Tíminn - 21.03.1981, Side 1

Tíminn - 21.03.1981, Side 1
 Siðumúla 15 ■ Pósthólf 370 • Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsimar 86387 & 86392 „Túlkun Fínnboga er út í hötT — segir Steingrímur Hermannsson JSG — „Ég hef enga skýringu á þessum ummælum” sagði Steingrimur Hermannsson er hann var i gær beðinn að segja álit sitt á um- mælum Finnboga Hermannssonar vara- þingsmanns flokksins varðandi „leyni- samning” aðilanna að ríkisstjórn. „Þingmönnum Framsóknar- flokksins hefur alltaf verið ljóst að við höfum sett okkur starfs- reglur i rikisstjórninni. T.d. þá reglu að leysa málin án at- kvæðagreiðslu. Við reynum af) ná samkomulagi um þau mál sem þurfa stuðning allra flokka”. „Hitt er svo annað mál,” sagði Steingrimur ennfremur, ,,að hver ráðherra fer með sin eigin mál, og hann verður að meta hvaða mál eru þess eðlis að við þau þurfi að tryggja stuðning allra flokka. Það eru t.d. mál sem fara fyrir þing.” . „Ég verð þvi að segja, að þessi túlkun Finnboga er að minu mati alveg út i hött. Það er alveg ljóst að utanrikisráðherra fer með utanrikismálin eins og stjórnarskrá og lög gera ráð fyrir. Engar starfsreglur geta takmarkað réttindi og skyldur ráðherra,” sagöi Steingrimur Hermannsson að lokum. Stokkseyrí: Tveir menn fórust er bát hvolfdi — einum manni bjargaö FRI — Síðdegis i gær, um kl. 16.45 hvolfdi litlum bát, Þernu ÁR- 22, þar sem hann var staddur á netaveiðum út af Stokkseyri. Þrir mennvoru á bátnum og tókst vélbátnum Hafsæl að bjarga einum þeirra en tveggja er enn saknað. Bátnum sem er 9 tonn að stærð hvolfdi mjög skyndilega en allhvasst var á þessum slóðum. Nærstaddir bátar héldu þegar til leitar og voru um 20 bátar i skipulagðri leit, að þvi er Hannes Hafstein framkvæmdastjóri SVFl tjáði Timanum i gærkvöldi. Varðskip sem statt var á þessum slóðum tók þátt i leit- inni auk þess sem björgunar- sveitarmenn frá Stokkseyri og Eyrarbakka sem hafa gengið fjörur þarna og tvær flugvélar flugu þar yfir. Leit hafði ekki borið árang- ur er blaðið fór i prentun i gærkvöldi. Þaðgeturlika verið fallegt i Breiðholtinu. (Timamynd: Róbert) Snjóflóða- hætta i Dals- mynni FRI— Almannavarnir rikisins og lögreglan á Húsavik vöruðu öku- menn við snjóflóðahættu i Dals- mynni i gær. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni á Húsavik i gær þá var snjóflóðahættan ekki yfirvofandi i augnablikinu en ef það kyngdi niður meiri snjó á þessu svæði þá mundi snjóflóð sennilega falla á veginn þarna og loka honum. Hlutkesti réði vali staðar fyrir heimsmeistaraeinvigið: Reykj avík var ekki í pottínum FRI — 1 gær tók Friðrik ólafs- son forseti FIDE ákvörðun um hvar næsta heimsmeistaraein- vígi i skák yrði haldið og varð Merano á ttaliu fyrir valinu. Timinn hafði samband við Friðrik Ólafsson i aðalstöðvum FIDE i gær og sagði hann þá að hann hefði endanlega ákveðið að staðurinn yrði valinn með hlutkesti á milli Las Palmas og Merano en Reykjavik hefði dottið út úr myndinni á leiðinni þar sem fram komu atriði sem hann varð að taka tillit til en gæti ekki greint frá. Staðarvalið fór þannig fram að fulltrúar beggja aðila voru viðstaddir er Friðrik dró milli tveggja umslaga og upp kom hlutur Merano en það var sá staður sem Kortsnoj hafði valið sér. Aðspurður um hvort hann hefði hagað vali sinu öðruvisi ef hann hefði ekki verið islenskur sagði Friðrik. „Það get ég ekki imyndað mér.” Dómarar i einviginu verða þessir: Paul Klein (aðaldömari) Guðmundur Arnlaugsson og Gertrude Wagner Austurriki. Færð á landinu skiptíst i tvö horn Öfært um norðanvert iandíð — greiðfært á því sunnanverðu KL — í gærmorgun urðu starfs- menn vegagerðarinnar frá að hverfa, en þeir höfðu hafið snjó- mokstur á ieiðinni til Akureyrar. Var sortinn svo mikill, að þeir, sem unnu að mokstri á Vatns- skarði og Holtavörðuheiði, áttu mjög erfitt með að komast til baka. Er ætlunin að reyna að opna leiðina i dag, ef veður leyfir, annars verður beðið fram yfir helgi. Greiðfært var frá Reykjavik allt til Búðardals, um Heydal, og þar fyrir vestan er ófært. Frá Patreksfirði var mokað i gær norður á Bildudal og þaðan er færtá flugvöllinn. Norðar á Vest- fjörðum má segja að allt sé ófært, nema hvað stórir bilar komust frá lsafirði til Bol- ungarvikur og Súðavikur. Frá Akureyri var ófært út á Dalvik og fyrir ólafsfjarðar- múla. Fyrrihluta dags i gær var •færttilHúsavikur um Dalsmynni, en allt útlit fyrir að þar yrði ófært. Frá Húsavik er ófært upp i Mývatnssveit og á Norð-Austur- landi má heita að allir vegir séu ófærir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.