Tíminn - 08.03.1981, Qupperneq 18

Tíminn - 08.03.1981, Qupperneq 18
26 Sunnudagur 8. mars, 1981 Sinntisi' Stuttar umsagnir Fílamaðurinn Myndin Filamaðurinn byggir á sannri sögu og fjallar um mann nokkurn John Merrick sem var þannig vanskapaður aö þetta nafn festist við hann. Þetta er mynd sem lætur engan ósnortinn og umfjöllun hennar á mannlegri þjáningu og mannlegri reisn verður vart betur Ur garði gerð. Leikstjóri myndarinnar David Lynch hefur valið þann kost að gera myndina i svart/hvitu en meö þvi nær hann vel fram andrúmslofti þess tima er sagan gerist á. Leikur Anthony Hopkins er frábær og John Hurt (i hlutverki Filamannsins) gerir sinu hlut- verki mjög góð skil en það er mjög erfitt i túlkun. -f Kvikmyndahornið} Umsjón Friðrik Indriðason Land og synir fær góða dóma í Danmörku Kvikmyndin Land og Synir var frumsýnd I Kaupmannahöfn um siðustu helgi, i Palads kvik- myndahiísinu. Dönsk blöð hafa skrifað mikið um myndina en i þcim fær hún alls staðar mjög góða ddma. Fyrirsögn blaðsins Aktuelt, á umsögn um myndina, ber heitið „Stilhrein og falleg saga um islenska kreppu”, i Berlinske Tidene er fyrirsögnin „Lágvær tilfinning” og i Politiken „íslenskur bóndi tekur sig upp” ' svo dæmi séu tekin. I gagnrýni Politiken segir m.a. að Agúst Guðmundsson leikstjóri segi sögu Indriða G. Þorsteinssonar af kunnáttu, hlýju og hagkvæmni. Leikur þeirra Sigurðar Sigurjónssonar og Guðnýjar Ragnarsdóttur sé góður og að ekki sé til falskur tónn i leiksenum þeirra. Gagnrýni Berlinske Tidene hefst á umsögn um þátt hinnar islensku náttúru i myndinni en hún, segir blaðið, er mjög fögur og áhrifamikil. Seinni i gagnrýninni segir að hina góðu lýsingu á náttúrúnni sé ekki hvað sist að þakka frábærri kvikmyndatöku Sigurðar Sverr- is Pálssonar. f Berlinske Tidene er enn- fremur viðtal við Agúst Guð- mundsson leikstjóra. Þar segir hann m.a. að tfmabil það sem myndin fjallar um þ.e. upp úr kreppunni 1930, sé mikilvægt i sögu íslands þvi þá byrjaði af krafti flóttinn frá byggðum til bæja. Aðstandendur myndarinnar hafi viljað fjalla um þennan flótta á raunsæjan hátt, flóttinn sem sli'kur sé ekki nýtt þema, en samt sem áður mikilvægt að okkar mati, segir Agúst i viðtal- inu. — Sögupersóna myndarinnar tekur ákvörðun (um að flytja) fylgir henni eftir og er meiri maður fyrir vikið, held ég, segir Agúst. Þannig er hinn islenski bóndi. En ung filmskabei med vældis succe? Agúst Gudtmindsson ilivr mod sin debtiífiim »Land og spnne jort island til en filmnation bonde bryder op Smuk ðgperspektivrig fílm ■ nyt tuntí i tw«#rv«rd»no pftl M«rgr*t fCudnv Rogriarailóttf) og tvernio* umutía® kasrliatwnl Einar iSfc | ítlaml. Him W*v »urid«t t(M«»k«g»*n k»o»k ovorfor rut8M«tation«n i Ri : En stilfærdig og smuk Land og Synir fær góða dóma i Danmörku. Brubaker Skemmtilegur api Einhvern veginn tekst þessari mynd ekki að ná þeim tökum á áhorfendum sem efni hennar gefur tilefni til. Umfjöllun hennar á lifi og aðstæðum i hrottalegu fangelsi er tæknilega fullkomin en leikarar virka