Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.09.2007, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 29.09.2007, Qupperneq 16
greinar@frettabladid.is Ámánudaginn verður þingið sett. Þá eru liðin þrjátíu og sex ár frá því ég mætti þar fyrst, rétt rúmlega þrítugur unglingur- inn. Árið 1971. Árið sem við- reisnarstjórnin féll, árið sem vinstri stjórn var mynduð, árið sem við ákváðum að færa landhelgina út í fimmtíu mílur og fiskurinn í hafinu var ennþá dýrmætasta sameign þjóðar- innar. Þetta var þegar kalda stríðið stóð sem hæst, átökin um Nato og herinn, þegar verðbólgan át upp krónuna og skuldirnar og Kína fékk ekki aðild að Samein- uðu þjóðunum. Ég man að ég hélt jómfrúarræðu á Alþingi gegn þeirri firru íslenskra stjórnvalda að samþykkja aðildina. Því miður má enn finna þá ræðu í Alþingis- tíðindum. Ólafur Jóhannesson var forsætisráðherra í nýrri ríkis- stjórn Framsóknar, Alþýðu- bandalags og Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna. Þeir síðastnefndu voru undir stjórn Hannibals Valdimarssonar. Framboð hans og flokkur réðu úrslitum. Alþýðuflokkurinn beið afhroð, ef ég man rétt, og ég held að þeir hafi verið komnir niður í fjóra þingmenn, blessaðir, og þó var enn að finna Gylfa Þ. Gíslason í þeirra hópi. Hann átti annað og betra skilið, hann Gylfi, fljúgandi greindur og mælskur sem hann var. En þeir voru líka hálir á svellinu, allaballarnir með Magnús Kjartansson og Lúðvík Jósefsson í broddi fylkingar, ræðumenn par excellence. Í Framsókn voru líka þunga- vigtarmenn, Tómas Árnason, Einar Ágústsson og Jón Skafta- son ásamt fulltrúum bænda- stéttarinnar, sem þá var fjöl- mennasta stéttin á Alþingi. Þarna var líka Eysteinn Jónsson, burðarásinn í Framsókn í marga áratugi, orðinn forseti þingsins, og ég hitti Eyjólf son hans í kosningabaráttunni. Sonur Eysteins er orðinn framámaður í félagi eldri borgara í Keflavík!! Tíminn líður. Á þessu þingi frá 1971 til 1974 sat ég í stjórnarandstöðu en ég man að ég fékk samþykkta í þinginu tillögu um slysatrygg- ingar íþróttamanna. Það var Eysteini að þakka. Kannski eina málið sem minnihlutinn fékk í gegn það árið. Enda Eysteinn íþróttaunnandi eins og ég. Tvær konur voru í þingliði sjálfstæðismanna þetta kjörtíma- bil, Auður Auðuns og Ragnhildur Helgadóttur. Ég man líka eftir Svövu Jakobsdóttur í Alþýðu- bandalaginu. Annars voru þetta karlar og aftur karlar sem réðu. Jafnrétti. Hvað var nú það? Eða samkeppni. Mjólk fékkst ekki seld í matvörubúðum. Við tókumst á um það við Ágúst Guðnapabbi, hvort mjólkursala skyldi gefin frjáls. Það var ekki fyrr en 1976, sem mjólkurbúðirn- ar í Reykjavík voru lagðar niður. Og einhver var að rifja það upp á bloggsíðum nýlega að það þótti þjóðhættulegt óheillaspor, þegar mér datt í hug að breyta sjónvarpinu úr svart hvítu í lit. Það þótti ungæðisleg tillaga á hinu háa Alþingi. Ég man svo sem ekki mikið frá þessum sokkabandsárum mínum fyrir nær fjörutíu árum síðan. Það var hinsvegar lærdómsríkur tími að eiga samstarf við alla þessa höfðingja og ræðusnillinga og þarna voru í hópi sjálfstæðis- manna Jóhann Hafstein, Geir Hallgrímsson, Gunnar Thorodd- sen og Ingólfur Jónsson. Magnús á Mel og Matti Bjarna, menn sem komu við sögu þjóðar og átaka og margir eru þar ónefndir, sem héldu uppi merkinu og málflutn- ingnum í stjórnmálabaráttu, sem nú er horfin og gleymd, nema eftir situr fulltrúi