Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.09.2007, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 29.09.2007, Qupperneq 24
„Stjórn Samtakanna ‘78 ákvað að opna hús sitt fyrir gestum og gangandi til að kynna þá fjölbreyttu starfsemi sem þar á sér stað,“ segir Katrín Jónsdóttir, fræðslufulltrúi Samtakanna ‘78. Boðið verður upp á skemmtilega dagskrá frá klukkan hálfellefu til fimm síðdegis í dag. „Margt verður til skemmtunar en með þessu heimboði langar okkur að sækja gesti út fyrir okkar venjulega hóp, þótt vitaskuld sé hvert einasta mannsbarn hjartanlega velkomið,“ segir Katrín þar sem hún gerir fínt fyrir boðið og tekur til dýrindis veitingar. „Við byrjum daginn með fræðslu Ingi- bjargar Guðmundsdóttur, formanns Fé- lags aðstandenda samkynhneigðra, sem segir frá starfi þeirra. Þetta er ákaflega þarft félag sökum þess hve margir for- eldrar verða miður sín þegar barn þeirra opnar sig með samkynhneigð sína, en fé- lagið opnar dyr sínar fyrir þeim sem þurfa á stuðningi að halda,“ segir Katrín, sem verður sjálf með fræðslu um starf Samtakanna ‘78 í dag. „Félagið verður þrítugt á nýja árinu og eru virkir félagar um 500 talsins. Mun fleiri mæta á opið hús á mánudög- um og fimmtudögum, dansleiki og aðra viðburði. Sumir hringja til að tala um sín mál, en margir nota dansleiki til að fikra sig áfram og komast í samband við aðra. Samtökin haga seglum eftir vindi og hafa undanfarin ár varið kröftum sínum í að hafa áhrif á löggjafarvaldið varðandi giftingar og almenna réttarstöðu, en nú er það að sigla í höfn og þá tökum við önnur mál í brennidepil,“ segir Katrín og heldur áfram að telja upp viðburði á Opna Samtakadeginum. „Klukkan 11 kynnir Sigurður Her- mannsson fótboltafélagið St. Styrmi, sögu hommaboltans og hugmyndafræði. Eftir það kynnir Þorvaldur Kristinsson bóka- safnið og les upp úr nokkrum gullmolum sem þar leynast. Anna Jonna Ármanns- dóttir talar um Trans-Ísland, ungliða- hópur Samtakanna ‘78 og Félag hinsegin stúdenta segja frá starfi hópanna, verð- launastuttmyndirnar Góðir gestir eftir Ísold Uggadóttur og Bræðrabylta eftir Grím Hákonarson verða sýndar, Hilmar Magnússon segir frá Verndarvættunum sem er samstarfsverkefni Samtakanna ‘78 og Íslandsdeildar Amnesty Inter- national, og Fríða Agnarsdóttir segir frá blakliði KMK,“ segir Katrín, en undirrit- aðir verða tveir mikilvægir samstarfs- samningar í tilefni dagsins. „Annar er við Flugfélag Íslands um styrk handa fræðslustarfi á landsbyggð- inni og hinn við félagsmálaráðuneytið um samstarf okkar um útgáfu nýs bæk- lings sem tengist Ári jafnra tækifæra. Bæklingurinn kemur út á ensku, tæl- ensku, litháísku, pólsku og íslensku, og inniheldur ýmsan fróðleik fyrir samkyn- hneigða. Samkynhneigð er hvorki viðurkennd í Póllandi né Litháen og eilíf slagsmál og barátta fyrir þá sem eru hinsegin þar. Því flýja margir samkynhneigðir flótta- menn til Íslands í von um betra líf,“ segir Katrín um þessa þjáðu minnihlutahópa í sínu föðurlandi. Á opna húsinu segir Heimir Már Pétursson einnig frá Gay Pride í máli og myndum. „Þátttaka almennings í Gay Pride á Ís- landi er einstök í heiminum og sönnun þess að hátíðin er ekki bara hátíð sam- kynhneigðra heldur líka vina þeirra og fjölskyldna. Okkur finnst þessi mikla þátttaka þjóðarinnar yndisleg og merki þess að Íslendingum er annt um sína,“ segir Katrín, sem kýs að kalla homma og lesbíur hinsegin fólk. „Hinsegin er langbesta orðið. Þetta er gamalt skammaryrði sem við tókum upp á arma okkar og snerum við, eins og gjarnt er um kúgaða félagshópa. Hin orðin móðga svosem engan, en okkur líkar langbest við hinsegin.