Tíminn - 08.03.1981, Page 8
L^iíiílm
AUGLÝSING
Frá Heilbrigðiseftirliti rikisins um
eyðingu á rottum og músum
Heilbrigðiseftirlit rikisins vill vekja at-
hygli á lögum nr. 27/1945 um eyðingu á
rottum og heilbrigðisreglugerð nr.
45/1972, þar sem bæjar- og sveitar-
stjórnum er gert skylt, vor og haust, að
gangast fyrir eyðingu á rottum. Heil-
brigðisnefndir skulu mæla fyrir um að-
geröir til upprætingar á rottum, músum
og öðrum meindýrum. Sérstaklega skal
þeim aðilum, sem framleiða, geyma,
dreifa og selja matvæli og dýrafóður, bent
ánauðsynþess, að viðkomandi húsnæði sé
rottu- og músarhelt og varið öðrum mein-
dýrum eftir föngum.
Framleiðendur og innflytjendur matvæla
og fóðurvöru skulu sérstaklega hafa i
huga eftirfarandi:
1. Að dyrabúnaöur, gluggar, lofttúður og annar álika
búnaður sé rottu- og músarheldur.
2. Að húsnæði og tækjabúnaði sé haldið vel hreinum, og
ekki safnist fyrir matvæla- eða fóðurleifar.
3. Að niðurföll og vatnslásar séu i lagi.
4. Að greiður gangur sé milli vörustæða og gott bil og góð
lýsing milli veggja og stæða til þess að auðvelda þrif.
5. Aðskilja ekki eítir opnar umbúðir (poka) og gera þegar
i stað við þær, ef þær laskast.
6. Að gæta þess aö vörustæður standi ekki óhreyfðar i
lengri tima.
7. Að mjög æskilegt er að pökkun og geymsla dýrafóðurs
sé aðskilin.
8. Að stöðugar aðgerðir til eyðingar nefndum meindýrum
eru árangursrikastar.
Geymið Auglýsinguna!
Heilbrigðiseftirlit rikisins.
Tilboð óskast i eftirtaldar bifreiðar, sem
verða til sýnis þriðjudaginn 10. mars 1981,
kl. 13—16 i porti bak við skrifstofu vora, að
Borgartúni 7:
Chevrolet Nova fólksbifreið...................árg. 1977
Mercury Comet fólksbifreið...................árg. 1976
FordEscortfólksbifreið.......................árg. 1976
Chevrolet Sport Van...........................árg. 1976
FordBronco ..................................árg. 1974
Ford Bronco .................................árg. 1974
FordBronco ..................................árg. 1973
VolvoP144fólksbifreið .......................árg. 1973
Land Rover bensin........................... árg. 1970
Land Rover diesel.............................árg. 1973
Land Rover bensin ...........................árg. 1973
Land Rover bensin.............................árg. 1973
LandRoverDiesel...............................árg. 1974
Land Rover diesel.............................árg. 1975
Land Rover diesel.............................árg. 1975
Chevrolet sendiferöabifreið ..................árg. 1973
Volkswagen 1200fólskbifreið...................árg. 1973
Ford 4X4pic-up................................árg. 1973
Volkswagen Combi fólksbifreið (skemmd)........árg. 1978
FordD 300 vörubifreið.........................árg. 1967
Ladastation...................................árg. 1977
Scania vörubifreiö............................árg. 1967
BMW mótorhjól.................................árg. 1965
Evenrude vélsleði ógangfær
Johnson vélsleöi ógangfær
Til sýnis hjá Véladeild Vegagerðar rikis-
ins Akureyri:
Volkswagen 1200fólksbifreið.......................árg. 1972
Volkswagen 1200 fólksbifreið .....................árg. 1972
Land Rover diesel.................................árg. 1974
Land Rover bensin..................................árg. 1973
Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16:30,
að viðstöddum bjóðendum. Réttur er
áskilin að hafna tilboðum sem ekki teljast
viðunandi.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Sunnudagur 8. mars, 1981.
Kúrdneski ritliöfundurinn Mehmet Emin Bozarslan með stafrófskveriö, sem kostaði hann fang-
elsisdóm.
Tugthússök
að semja
stafrófskver
á kúrdnesku
Stafrófskver cru að jafnaði
ekki talin til svo stórhættulegra
bóka, að þung refsing liggi við
að semja þau og nota. Ekki
verður þaö þó að saklausu gert i
öllum löndum. t Tyrklandi er
þaö tukthússök aö fá börnum
Kúrda i hendur stafrófskver á
kúrdnesku. (Æ, eru Tyrkir
annars ekki i bandalagi, sem
sérstaklega var til þess stofnaö
aö standa vörö um frelsi og
mannréttindi i veröldinni?).
Mehmet Emin Bozarslan
heitir rithöfundur af þeim kyn-
þætti Kúrda, er býr innan
landamæra Tyrklands. Arið
1967 tók hann að semja stafrófs-
kver á kúrdnesku, þótt hann
vissi raunar fyrirfram að þvilik
bók yrði forboðin.
