Fréttablaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 26
Þ etta er ákveðin frels- un, þessi mynd hefur hangið um hálsinn á mér eins og myllu- steinn öll þessi ár og það hefur hvekkt mig,“ segir Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri um mynd sína Emblu, sem verður frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í næstu viku. Það er aðeins í vissum skilningi hægt að kalla Emblu nýjustu mynd Hrafns. Hún var tekin fyrir sautj- án árum en birtist á hvíta tjaldinu undir titlinum Hvíti víkingurinn; mynd sem Hrafn vill ekki kannast við. „Auðvitað hafa menn skammast út í þessa mynd og skammað mig fyrir hana en ég erekki sá sem átti að skamma, ég var ekki búinn að skila af mér verkinu.“ „Ég hafði alltaf séð fyrir mér tvö verk – dramatíska langmynd og sjónvarpsþætti, sem kæmu langmyndinni ekkert við. Á sínum tíma hafði ég skrifað þessa sögu, Emblu, og sjónvarpsþáttaröðina Hvíta víkinginn en fékk aldrei að segja söguna eins og ég vildi. Það stóð þannig á að leikstjór- asamningurinn sem ég skrifaði undir án þess að lesa hann nógu vel kvað á um að framleiðandinn hefði í rauninni úrslitavaldið um lok- aklippinguna. Fram að þessu hafði ég ávallt verið framleiðandi að eigin myndum og þurfti ekkert að ræða hvernig ég klippti myndirnar saman. Þarna voru hins vegar meiri peningar í húfi og framleiðandinn fór að hafa skoðanir á því hvernig langmyndin ætti að vera, sem byrj- aði á því að hann setti sig upp á móti valinu á aðalleikkonu, en hann vildi einhverja reynda leikkonu. Maria Bonnevie var aðeins fimmt- án ára þegar við tókum myndina en ég vildi hafa þetta ungt fólk. Svo fór hann að skipta sér af langmyndinni, heimtaði mik- ilfenglegar landslagssenur og slagsmál, og var með miklar mein- ingar sem endaði með því að ég hrökk upp af standinum. Fyrst ég fékk ekki að gera verkið eins og ég vildi kaus ég frekar að segja mig frá því. Út úr þessu kom einhver skelfileg mynd, sem ég sá reyndar ekki fyrr en þremur árum eftir frumsýninguna.“ Hrafn segir þetta ávallt hafa setið í sér, eins og barn sem hann hafi gengið með alltof langt fram yfir tíma. „Ég varð að fæða þessa mynd. Þetta snýst allt um hvort sagan haldi og á endanum settist ég niður og fór að vinna í efninu sem ég eyddi tveimur árum í að skrifa og taka. Ég hef sennilegt ekkert leyfi til þess samkvæmt samn- ingum, en það er svo langt um liðið að kannski er enginn að spá í þetta.“ Hrafn segist fyrst og fremst líta á sig sem sögumann, ekki kvik- myndagerðarmann. Kvikmyndin sé einfaldlega sá miðill sem hann valdi til að segja það sem honum lá á hjarta. Það hafi til dæmis verið reyndin með Óðal feðranna, hans fyrstu kvikmynd í fullri lengd, sem kom út árið 1980 og sagði frá togstreitunni í sveitun- um eftir að fólki tók að fækka þar. „Það besta sem getur komið fyrir kotbændur er að flytjast á mölina og komast úr félagslegri einangr- un. Ég hafði verið í sveit og horft upp á fólk, sérstaklega yngri menn og konur, sem langaði að mennta sig en komst ekki burt vegna þess að það var höfðað til samvisku þeirra, þarna ætti það heima og svo framvegis. Á haustin fór ég aftur til Reykjavíkur og skildi fólkið eftir í einangruninni og skelfingunni. Þegar maður sneri aftur næsta vor og allt sat við það sama en sjálfur var maður kominn ári lengra í námi. Mig hafði alltaf dreymt um að segja þessa sögu, og gerði það í Óðali feðranna, sem var eins konar sósíalrealískt eld- húsdrama.