hálf áhugalausir ihlutverkum sinum að Yaphet Kotto undanskildum. Söguþráður myndarinnar er i stuttu máli sá.að nýr fangelsis- stjóri var ráðinn að Wakefield fangelsinu og kemur hann þangað fyrst i dulargerfi sem fangi. Er hann siðan tekur við starfinu og ætlar að beita sér fyrir umbótum rekst hann alls staðar á vegg þvi litill áhugi er hjá öðrum á þessum umbótum hans. Þrátt fyrir að myndin nái ekki þeim tökum á áhorfendum sem ætlast er til er hún engu að siður sæmileg afþreying ekki sist þar sem hún er byggð á sönnum at- burðum. Austurbæjarbíó Every Which Way But Loose/Viltu slást? Leikstjóri James Fargo Aðalhlutverk Clint East- wood/ Sondra Locke, Geoffrey Lewis, Beverly d'Angelo og apinn Clyde. Clint Eastwood er um þessar mundir að reyna að breyta kvikmyndaimynd sinni en hann hefur i gegnum árin orðið tákn hins einmana og þögla harð- jaxls, sem gerir það sem þarf að gera án tillits til afleiðinganna. Þessi mynd er fyrsta skrefið i þá átt en hann fer þó ekki nema hálfa leið þvi þótt þetta sé gamanmynd er nóg ofbeldi i henni fyrir einlæga aðdáendur Eastwoods. Söguþráður þessarar myndar er mjög einfaldur, og mætti vel koma honum fyrir i eins og einu Country-sönglagi. Hún fjallar i stuttu máli um góðhjartaðan vörubilstjóra, sem gaman hefur af bjórdrykkju og Country-tón- list, sem verður hrifinn af far- andsöngkonu og eltir hana viða um Bandarikin en ást hans er ekki endurgoldin. í för með honum er apinn Clyde er hann vann i veðmáli en sum fyndnustu atriði myndar- innar eru framkvæmd af þess- um óborganlega apa. ★ ★ Sem fyrr segiiv gerir East- wood i þessari mynd tilraun til að bréyta imynd sinni og tekst bara nokkuð vel upp i þvi. Að visu hlýtur það að vera mikið áfall fyrir aðdáendur hans að sjá hann i hlutverki elskulegs náunga en til að vega upp á móti þvi er söguhetjan látin hafa gaman af þvi að slást. Sú „persóna” sem stelur sen- unni i þessari mynd er apinn Clýde. Sum tiltæki hans eru þannig að húsið nærri rifnar af hlátrasköllum áhorfenda. James Fargo leikstýrir nærri öllum myndum Eastwood sem hann leikstýrir ekki sjálfur og tekst nokkuð vel til en i mynd- inni eru einnig nokkrir fastir förunautar Eastwood eins og til dæmis Geoffrey Lewis og nú upp á siðkastið Sondra Locke, en þau standa sig með ágætum. Friðrik Indriðason. The Blues Þeir sem gaman hafa af svo- kölluðum „grodda-húmor” ættu að geta skemmt sér vel en öðr- um hundleiðist. Blues-bræð- urnir, John Belushi og Dan Aykroyd, eru smáglæpamenn með góðar sálir sem taka að sér að bjarga fjárhag munaðarleys- ingjahælis. Það gengur hálf brösuglega og þrátt fyrir að þeim takist að nurla saman Brothers nægilegri fjárhæð á hljómleik- um þá er kálið ekki sopið þó i ausuna sé komiö. Mikið gengur á i myndinni, eltingaleikir, árekstrar og skrilslæti en þeir Blues-bræður sigla i gegnum það allt án þess að missa sólgleraugun af andlit- inu, og skemmta sér greinilega vel en öðru máli gegnir um hve vel áhorfandinn skemmtir sér.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.