þessara sögulegu tíma, undirritaður sjálfur, og ornar sér við minning- arnar innan um nýja þingmenn, ungt fólk, sem sumt hvert var ekki einu sinni fætt árið 1971. Ég dreg fram ljósmynd af þingflokki Sjálfstæðisflokksins eftir kosningarnar þetta árið. Af tuttugu og tveggja manna þingflokki eru þrettán látnir. Ég hef ekki talið hversu margir eru enn á lífi af þeim sextíu og þrem, sem sátu á Alþingi á þessum tíma. En ég get vottað að pólitíkin gengur fyrir sig með sama hætti, þrátt fyrir nýjar kynslóðir og ný andlit. Og ekkert verra að hafa þar eina eftirlegukind. Jú, jú, kannski undir öðrum formerkjum, í öðrum flokki. En það er ekki ég sem hef breyst, heldur þjóð- félagið í kringum mig. Hér áður fyrr var barist fyrir frelsinu. Nú er tekist á um hvernig með það skuli farið. Það er ekki minna verkefni. Samanburðurinn á núinu og hinu liðna snýst kannski ekki einasta um menn og nöfn, heldur þá staðreynd að stjórnmálin hafa breyst að innihaldi og áherslum. En eru samt alltaf eins. Þrjátíu og sex árum seinna Það var einkennilegt að heyra hótana-gleðina í formanni ÍTR, Birni Inga Hrafnssyni, í tilefni af byrjunarörðug- leikum Íþrótta- og tómstundaráðs við að innleiða frístundakortið svokallaða. Í fréttum sjónvarps á þriðjudagskvöld hótaði hann að kippa fjárhagsgrundvell- inum undan þeim íþróttafélögum sem ekki tækist að feta einhverja óljóst skil- greinda braut í rekstri sínum. Með þess- ari yfirlýsingagleði sinni bætir hann bara gráu ofan á svart í þeirri miklu vinnu og erfiðleikum sem nú eru lagðir á íþróttafélögin við að innleiða frístunda- kortið. Vissulega má ýmislegt bæta í starfsemi og rekstri íþróttafélaganna. Í sumum tilvikum eru félögin, og deildir þeirra, rekin af starfsmönnum í fullri vinnu, en í öðrum tilvikum eru það sjálfboðaliðar sem sinna flestum þáttum, Reykjavíkurborg til heilla. Það er sjálfsagt að veita félögunum eðlilegt aðhald í sambandi við hækkun eða breytingu á gjöldum, eins og margir foreldrar hafa gert, og koma ábendingum um það sem betur má fara til félaganna og til ÍTR. Það er hins vegar óskynsamlegt að fara að íþróttafélögunum með hótanir af því tagi sem formaður ÍTR hefur nú gert. Reyndar virðist hann ekki hafa haft fullnægjandi vitneskju um alla þætti í innleiðingu frístundakortsins, því í umfjöllun um íþróttafélögin hefur verið ráðist á þau fyrir að framkvæma hluti sem þau hafa gert í fullu samráði við starfsfólk ÍTR á meðan á þessum innleiðingarfasa stendur. Það þarf að hlusta á foreldra og taka mið af ábendingum þeirra. Það þarf jafnframt að leiðbeina íþróttafélögunum í þeirri miklu vinnu sem nú er á þau lögð, en það verður ekki gert með hótunum af því tagi sem formaður ÍTR hefur viðhaft í málinu. Þau vafamál sem upp hafa komið tengjast væntanlega öll byrjunarörðugleikum og slík tilvik er fáránlegt að nota sem tilefni til alvarlegra hótana í garð íþróttafélaganna. Höfundur er fulltrúi Samfylkingar í Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur. Hótanir formanns ÍTR Jafnrétti. Hvað var nú það? Eða samkeppni. Mjólk fékkst ekki seld í matvörubúðum. Þ að sætir furðu að ríkisstjórnin skuli ekki hafa ákveðið strax í sumar að fella tímabundið niður veiðigjald á þorskveiðum eins og tilkynnt var í gær. Þá hefðu útgerðir landsins getað tekið það inn í áætlanir sínar þegar brugðist var við boðuðum aflasamdrætti. Niðurfelling veiðigjaldsins er