Tíminn - 08.03.1981, Page 2

Tíminn - 08.03.1981, Page 2
Fáeinar laglegar visur úr gmsum áttum: „Nú er bjart í beituskúr, blikar skartið kvenna” Lifsgleöin er ekki húsavönd. Þaft er ekki sjálfgefift, aft hjarta mannsins verfti glaftara i stórum og íburftarmiklum húsakynnum en hinum fátæklegustu afdrepum. Lffshamingjan er nefnilega hvorki gulláimur né palisander, heldur hugarástand efta tilfinn- ing, skammvinn efta varanleg eft- ir atvikum. Löngu fyrir daga þess aragrúa vínveitingastaða, er nú hefur ver- iö ungað út i kaupstöðum og bæj- um, og áður en nokkurt hinna myndarlegu félagsheimila var til orðið, kom fólk saman sér til yndis og ánægju, er engan baga leið, þótt húsakynni væru órifleg. Þannig var kannski slegið upp böllum i beituskúrum með ágæt- um árangri, og um þess konar gleöskap vitnar þessi visa Jóns Rafnssonar, sem ef til vill hefur verið ort i Vestmannaeyjum: Nú er bjart I beituskúr, blikar skartiö kvenna, flyja artir fjötrum úr, finnst mér hjartaft brenna. Þannig var þetta i beituskúrn- um niðri við höfnina eða vörina. En þaö voru til fleiri skúrar, þar sem lffsyndinu þótti viðfelldið að búa um sig i hjörtum mannanna. Fræg er visa um skúrinn á Vaðla- heiöi: Oft á hausti svannar sungu sætt í moll og dúr I Vaftlaheiftarvegamanna- verkfærageymsluskúr. Skyldu margar gleðistundir i hinum dýrustu viðhafnarsölum verða öllu langlifari i endurminn- ingunni en hin söngværu haust- kvöld i verkfæraskúrnum á Vaðlaheiöi? Ef þú hyggst fjárfesta í Ijósrit- unarvél, þá er svariö: Canon Canon býöur stærri og smærri gerðir. NP-200 á Kr. 34.5000.00! 20 afrit pr. mín., duftvél, tekur aö stæröinni A3. NP-30 á kr. 19.970.00! 12 afrit pr. mín. tekur að stæröinni B4 og á glærur. Athugið: Enginn annar býöur samsvarandi vélar á lægra veröi. og gæöi þekkja allir. Leitið upplýsinga. Shrifúélin hf Suðurlandsbraut 12. Sími 85277. FJÖLEIGN hf. félag áhugamanna um flugrekstur hefur opnað skrifstofu að Rauðarárstig 31 (áður bilaleigan Falur.) — Skrifstofan verður opin vikulega mánudaga til föstudaga, kl. 2-6 eftir hádegi. Simi 26822. Þeir sem óska enn að gerast hluthafar geta snúið sér til skrifstofunnar og fengið þar afgreiðslu. Einnig eru veittar allar upplýsingar um helztu viðfangsefni félagsins. Stjórnin. öllu víöari samkomusal hefur Ólína Jónasdóttir á Sauðárkróki haft fyrir sér, þegar þetta var kveðið: Frjálsri gleði fagna skal, fjölbreytt skeftur gaman. Hlýnar geð í hamrasal, hlegift og kveftið saman. Á fjörur okkar hefur rekið þessa vísu, sem séra Hjálmar Jónsson á Sauöárkróki orti um Guðlaug Arason rithöfund, og fylgir henni sú skýring, að þeir voru samtiða i Húnavallaskóla: Hans er brellift hugarþel, haus af dellu bólginn. Annars fellur okkur vel vift eldhúsmelludólginn. Margir hafa kveðið fagurlega um æskustöövar sinar, ekki sizt þeir, sem burt hafa flutzt og dval- izt langdvölum á öörum slóðum. Þannig kvað Guðrún Arnadóttir frá Oddsstöðum um Borgarfjörð: Kæti veitir kærust sveit, kjörum breyta náfti. Aldrei leit ég annan reit, er ég heitar þráfti. Eftir hana er lika þessi visa, og ber þar að sama brunni og i hinni fyrri: Ekki er margt, sem eins á jörð yljar hjarta minu, sjái ég bjartan Borgarfjörð, búinn skarti sinu. Aftur á móti gat verið tvennt um móttökur: Faftmi þinum fell ég aft framandi og einskis virfti. Engan visan á ég staö eina nótt i Borgarfirði. Guðrún átti i Borgarfjörð að sækja úr Reykjavlk. Steinbjörn Jónsson var frá Háafelli i Hvitár- siðu og fluttist norður i Húna- vatnssýslu. Hann kvaö, er hann eitt sinn kom suður um heiðar: Birtast minnar bernsku lönd, bjart er um hlift og leitin. Falla eins og hanzki að hönd heiðrikjan og