Tíminn - 08.03.1981, Qupperneq 9

Tíminn - 08.03.1981, Qupperneq 9
Sunnudagur 8. mars, 1981. 9 Fimmtán ára málaferli í Sviþjóð lokið: Sænskir Samar líkja sér við hernuminn þjóðflokk „Svíar hafa farið d mis við nauðsynlega reynslu. Það er slæmt fyrir þá að hafa ekki kynnzt hernámi i margar aldir samfleytt. Enginn Svii hefur nokkurn skilning á þvi, hvernig er að lifa við hernám.” Þetta sagði Lars-Anders Baer, forseti æskulýðssam- bands sænskra Sama, er fréttist um dómsniðurstöðu hæstaréttar i máli, sem Samar hafa átt i við sænska rikið i fimmtán ár samfleytt. „Dómur hæstaréttar endur- spegla,r fyrst og fremst þá fyrir- litningu á Sömum, sem alls staðar skýtur upp kollinum”, sagði Tómas Cramer, umboðs- maður Sama. Málaferlin snérust um það, hver ætti fjalllendi á Jamtalandi og Herjadal, þar sem svonefndir Suður-Samar hafa stundað hreindýrarækt. Dómur hæstaréttar hljóðaði upp á það, að sænska rikið eigi land- iö, en Samar afnotaréttinn. Þetta þýðir ekki neinar breytingar fyrst um sinn, en gefur sænska rikinu færi á að fara sinu fram á þessum slóðum seinna meir, án þess aö Samar fái nokkrum vörnum við komið. Hið umdeilda fjalllendi var hluti af Noregi fram til ársins 1645, er Danir létu af hendi við Svia stóra landshluta, er þeir höfðu lagt undir sig. „Við erum eins og réttlaust fólk i hernumdu landi ”, segir Lars-Adners Baer. „Við erum umkringdir, og það eru aðeins dreifð svæði, þar sem Samar hjara. Ef sænskum stjórnvöldum svo sýnist, geta þau látið umsátursliðið sækja fram og taka það, sem þau hafa ágirnd á, og komi til þess, að hagsmunir séu vegnir og metnir, þá verða fimmtiu eða hundraö Samar léttir á vogar- skálunum á móti öllum sænsku milíjónunum.” Samarnir segja, aö eitt hafi þó unnizt með þessu fimmtán ára striði um eignarréttinn. Þeir viti nil, hvers er aö vænta af sænskum stjórnarvöldum. „Þau hafa afhjUpað sig, og allt þrugl þeirra um að þau beri menningu Sama fyrir brjósti, er hræsni og yfirdrepsskapur”. „Við verðum nú að hef ja nýja sókn”, segir Tómas Cramer, umboðsmaður Sama, „og láta ekki deigan siga fyrr en Samar hafa hlotið fulla viðurkenningu og vernd sem þjóðflokkur með sérstaka tungu og menningu”. Hæstiréttur geröi Sömum aö greiöa 1,2 milljónir sænskra króna i málkostnað. „Það gerir okkur ekki uppnæma”, segir Lars-Anders Baer — „til þess erum við of vaniraö borga brúsann. Viölfka og það, sem þeir heimta af okkur I málskostnað, höfum við margsinnis áöur orðið að láta af hendi við sænska rikiö. Það hef- ur verið tekið af okkur þegjandi og hljóðalaust og enginn látið á sér heyra, að það væri annað en sjálfsagt”. SÁ HÁFLEYGASTI FRÁ JAPAN DATSUN BLUEBIRD Bensín eða dísel Hefur flest er menn helst vilja hafa í bílnum sínum DATSUN DATSUN BLUEBiRD BÍLL SEM VEKUR ATHYGLI Datsun €- umboðið INGVAR HELGASON Vonarlandi vid Sogaveg • Simi 33560

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.