Fréttablaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 36
hús&heimili
„Ég hannaði teppið út frá nútíma-
dyggðum Íslendinga: trú, heilsu,
jákvæðni, þolinmæði, hreinskilni,
heiðarleika, fjölskyldu- og vina-
böndum. Þetta er síðan allt saman
skrifað á teppið,“ segir Marý sem
fékk hugmyndina frá íslensku
dyggðaklæði, sem talið er vera frá
fyrri hluta 18. aldar og gegndi á
sínum tíma hlutverki rúmábreiðu.
„Mitt teppi er samt ekki rúm-
ábreiða heldur hannað til að
klæðast, hlýja og minna á dyggð-
irnar sjö,“ útskýrir hún. En um
val sitt á þeim segist hún hafa
haft til hliðsjónar skoðanakönn-
un Gallup frá árinu 1999, þar
sem Íslendingar voru spurðir
hvaða dyggðir þeim þættu
mikilvægastar.“
Dyggðateppið er nú til sýnis á
Torginu í Þjóðminjasafninu, þar
sem það verður til sölu í næstu
viku. - rve
Dyggðirnar sjö
Marý er ungur og upprennandi hönnuður sem hefur
vakið eftirtekt fyrir ullarteppi, svokallað Dyggðateppi, sem
gert er til að minna á dyggðugt líferni.
Marý, sem jafnframt prýðir forsíðu húss & heimilis, er nýútskrifuð af vörudeild innan
hönnunardeildar Listaháskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
KYNNGIMÖGNUÐ LJÓS OG HÚSGÖGN. Louise Campbell er af kynslóð ungra
norrænna hönnuða sem hafa verið að ryðja sér til rúms síðastliðin ár. Þrátt fyrir að vera hálf-
ensk og hafa lært í Englandi, ber hönnun hennar merki um sterka norræna hönnunarhefð.
Campbell hefur hannað húsgögn og húsbúnað undir eigin merki síðan 1996 og hefur mikið
einblínt á lampa- og ljóshönnun.
Danska menningarmálaráðuneytið fékk Campbell til liðs við sig og er nú án efa eitt
ævintýralegasta ráðuneyti heims. Campbell er gáskafullur og nútímalegur hönnuður. Á
Íslandi fæst hönnunin í versluninni Epal í Skeifunni. www.louisecampbell.com
Hinar vinsælu
dönsku bókahillur
komnar aftur
Tekk - Kirsuberja - Hlynur
Hringið og biðjið um mynda- og verðlista
29. SEPTEMBER 2007 LAUGARDAGUR4