Tíminn - 08.03.1981, Page 11

Tíminn - 08.03.1981, Page 11
Sunnudagur 8. mars, 1981 11 Heilar lestir flutningabila eru á ferð með farma kókalaufs með sérstöku leyfi stjórnvalda, Með tíð og tima kemst eitrið á baðstrendurnar i tpanema I Rió — það, sem ekki er flutt sem kost ar stórfé. Ferðinni er heitið til vinnslustöðvanna i Santa Cruz, kókainbænum. tjl Bandarikjanna eða landa i Evrópu, þar sem fólk er orðið háð þvi. Það sem meira er: Kókarækt- unin er sú atvinnugrein, sem stjórnarvöld vænta sér mests hagnaðar af. Fram fara i kyrr- þey hálfopinberir samningar um framleiðslu kókalaufs i Perú og Bóliviu og vinnslu i Kólumbiu og Brasiliu og útflutning þaðan til Norður-Ameriku og Evrópu. Hvarvetna þar sem einhverj- ar samgönguæðar eru, má sjá Indiánakonur með böggla af kókalaufi, sem þær hyggjast selja. Lengi hefur verið siður i Suður-Ameriku, að menn tyggi kókalauf, og i þvi skyni hefur það verið selt á torgum úti. En nú er það orðið of dýrt til þess, að fátækt fólk geti kostað þessu upp á sig, og þess vegna selja Indiánakonurnar kaupmönnum laufböggla sina. Nú er að visu bundið i lögum i þessum löndum, hversu mikið má koma á markað af kóka- laufi. En við þvi eru þau ráð að hagræöa framleiðsluskýrslum, og er talið, að framleiðslan sé orðin sex sinnum meiri en leyfi- legt er. Ekki er farið sérstaklega dult ■með kókainvinnsluna. Almenn- ingur veit, hvar þessar vinnslu- stöðvar eru. og erlendir sendi- ráðsmenn segja háðslega, að næsta stigið verði aö sýna þær útlendum ferðamönnum. Innan- rikisráðuneytið i Bóliviu, sem er i hvitri þriggja hæða byggingU; hefur það hlutverk aö hlynna að kókaflutningunum og kókain- iðnaðinum. Við það standa tugir jeppa af stærstu og dýrustu gerð, og þar eru á ferli óein- kennisbúnir verðir, vopnaðir skammbyssum. Smyglararnir njóta samt ekki verndar fyrir ekki neitt. Flutn- ingabilarnir þurfa sérstakt leyfi, sem selt er i innanrikis- ráðuneytinu og kostar jafnvirði áttatiu þúsund nýkróna fyrir vikuna. Allir, sem nærri þessu koma, bera sjálfir nokkuð úr býtum, sæmilega háttsettir em- bættismenn og liðsforingjar til dæmis átta hundruð dollara á mánuði. Og ekki mjög frábrugðið þessu er ástandið i Perú, þótt stjórnin þar eigi að heita kosin með lýðræðislegúm hætti. Kókarunnarnir eru ræktaðir i fjallahliðum, sem oft eru mjög brattar. Indiánarnir þar selja laufið kaupmönnum úr borgun- um. Milliliðir losa kaupmennina siðan við það og koma þvi i hendur kókainkónganna. Allir bera nokkuð úr býtum, og smyglkóngarnir þó mest, og þótt aðeins örlitið brot komi i hlut þeirra, sem upphaflega ræktuðu laufið, er efnahagur miklu betri i þorpum þeirra en annarra bænda af Indiánakyni, svo að glöggan mun er að sjá strax við fyrstu sýn. 1 sjálfum kókainbænum Santa Cruz er hinn mesti uppgangur. Svo er látið heita, að þvi valdi oliuvinnsla, sem er þar nokkur i grenndinni. En það er nema lit- ill hluti þeirra fjármuna, sem þar streyma um hendur manna, sem kominn er frá oliustöðvun- um. Það er kókainið, sem gefur mest af sér. Fáeinar fjölskyldur ráða lög- um og lofum i Santa Cruz, lik- lega sem næst fimmtán. Fyrir svo sem einum áratug lifðu þær af griparækt og sykurrækt. Nú eru þær meðal voldugasta fólks i landinu, og i nánum tengslum við herforingjana, er þvi stjórna. NYJA LINAN Nú stór endur bættur, eftir góða reynslu eldri 65 ha. vélarinnar • Fullkomið • 'v • Vökvastýri. • Beintengda óháða vökvadælu. olíutönkum undir húsinu. vthBcce Sundaborg 10 — Símar 8-66-55 & 8-66-80

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.