“ Auður Eir fyrsti kvenpresturinn „Annað fólk – það æfir sig og æfir... en fingurnir mínir eru með sitt eigið heilabú. Maður segir þeim ekki hvað þeir eiga að gera – þeir gera það sjálfir. Sannkölluð Guðs gjöf.“ Í dag gangast Vísindfélag Íslendinga og Háskóli Ís- lands fyrir ráðstefnu um vísindamanninn Jónas Hallgrímsson í há- tíðarsal Háskóla Íslands, aðal- byggingu. Jónas Hall- grímsson var eitt ástsæl- asta skáld ís- lensku þjóðar- innar. Í seinni tíð varð hann einn af fær- ustu náttúru- fræðingum Íslendinga og brautryðjandi á ýmsum sviðum vísinda. Til að minnast þess, og að nú eru liðin 200 ár frá fæðingu Jónasar, verður fjallað um vísindastarf hans frá ýmsum sjónar- hornum á ráðstefnunni í dag, sem stendur frá klukkan 13.30 til 16.30. Flutt- ir verða fimm fyrirlestrar, en úrdrættir þeirra munu liggja frammi við upphaf ráð- stefnunnar. Aðgangur er ókeyp- is og öllum heimill. Að ráðstefnu lok- inni verða born- ar fram léttar veitingar í boði rektors Háskóla Ís- lands. Í minningu Jónasar AFMÆLI Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Anna Albertsdóttir Sóltúni 2, áður til heimilis að Teigagerði 15, lést laugardaginn 22. september á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánu- daginn 1. október kl. 13.00. Haraldur Sighvatsson Elfa Hafdal Jón Albert Sighvatsson Kristjana Markúsdóttir Emilía Sighvatsdóttir Halldór Jón Ingimundarson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Sigurður Jónsson Hjallabraut 33, Hafnarfirði, áður Flókagötu 16a, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum þriðjudaginn 25. september. Útförin auglýst síðar. Helga S. Ólafsdóttir Jón Ólafur Sigurðsson Ragnheiður Þórðardóttir Guðný Sjöfn Sigurðardóttir Þórarinn Sigurðsson sonarsynir, langafabörn og langalangafabarn. Ástkær sonur okkar, faðir, bróðir, mágur, barnabarn og frændi, Finnbogi Már Ólafsson Nottingham, Englandi, lést á heimili sínu 19. september síðastliðinn. Minningarathöfn verður haldin mánudaginn 1. októ- ber í Lágafellskirkju, Mosfellsbæ, kl. 13.00. Ólafur Ísleifsson Sigríður Rósa Finnbogadóttir Völundur Þorgilsson Alma Hrund Hafrúnardóttir Sigvaldi Búi Þórarinsson Sylvía Erna Ó. Waage Ollý Björk Ólafsdóttir Eydís Björk Ólafsdóttir Rósa Signý Ólafsdóttir og aðrir aðstandendur. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, Edda Ásgerður Baldursdóttir til heimilis að Rjúpufelli 46, verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju mánudag- inn 1. október kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið í Neskirkju. Garðar Árnason Guðný Svana Harðardóttir Þóra Björk Harðardóttir Ómar Bjarni Þorsteinsson Árný Lilja Garðarsdóttir Sigrún Jóna Baldursdóttir Helgi Gunnar Baldursson barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.