“ Í sveitinni kynntist Hrafn sam- félagi sem var í nánum tengslum við fortíðina og það hefur sett mark á kvikmyndir hans. „Eftir að ég sá myndir eins og The Vikings með Kirk Douglas og Rauðu skikkjuna gerði ég mér betur grein fyrir að ég hafði allt aðra og öðruvísi sýn af þessu tíma- bili víkinganna í höfðinu, sem kom sjálfsagt til að því að ég var í sveit á Breiðafjarðareyjunum frá því ég var sex ára. Það var ekki komið rafmagn út í Skáleyjar þegar ég var þar. Amboðin voru þannig að það voru enn tálgaðir trétindar í hrífunum, ekki einu sinni komnir naglar eða neitt slíkt. Þetta var að miklu leyti það þjóðfélag sem hafði verið hér öldum saman óbreytt. Þarna var borðað það sem náttúran gaf, kæstur skarfur, selkjöt, egg, sig- inn og saltur fiskur – nýmeti sást ekki fyrr en á miðju sumri. Þetta var í rauninni heimur sem hefur verið tiltölulega nálægt víkinga- tímanum – svona sá ég þennan heim fyrir mér.“ Sú mynd sem Hrafn dregur upp af fortíðinni er þó allt annað en róm- antísk. Veruleikinn er oftar en ekki skítugur og kaldur og honum er stundum legið á hálsi að velta sér upp úr ófögnuðinum. Hrafn gefur lítið fyrir það en segir að sú rómantíska mynd sem Íslendingar drógu upp af fortíðinni hafi verið fjarri lagi. „Það sem varðveitist frá hverj- um tíma eru ekki hversdagsklæð- in, þau slitna og er hent. Það sem hefur varðveist frá víkingaöld er sjálfsagt hátíðarbúningar og skrautklæði. Þannig að þetta hefur verið rómantíseruð mynd sem hefur verið búin til af víkingun- um. Ég vil ekki meina að ég hafi markvisst ráðist á þá ímynd og reynt að rífa hana niður heldur komið með aðra sýn.“ Sýn Hrafns hefur ekki alltaf hlotið góðar undirtektir. Langt því frá; hann er án efa einn umdeildasti kvikmyndagerðarmaður landsins og oft hafa stór orð verið látin falla í hans garð, til dæmis rökkuðu margir niður síðustu mynd hans, Opinberun Hannesar. Allt slíkt seg- ist hann þó láta sem vind um eyru þjóta. „Mér finnst Opinberun Hannes- ar frábær mynd, kannski ein besta mynd sem ég hef gert. Í sérhverri mynd reynir maður að fara ein- hverja aðra og ögrandi leið. Þarna vildi ég gera mynd sem byrjaði eins og venjuleg mynd en færi síðan smátt og smátt að líta út eins og fréttamynd, eða raunveruleika- þáttur; myndavélin hristist, fór úr fókus, hljóðtruflanir og allur skoll- inn. Ég hef líklega aldrei legið jafn mikið yfir hljóðinu í nokkurri mynd til að fá þessi truflandi áhrif, þar sem hljóðið er skýrt en allt í einu sundrast það nánast. Ég gerði það allt meðvitað, það var hvergi kastað til höndum. Það hefði í raun- inni verið miklu auðveldara að gera hefðbundna mynd en ég vil ekki endurtaka sjálfan mig heldur gera eitthvað annað. Sumir lista- menn eru þannig, það er eins og þeir hafi bara ein skilaboð sem þeir koma á framfæri aftur og aftur. Ég vil reyna nýjar leiðir og ótroðnar, refilstigu á stundum.“ Opinberun Hannesar var gerð árið 2003. Hrafn segir að líti menn á hvað hafi gerst í sjónvarpi síðan þá sé ýmislegt mjög í áttina að því sem hann var að gera, sambærileg uppskrift liggi til dæmis að bresku gamanþáttunum The Office. „Ef menn skoðuðu Opinberun Hannes- ar í dag held ég að þeir myndu sjá hana í allt öðru ljósi.“ Hrafn hafnar því alfarið að sér gremjist þegar verk hans falla í grýttan jarðveg. „Nei, ég hef aldrei hugsað um áhorfendur. Þetta er ekki hroki þó þetta hljómi kannski undarlega. Þegar ég var að taka Hrafninn flýgur var ég stundum spurður hvaða áhorfend- ahóp ég hefði í huga. Ég svaraði bara að ég vissi það ekki. Þetta væri bara saga sem ég væri að segja. Hugsa aldrei um áhorfendur Það vekur jafnan athygli þegar Hrafn Gunnlaugsson frumsýnir nýja mynd, sérstaklega ef hún er sautján ára gömul. Í samtali við Bergstein Sigurðsson ræðir Hrafn hvers vegna hann beið svo lengi með að endurgera Emblu, vonbrigðin með Hvíta víkinginn, sveitina, anarkistann í sér og hvers vegna Opinberun Hannesar er ein hans besta mynd. Þetta er líka eins og að klífa fjöll, maður leitar alltaf að hærri og hærri tindi eða hrikalegri til að klífa, kannski er það það sem kitl- ar mann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.