sveitin. Birtast mér um Borgarfjörð byggftalöndin friftu, en áfengustum ilmi úr jörft andaði i Hvitársiðu. Hjörtur Glslason á Akureyri var ættaður úr Húnaþingi, og þannig kvað hann: Þegar vorift vængjablátt um ver og dali streymir, horfins tima hófaslátt Húnvetninginn dreymir. Páll Guðmundsson á Hjálms- stöðum orti að vorlagi, þegar bjart var yfir: Sólarbaugur bjartur hlær, brenna taugar halnum. Meðan augaft opnast fær ann ég Laugardalnum. Konráð Vilhjálmsson frá Hafralæk kvað við heimkomu i Aðaldal: Dvínar kali I muna mér, melur, bali þánar, 'fram f dalinn fagra sér, fjallasalur blánar. Heimavengi sé ég senn, svás þar engi spretta. Laxárstrengi óma enn ofan úr þrenging kletta. Guðmundur Sigurðsson frá Heggsstöðum gerði þessa visu um heimkynni sin, Hnappadalinn: Æskan geymir ylinn sinn, unað dreymir falinn. Alltaf sveimar andi minn aftur heim i dalinn. Þessu má svo ljúka með visum eftir ólinu Andrésdóttur,er hún kvað um Breiöafjörðinn sinn: Sé ég landift hljótt og hlýtt handaband þitt strjúka, heyri þig anda undurblitt upp vift sandinn mjúka. Og friðarboga faftmlags til faðminn toga bláa, glampa og loga af Ijósi og yl lygna voga og gljáa. Skin f heiöi himins frítt, heldur á leiðum vörftinn, lætur greiftast ljúft og blítt Ijós inn Breiftafjörðinn. Oddng Guðmundsdóttir: Orðaleppar („Það ku vera”) Einhvers staðar á landinu er það lík- lega venja að segja: Það ku vera. En varla er ástæða til, að við, sem aldrei höfum vanizt þessu, tökum það eftir. Alltaf var sagt greinilega ,,kvað“, en ekki „ku": Hann kvað vera ríkur. Það kvað vera reimt í kofanum. En svo kom Kiljan og sagði ,,ku". Og sögufólk hans sagði ,,ku". Þá héldu blaðamenn og aðrir enn minni spámenn, að þeir gætu líka nálgast frægðina svolítið með því segja „ku". Nýjungagjörn æskan hélt, að þetta væri f ínt og sagði „ku". „Þá kom Þrí- björn, tók í Tvíbjörn, Tvibjörn í Ein- björn, Einbjörn í kerlinguna, kerlingin í karlinn, karlinn í rófuna — og þá slitnaði rófan", segir ævintýrið. Ætli sá, sem upphaflega tók ástfóstri við „kuið", sé ekki orðinn leiður á þessum ósköpum? Stundum dettur einhverjum í hug sjaldgæft og smellið orð, sem honum þykir eiga við í það skiptið. Óðar grípa blaðamenn orðið á lofti og halda, að það eigi alls staðar við. Einkum er voðinn vís, ef frægur maður lætur sér eitthvað óvenjulegt um munn fara. Ætli tízka orðalagsins að berja augum sé ekki þannig til komin? Allt í éinu var þetta komið alls staðar eins og boðflenna: Við börðum bilinn auqum. Ég barði matinn augum. Hann barði klukkuna augum. Alls staðar sömu augnabarsmíðarnar. Blaðamaður get- ur ekki vænzt þess að teljast „góður penni", ef hann segir bara: Við sáum bílinn og hann leit á klukkuna. Hvaða erindi ætli forneskjuorðið „spúsa" eigi inn í daglegt mál blek- iðjumanna í staðinn fyrir eiginkona? Satt er það, að stundum grafa hag- leiksmenn upp eldforn orð. En þá fara þau svo vel i nútímamáli, að okkur grunar ekki, hvað þau eru langt að komin. En „spúsan" á hvergi heima nema í Gerplu. Þar kom hún að óvör- um og gladdi eyrað eins og f leiri f urð- ur í þeirri' bók. Slæmt, að ekki skuli vera hægt að friða Gerplu fyrir grip- deildum. Það er ekki eins gaman að opna hana núna, síðan skemmtilegu orðin fóru að sjást á glámbekk, þar sem þau verða eins og hver önnur mis- smíði. Það er ekki fallegt til afspurnar, ef satter, að einhverjir hafi „leiðrétt" i handriti gamals manns orðið „hyski" í gömlu merkingunni fjölskylda. Kannske var það þó happ með óhappi. Blaðamenn hefðu verið vísir til að fara að tala um hyskisfeður og vísi- töluhyski. Oddný Guðmundsdóttir.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.