Fréttablaðið - 20.09.2007, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 20.09.2007, Blaðsíða 66
Meistaradeild Evrópu: 1. deild karla: Thierry Henry, fyrrver- andi leikmaður Arsenal, segir að liðið spili betur án sín. „Núna spilar liðið betri fótbolta, þeir nýta liðsheildina, sem þýðir einfaldlega að hver einstaklingur í liðinu hefur ýtt leik sínum upp á hærra plan.“ Henry tekur því undir með Cesc Fabregas, sem hélt þessu fram á dögunum. - Arsenal spilar betur án mín Michel Platini, forseti UEFA, telur að aukin áhrif peninga séu að eyðileggja evrópskan fótbolta og hyggst berjast gegn þróuninni. „Pening- ar hafa alltaf fylgt fótboltanum, en fram að þessu hafa þeir ekki verið mælikvarði á árangur liða, en það gæti verið að breytast. Mér sýnist allt stefna í að velgengni liða verði mæld í peningalegri stöðu þeirra, frekar en fjölda bikara.“ En Platini hefur meðal annars formlega óskað eftir aðstoð Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, í baráttu sinni. - Peningar eyði- leggja boltann Ensku liðin Manchester United og Arsenal unnu góða sigra í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í gær. Manchester vann góðan útisigur á Sporting, 1-0, en Arsenal lagði Sevilla 3-0. Man. United áttu í nokkrum erf- iðleikum í fyrri hálfleik gegn Sporting, en allt annað var að sjá liðið í seinni hálfleik og var Christiano Ronaldo þar í aðalhlut- verki. Það var einmitt Ronaldo sem skoraði mark United með glæsilegum skalla, eftir sendingu frá Wes Brown, þegar um stundar- fjórðungur var liðinn af seinni hálfleik og þar við sat. Alex Ferguson, stjóri United, var afar sáttur í leikslok. „Mér fannst við koma sterkir inn í seinni hálfleik og sigurinn er gott vega- nesti fyrir okkur í keppninni. Þeir áttu sín færi í leiknum, en mér fannst þeir samt aldrei ná að opna okkur alveg,“ sagði Ferguson. Arsenal sýndi nýliðum Sevilla í Meistaradeildinni enga miskunn og skellti þeim 3-0 á heimavelli sínum. „Fabregas er í ótrúlegu formi í augnablikinu, hann er að bæði að skora og leggja upp mörk. Reynd- ar spilar allt liðið mjög vel og ég er spenntur að sjá hversu langt við náum í ár,“ sagði einn marka- skorara Arsenal, Robin Van Per- sie, í leikslok. Barcelona vann góðan heima- sigur á Lyon þar sem Lionel Messi fór mikinn, skoraði og lagði upp mark. Henry skoraði síðan sitt fyrsta mark fyrir Barcelona undir lok leiksins. Eiður Smári Guðjonhsen var ekki í leikmannahópi Barcelona í gær en unglingarnir Dos Santos og Krkic voru aftur á móti á bekknum. Ítölsku meistararnir í Inter máttu sætta sig við tap gegn Fen- erbahce, en mark Tyrkjanna var af dýrari gerðinni og það skoraði David undir lok fyrri hálfleiks, en Roberto Carlos, fyrrum leikmaður Inter, átti þátt í undirbúningi marksins með góðum spretti upp vinstri kantinn. - Fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lauk í gær með átta leikjum. Ensku liðin Manchester United og Arsenal unnu bæði sína leiki og Barcelona vann góðan sigur á Lyon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.