Fréttablaðið - 29.09.2007, Page 8

Fréttablaðið - 29.09.2007, Page 8
Starfsmaður veitingaþjónustu lestarstöðvar í Bretlandi sem hringdi inn falskar sprengjuhótanir í von um að fá frí úr vinnunni var í gær dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Stewart Monk viðurkenndi að hafa ellefu sinnum hringt og tilkynnt um sprengju á lestar- stöðvum. Níu símtalanna voru úr hans eigin farsíma og því einfalt að rekja þau. Monk sagði þreytu vegna barns sem var í vændum ástæðu þess að hann þurfti frí úr vinnunni. Fyrir sjö árum var Monk sakfelldur fyrir að hafa komið platsprengjum fyrir í verslun, hóteli og bíói. Tilkynnti ellefu falskar hótanir Opnun nýs heimils fyrir heimilislausa á Njálsgötu 54 seinkar lítillega og hefst starf- semin þar því ekki á mánudag eins og áætlað var. Ellý Alda Þorsteins- dóttir, skrifstofustjóri hjá velferðar- sviði Reykjavíkur, segist ekki geta sagt nákvæmlega til um hvenær opnað verði. „Undirbúningur er í fullum gangi,“ segir hún. Þegar hefur verið ráðinn starfs- maður og vel gengur að velja heimilismenn, sem verða átta. „Við erum að ganga frá því og allt er að verða klárt,“ segir Ellý. Vel gengur að manna heimili Herforingjastjórninni í Búrma virtist í gær hafa tekist að bæla niður með vopnavaldi fjölda- mótmælin á götum Rangún, stærstu borgar landsins. Búdda- klaustur voru umkringd, netþjón- ustu var lokað og hópum mótmæl- enda var dreift með því að beita skotvopnum og táragasi. Margir íbúar landsins sögðust óttast að lítið framhald yrði á mótmælum, nú þegar herinn hefði tekið til sinna ráða af fullri hörku. Herstjórnin reynir enn að gera lítið bæði úr mótmælunum og eigin viðbrögðum. Hún fullyrðir að tíu manns hafi látist en hópar stjórnarandstæðinga segja fjölda látinna líklega vera um 200. Stærsta mótmælasamkoman í Rangún í gær var töluvert fámenn- ari en verið hefur síðustu daga. Talið er að um tvö þúsund manns hafi komið saman við Sule-pagóð- una, þar sem hermenn vopnaðir skotvopnum og skjöldum tóku á móti þeim. Þegar mótmælendahópurinn nálgaðist skutu hermennirnir við- vörunarskotum yfir höfuð mann- fjöldans og kom þá strax rót á mannskapinn. Nokkrir hættu sér alveg að hermönnunum og urðu þá fyrir barsmíðum og voru hand- teknir. Aðrir forðuðu sér þá. Annars staðar í Rangún eltist herinn við smærri hópa harðsnún- ustu mótmælendanna og beitti stundum skotvopnum. Mótmælin brotin á bak aftur MITSUBISHI L200 ÓTRÚLEGA FJÖLHÆFUR JEPPI Á FRÁBÆRU VERÐI 2.990.000 kr. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 0 7 -1 0 4 7 Virkur þ átttakandi Mitsubishi L200 er fjölhæfur ferðafélagi sem er meira en til í að taka þátt í öllum áhugamálum fjölskyldunnar. Mikilvægir eiginleikar • Öflug dísilvél • Minnsti beygjuradíus sambærilegra bíla • 2.800 kg dráttargeta • Opnanleg afturrúða • Super select II drifbúnaður – sá sami og í Pajero • Stöðugleikastýring Komdu og reynsluaktu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.