eina raunhæfa leiðin til að koma til móts við þá sem niðurskurður þorskaflans bitnar mest á. Ekki ómarkvissar mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar, sem skila fáu nema óánægju víða um land. Peningum er dælt út í hagkerfið á sama tíma og atvinnuleysi er í sögulegu lágmarki. Ríki og sveitar- félög slá ekkert af í framkvæmdum til að auðvelda Seðlabankanum baráttuna við verðbólguna. Á sama tíma er kvartað yfir vaxta- stefnu bankans og háu gengi krónunnar. Það er ekki bæði sleppt og haldið í þessum efnum. Í raun ætti ríkisstjórnin að stíga skrefið til fulls og fella veiði- gjald niður fyrir fullt og allt. Útgerðarmenn hafa mikið til síns máls þegar þeir segja lítið réttlæti í að skattleggja eina atvinnu- grein umfram aðra. Auðlindagjald leggst þar að auki þyngst á landsbyggðarfyrirtækin, sem flestir vilja standa vörð um. Þetta er staðreynd sem ekki verður horft framhjá. Allt hjal um verndun sjávarbyggða er marklaust nema þingmenn berjist samhliða gegn þessu gjaldi. Umræða um sjávarútvegsmál ristir ávallt djúpt í sálarlíf Íslend- inga. Það kemur ekki á óvart. Þessi atvinnugrein átti stærstan þátt í að bæta lífskjör í landinu á síðustu öld. Sjómenn voru hetjur hafsins og útgerðarmenn bjargvættir byggðarlaga. Uppsagnir fólks sem starfar í sjávarútvegi koma sér mjög illa fyrir marga. Útlit er fyrir að fleiri verði sagt upp, útgerðir sam- einist og sjómönnum fækki. Um aldamótin störfuðu um 11.200 manns í fiskvinnslu og á sjó utan höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Um síðustu áramót voru þetta um 6.800 manns. Þessi þróun mun halda áfram. Við þurfum einfaldlega ekki eins margar hendur til að vinna sömu verðmæti. Góð samkeppnisstaða sjávarútvegsins á alþjóðlegum mörkuðum byggir á þessum árangri. Þessi niðurstaða er þrotlausri vinnu og útsjónarsemi fólks í sjávarútvegi að þakka. Í ljósi erfiðleikanna nú er mikilvægt að inngrip ríkisins verði í lágmarki. Sértækar aðgerðir hafa aldrei skilað neinu. Styrkja ber kvótakerfið í sessi, einfalda það og afnema alla byggðakvóta og línuívilnanir. Um leið verða útgerðarmenn að axla meiri ábyrgð. Það þýðir ekki að gagnrýna pólitíska íhlutun um leið og framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna gefur í skyn að fella beri gengi krónunnar með handafli. Það er eins og tal úr fornöld. Sem betur fer stjórnast peningastefna Seðlabankans ekki lengur af hagsmunum sjávarútvegsins heldur almennings. Að sama skapi er furðulegt að heyra Friðrik J. Arngrímsson kvarta yfir því að of litlu fé sé varið í hafrannsóknir. Almenningur þurfi að reiða fram hundruð milljóna til að standa straum af þeim. Útgerðarmenn eiga sjálfir að kosta rannsóknir á auðlindum sem þeir nýta og vilja ávaxta til framtíðar. Ekki almenningur. Þeir eiga líka að kosta eftirlit með veiðum og koma með tillögur um heildarafla fiskiskipa hvert ár. Fleiri dæmi sýna að verndun auðlinda er betur komin hjá einstaklingum en ríkinu. Veiðigjaldið burt Come2 Scandinavia, Vesterbrogade 17 1620 Kaupmannahöfn. Á leið til Norðurlandanna? Hafðu samband við Come2 Scandinavia og við aðstoðum þig með flug, gistingu, bílaleigubíl og fleira. Erum einnig með tvær íbúðir til leigu í Kaupmannahöfn sem henta fjölskyldum, vina- og vinnuhópum. www.come-2scandinavia.dk - info@come2scandinavia.com COME2 SCANDINAVIA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.