnir mótmæltu henni harðlega. Það er ekki rétt sem einhverjir hafa vilj- að halda fram að þeir hafi komið að ákvörðuninni. Þetta eru vinir til margra ára og þeir voru ekki að stinga hann í bakið. Þeir börð- ust aftur á móti fyrir sinn mann.“ Fyrirtækið Stjörnustelpur hóf rekstur hinn 1. september síðast- liðinn og er þegar orðinn vinsæll staður til veisluhalda fyrir stelpur á aldrinum 3-11 ára. Á heimasíðu Stjörnustelpna, stjornustelpur.is, kemur fram að börnunum standi meðal annars til boða handsnyrt- ing og förðun. Starfsemin virðist hafa farið fyrir brjóstið á ein- hverjum því á póstlista Femínista- félagsins hafa sumir lýst vanþókn- un sinni. Natalia Vico er eigandi Stjörnu- stelpna. Hún segist lítið gefa fyrir slíka gagnrýni. „Handsnyrtingin felst einfaldlega í því að við setj- um límmiða á neglurnar, blóm og annað í þeim dúr, enda er þetta fyrir börn. Fólk ætti kannski að leita sér upplýsinga áður en það fer að segja einhverja vitleysu. Svo erum við með snyrtisvæði þar sem við setjum stjörnur og þess háttar á andlit stelpnanna með glimmeri. Það er nú öll förðunin.“ Natalía segir hugmyndina komna frá Bandaríkjunum. „Þetta er mjög vinsælt bæði þar og í Suður-Ameríku. Við vildum bjóða upp á stað þar sem foreldrum gefst kostur á að halda upp á afmæli og njóta þess án þess að þurfa að hafa áhyggjur af nokkru. Nú eru einnig uppi hugmyndir um að opna svipaðan stað fyrir stráka ef rekstur Stjörnustelpna gengur vel. Það er því margt spennandi í gangi.“ Förðun fyrir þriggja ára stelpur ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Rafmagnstalíur Keðjutalíur og víratalíur Aflið nánari upplýsinga hjá sölumönnum. DEMAG ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Loftpressur Mikið úrval loftpressa fyrir iðnfyrirtæki, iðnaðarmenn og í bílskúrinn. Hagstætt verð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.