Tíminn - 08.03.1981, Page 23

Tíminn - 08.03.1981, Page 23
Sunnudagur 8. márs, 1981. 31 Höldum norður í Kaldbaksvík á Húnaflóaströndum. Þar er ..stórhreinlega fallega ljótt”, er haft eftir Þorvaldi Thoroddsen. Á landnámsöld bjó Norðmaðurinn önundur tréfót- ur f Kaldbak, varð að flýja land fyrir ríki Haraldar hárfagra. Kuldalegtmun önundi hafa þótt á Ströndum sbr. visu hans: „Köld eru kjör ef kreppik Kaldbak en ek læt akra”. Vinalegt er þar þó i góðu sunnanveðri og sjórinn var gjöfull. Þegar undirritaður leit þar á gróður sumarið 1947, var verið að binda Uthey og færa heim i hlöðu. Klárarnir bera síða útheysbaggana léttilega. Ungur sveinn á reiðskjóta sinum rekur lestina. A Drangsnesi var mikið um að vera þetta sumar, söltuð sfld af kappi. ,,Góðu menn og manneskjur, ég er að fara i sild”, hrópaði sildarstúlka fagnandi, þegar kallað var til söltunar og hún ruddist út úr bænum. Og sannarlega var oft hama- gangur í síldinni! Li'tum næst á ungmenna- félagsfund norður á Arskógs- strönd við Eyjafjörð sumarið 1929. Tfð var góð og fundurinn var haldinn undir beru lofti á Krossagrundum, og eftir fund- inn veittu nágrannakonur kaffi úti í góða veðrinu. Þarna var m.a. samþykkt, að félagar skyldu heyja einn dag fyrir bdnda, sem átti við vanheilsu að stríða. Margir mættu á teignum þegar þar að kom. A myndinni má þekkja Helluhjónin, Kristján og Sigurbjörgu, Astu á Krossum, Jóhannes Ólaf kennara, Konráð Þorsteinsson og lengst til hægri Anton Jó- hannsson á Selá, kempu- legastan ungra manna i sveitinni þá. Um vorið höfðu ungmenna- félagar sett niður kartöflur i Fagurhöfðagerði, nálægt sjó i landareign Hellu. Sá garður varð aldrei „sifrær” fremur en Vitaðsgjafi frammi i Eyjafirði á söguöld. Fagurhöfðagarður liggur í sendinni brekku móti sól. A vetrum gekkst ungmennafélagið (Reynir) fyrir samkomum, sem jafnan hófust með fyrirlestrum manna úr sveitinni eða gesta. Man ég t.d. eftir Guðmundi Hjaltasyni er ætíð talaði með lokuð augu og hafði tvenns konar efni að bjóða. Á litlu-Hámundarstöðum, næsta bæ utan við Krossá, bjuggu Þorsteinn og Valgerður með stóran barnahóp, allt mesta dugnaðarfólk. Lands- kunnur varð Valtýr, elsti sonur- inn, Utgerðarmaður á Rauðuvfk og víðar. Ég birti mynd af fjór- um ættliðum á Litlu-Hámundar- Ungmennafélagsfundur á Krossagrundum 1929. Ingólfur Daviðsson: Byggt og búið í gamla daga — 321 Víða leitað fanga stöðum sumarið 1933. Lengst til hægri er amman Svanhildur, elju dugleg fram á elliár. Þá húsfreyjan Valgerður með fléttinga gilda niður i hnésbæt- ur, búkona i besta lagi. Til vinstri Anna með dóttur sina unga, Rósu. Allar voru þær mæðgur sérlega hárprúðar. Á unglingsdögum ömmunnar (Svanhildar) fóru sumar konur i fjós að hárþvotti. Þótti kúahland auka hárvöxt og gljáa hársins. Konurnar á myndinni standa við baðstofugaflinn. Framan við baðstofuna var eldhús og búrlengjan, en fremst vandað langhús úr timbri. Oft varð mér litið upp i loft i baðstofu þessari, þvi að yfir syðri endanum var fagurblá hvelfing með stjörnum, "hand- verk Kristjáns eldra á Heliu, en hann bjó áður á Litlu-Há- mundarstöðum. Tún Hámund- arstaðabæjanna liggja saman og oft voru börn aö leik af báð- um bæjunum saman að leik, sumar og vetur. Það var stór hópur. Enn hélst trú á álagabletti og huldar vættir hjá sumu fólki. Hér er mynd af Ljúflingshóli i landareign Stóru-Hámundar- staða. Steinn er á kolli hólsins og situr þar kona. Fuglar eru þaulsetnir þarna rétt hjá steininum, einsog fuglaþúfan til vinstri sýnir. Snjósæl Látrastrandarf jöll sjást i baksýn, handan Hriseyjar. „Ljúflingshóll: álfastóll stendur á kolli þinum. Þar létéglíða úr lúnum fótum minum. Sofnaði brátt og dreymdi dátt, góðvættur brosti i glugga sinum.” Árskógsströnd er opin fyrir norðanátt og er þar oft snjóþungt mjög. „Heila viku hriðarkaflinn, átta þrepin upp á bæjarskaflinn.” os „Loks að kvöldi léttir til, leggur um brjóstið feginsyl. Ég rauk á skiði i rökkurfrið, og renndi mér yfir sauðhúsið.” En lftið kipptu menn sér upp við snjó og hriðar. „Búið er vel á vegi statt þó vori seint er fólkið glatt. A Drangsnesi 1947 — Síldarsöltun — Fjórir ættliðir. — Við baðstofustafninn á Litlu-Hámundarstööum. 1 Kaidbaksvik 1947 A Ljúflingshól — Hámundarstöðum 1936. VARA HLUTIR Höfum mikið úrval varahluta Dodge Dart ’70 Mazda 323 ’78 Lancer ’75 Hornet ’75 Cortina ’71 -’74 Taunus 17m ’70 Skoda Pardus ’76 Bronco V8 ’66 -’72 Toyota M II ’72 Morris Marina ’74 Citroen GS ’74 Saab 99 ’71 og ’74 Willis ’55 * Fiat 127 ’74 Fiat 128 ’74 Fiat 125 S ’74 Saab 99 ’74 Austin Allegro ’76 Mazda 616 ’74 Toyota Corolla ’72 Datsun 1200 ’72 Benz diesel ’69 Benz 250 ’70 Skodi Amigo ’79 WV 1300 ’71 Volga ’74 Ford Capri ’70 Sunbeam 1600 ’74 Mini ’75 Volvo 144 ’69 Chevrolet Vega ’73 Benz 220 D. ’69 o.fl. o.fl. Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Sendum um land allt Opiö virka daga 9-19 • Laugar- daga 10-16 HEDD HF. Skemmuvegi 20 Kópavogi Sími (91)7 75-51 (91)7-80 30 Reynið viðskiptin

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.