— Landar minir lifa við mik-
inn háska, og margir þeirra vita
ekki hvar og hvenær leiðarlok
verða, segir Bozarslan. Þá
vantaði sárlega stafrófskver,
svo að börnin gæti lært að lesa
móðurmálið, og mér fannst mér
skyldara að bæta úr þeirri þörf
en mörgum öðrum, þótt ég
gengi ekki að þvi gruflandi,
hvað það gat kostað mig.
Bozarslan var eitt ár að
semja stafrófskverið, og það
var þrautin þyngri að finna for-
ráöamenn prentsmiðju, sem
þyrði að prenta það. Loks tókst
að finna slikan mann i Istanbúl.
Viö prentunina var unniö á laun
að næturþeli, og öllu upplaginu,
tiu þúsund eintökum, tókst að
koma út úr prentsmiðjunni, án
þess að lögreglan kæmist á
snoöir um þaö.
1 októbermánuði 1968,
tveimur dögum eftir að byrjað
var að dreifa kverinu, var
Bozarslan handtekinn. Tveir
dómstólar, annar i heimahéraði
hans, Diyarbekir, og hinn i
Istanbul, lýstu bókina ólöglega
og útgáfu hennar afbrot. Eftir
fjóra mánuði var þó Bozarslan
sleppt úr fangelsi.
Bozarslan hefur skrifað átján
bækur, á kúrdnesku og tyrk-
nesku. Hann var fangelsaður á
ný árið 1970 en látinn fljótlega
laus, en eftir herforingjabylt-
inguna i marzmánuði 1971 var
hann einn fjölmargra, lýðræðis-
sinnaðra menntamanna af tyrk-
nesku og kúrdnesku bergi, er
leiddir voru fyrir herdómstól og
dæmdir til fangavistar til lang-
frama. Honum var ekki sleppt
fyrr en árið 1974, þegar heita
átti, að horfið væri afttur að lýð-
ræðisháttum. En Sú dýrð varð
skammvinn. Aftur syrti i álinn,
og árið 1978 flúði Bozarslan land
með fjölskyldu sina. Hann
komst til Sviþjóðar.
I Sviþjóð hefur hann kennt
börnum kúrdneskra flótta-
manna móðurmál sitt, og þar
hefur hann látið prenta litla
stafrófskverið sitt á ný.
Þetta er ósköp hversdagslegt
stafrófskver með myndum af
börnum, blómum, dýrum og
flugum. En það er lykill að
tungu Kúrda og hún hefur verið
bönnuð i Tyrklandi siðan á
þriðja tug aldarinnar.
Fyrir heimsstyrjöldina fyrri
lutu fjölmargar þjóðir
Tyrkjasoldáni, og þá voru mörg
tungumál leyfð, þar á meðal
kúrdneska, sem er mál af
indógermönskum stofni og
harla ólikt tyrknesku. Þá var
talsvert til af kúrdneskum bók-
um, sem prentaðar voru með
arabisku letri, er þá var enn
notað.
Eftir heimsstyrjöldina fyrri
var löndum Kúrda skipt á milli
nokkurra rikja, þótt stór hluti
þeirra lenti innan landamæra
Tyrklands. Nú eru um tiu
milljónir Kúrda i Tyrklandi sex
milljónir i lran, þrjár milljónir i
Irak og tæp milljón i Sýrlandi.
Auk þess eru kúrdnesk þjóðar-
brot i Sovétrikjunum og
Libanon.
Kemal Ataturk var skapari
tyrkneska lýðveldisins, hann
blés Tyrkjum lika i brjóst þeim
þjóðernisanda, sem tekið hefur
á sig mynd kynþáttahaturs, sem
Kúrdar hafa óspart fengið að
kenna á.
Kúrdar skulu hverfa sem sér-
stakur þjóðflokkur, mál þeirra
og menningu á að þurrka út.
Þess vegna má ekki prenta neitt
á kúrdnesku, ekki nota málið i
skólum og samkomuhúsum.
Þannig eru að staðaldri birtar
stjórnarvaldatilkynningar þess
efnis, að bannað sé að flytja inn
blöð og bækur^ grammófón-
plötur og snældur á kúrdnesku.
Og þetta þýðir, að stafrófs-
kveriö, sem Bozarslan hefur
látið prenta i Sviþjóð, kemst
ekki til barnanna i Kúrdistan i
Tyrklandi, þvi að fyrir augu
þeirra má ekki bera kúrdneskt
orð.
Það verða aðeins börn Kúrda,
sem landflótta eru i
Vestur-Evrópu, er munu hafa
gagn af þvi. En i þeim heims
hluta eru kúrdneskir flóttamenn
nú eitthvaö um fjögur hundruð
þúsund.
Eflum Tímann