Fréttablaðið - 20.09.2007, Blaðsíða 66
Meistaradeild Evrópu:
1. deild karla:
Thierry Henry, fyrrver-
andi leikmaður Arsenal, segir að
liðið spili betur án sín. „Núna
spilar liðið betri fótbolta, þeir
nýta liðsheildina, sem þýðir
einfaldlega að hver einstaklingur
í liðinu hefur ýtt leik sínum upp á
hærra plan.“ Henry tekur því
undir með Cesc Fabregas, sem
hélt þessu fram á dögunum. -
Arsenal spilar
betur án mín
Michel Platini, forseti
UEFA, telur að aukin áhrif
peninga séu að eyðileggja
evrópskan fótbolta og hyggst
berjast gegn þróuninni. „Pening-
ar hafa alltaf fylgt fótboltanum,
en fram að þessu hafa þeir ekki
verið mælikvarði á árangur liða,
en það gæti verið að breytast.
Mér sýnist allt stefna í að
velgengni liða verði mæld í
peningalegri stöðu þeirra, frekar
en fjölda bikara.“ En Platini hefur
meðal annars formlega óskað
eftir aðstoð Gordon Brown,
forsætisráðherra Bretlands, í
baráttu sinni. -
Peningar eyði-
leggja boltann
Ensku liðin Manchester
United og Arsenal unnu góða sigra
í fyrstu umferð Meistaradeildar
Evrópu í gær. Manchester vann
góðan útisigur á Sporting, 1-0, en
Arsenal lagði Sevilla 3-0.
Man. United áttu í nokkrum erf-
iðleikum í fyrri hálfleik gegn
Sporting, en allt annað var að sjá
liðið í seinni hálfleik og var
Christiano Ronaldo þar í aðalhlut-
verki. Það var einmitt Ronaldo
sem skoraði mark United með
glæsilegum skalla, eftir sendingu
frá Wes Brown, þegar um stundar-
fjórðungur var liðinn af seinni
hálfleik og þar við sat.
Alex Ferguson, stjóri United,
var afar sáttur í leikslok. „Mér
fannst við koma sterkir inn í seinni
hálfleik og sigurinn er gott vega-
nesti fyrir okkur í keppninni. Þeir
áttu sín færi í leiknum, en mér
fannst þeir samt aldrei ná að opna
okkur alveg,“ sagði Ferguson.
Arsenal sýndi nýliðum Sevilla í
Meistaradeildinni enga miskunn
og skellti þeim 3-0 á heimavelli
sínum.
„Fabregas er í ótrúlegu formi í
augnablikinu, hann er að bæði að
skora og leggja upp mörk. Reynd-
ar spilar allt liðið mjög vel og ég
er spenntur að sjá hversu langt
við náum í ár,“ sagði einn marka-
skorara Arsenal, Robin Van Per-
sie, í leikslok.
Barcelona vann góðan heima-
sigur á Lyon þar sem Lionel Messi
fór mikinn, skoraði og lagði upp
mark. Henry skoraði síðan sitt
fyrsta mark fyrir Barcelona undir
lok leiksins.
Eiður Smári Guðjonhsen var
ekki í leikmannahópi Barcelona í
gær en unglingarnir Dos Santos
og Krkic voru aftur á móti á
bekknum.
Ítölsku meistararnir í Inter
máttu sætta sig við tap gegn Fen-
erbahce, en mark Tyrkjanna var
af dýrari gerðinni og það skoraði
David undir lok fyrri hálfleiks, en
Roberto Carlos, fyrrum leikmaður
Inter, átti þátt í undirbúningi
marksins með góðum spretti upp
vinstri kantinn. -
Fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lauk í gær með átta leikjum. Ensku liðin Manchester
United og Arsenal unnu bæði sína leiki og Barcelona vann góðan sigur á Lyon.