Fréttablaðið - 17.10.2007, Page 8

Fréttablaðið - 17.10.2007, Page 8
MARKAÐURINN 17. OKTÓBER 2007 MIÐVIKUDAGUR8 Ú T T E K T jö mínútur liðu á milli tilkynninga um miklar breytingar hjá tveimur stærstu upplýsingatæknisamstæðum landsins síðasta fimmtudag. Sjö mínútur yfir níu að morgni kom tilkynning frá Nýherja um kaup á 77 prósenta hlut í TM Software af Straumi, FL Group og Tryggingamiðstöðinni og tilboð ann- arra til hluthafa um kaup á því sem eftir stendur. Klukkan fjórtán mínútur gengin í tíu kom svo tilkynning Teymis um kaup á öllu hlutafé í Land- steinum Streng og Hugi Ax, um leið og félagið seldi ríflega 80 prósent af eignarhlut sínum í Hands Holding hf. Eftir stendur að Nýherji er í sókn og bætir við starfsemi sína um leið og Teymi skerpir áherslur í rekstri sínum með áherslu á innanlandsmarkað. Félögin tvö eru stærst á upplýs- ingatæknimarkaði hér. Í Hands Holding situr svo eftir rekst- ur utan landsteinanna Hands ASA í Noregi, Kerfi A/S í Dan- mörku, Kerfi AB í Svíþjóð, SCS inc. í Bandaríkjunum, og Aston Baltic í Lettlandi. Tilviljun réð því að viðskipti þessara félaga gengu í gegn á svo til sama tíma og vakti nokkra kátínu í geiranum. Í tímasetningunni endurspeglast hins vegar þær hræringar sem eiga sér stað á þessum mark- aði og ljóst að hér, líkt og gerst hefur á meginlandi Evrópu síð- ustu ár, á sér stað samþjöppun í upplýsingatæknigeiranum. Í hrókeringum Teymis fólst svo líka sala á starfsemi Opinna kerfa hér á landi út úr Opnum kerfum Group. Frosti Bergsson fjár- festir, sem áður stýrði Opnum kerfum og seldi tæplega fimmtungshlut hlut sinn í grúppunni árið 2004, festi kaup á Opnum kerfum ehf. fyrir 1,8 milljarða króna. Lokið var við áreiðanleikakönn- un vegna kaupanna síðla dags á föstudag. Salan á TM Software kom ekki á óvart í upp- lýsingatæknigeiranum enda mat manna að fyrir- tækið væri í nokkurri vörn í rekstri sínum. Í vor gekk í gegn sala á Maritech, dótturfyrirtæki TM Software, til AKVA Group í Noregi, en nokkrum mánuðum fyrr hafði verið skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup AKVA á sjávarútvegshluta Maritech. Þá áttu sér stað rétt fyrir síðustu áramót breytingar í yfirstjórn TM Software og Friðrik Sigurðsson, forstjóri félagsins til tuttugu ára, lét af störfum. Töluverð samlegðaráhrif þykja hins vegar með Nýherja og TM Software en það síðarnefnda verður rekið sem dótturfélag Nýherja. TM Software er svo móðurfélag fimm félaga: Skyggnis, Origos, Vigors, eMR og IPT. Tvennt er hins vegar unnið með viðskiptum Hands Holding og Teymis. Hjá Teymi verður rekstur- inn gegnsærri og skugginn af ábyrgðum vegna Hands Holding minnkar og þar með verður félagið væntanlegra álitlegri fjárfestingar- kostur á markaði. Þá verða áherslur Teymis líka skarpari í því að félagið einbeitir sér að heimamarkaði eftir að hafa keypt út úr Hands Holding allan íslenskan rekstur. Um leið eru Opin kerfi hér heima seld frá sam- stæðunni og losnar þar um núning milli Opinna kerfa og EJS innan samstæðunnar, en milli þessara tveggja fyrirtækja hefur ætíð verið mikil samkeppni. Síðan á eftir að koma í ljós hvaða stefnu Hands Holding tekur með erlendar eignir sínar. Upplýsingatæknifyrirtæki se Samþjöppun á sér stað í upplýsingatæknigeiranum og víglínur skýrast. Fyrir helgi bar hér upp á sama dag stórbreyti kaupum á TM Software og Teymi skerpir áherslur með sölu á bróðurparti í Hands Holding. Óli Kristján Ármanns kerfum ehf. til Frosta Bergssonar. T E Y M I Dótturfélög: Fjarskiptafyrirtækið Vodafone / Lág- gjaldasímafyrirtækið SKO / Farsímafyrir- tækið Kall í Færeyjum / Sölu- og þjón- ustufyrirtækið Mamma / Ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtækið Kögun / Tölvu- og upplýsingatæknifyrirtækið EJS / Hug- búnaðar- og rekstrarþjónustufyrirtækið Skýrr / Hugbúnaðar- og lausnafyrirtækið Landsteinar Strengur / Hugbúnaðar- lausnafyrirtækið Hugur/Ax. Stærstu hluthafar: 1 Baugur Group hf. 24,5% 2 LI-Hedge 10,5% 3 Runnur ehf. 9,6% 4 FL GROUP hf. 6,2% 5 Teymi hf. 5,8% 6 Milestone ehf. 5,6% 7 Fons hf. 5,5% 8 Arion safnreikningur 3,8% 9 Atorka Group hf. 3,3% 10 Þórdís Jóna Sigurðardóttir 3,0% N Ý H E R J I Dótturfélög: Hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtækið AppliCon / Viðskiptaráðgjafarfyrirtækið ParX / Klak nýsköpunarmiðstöð / Hug- búnaðar- og greiðslukerfafyrirtækið SimDex / Framleiðsluhugbúnaðar- fyrirtækið AGR með dótturfélög í Danmörku og í Bretlandi / Hugbúnaðar- lausnafyrirtækið Hópvinnukerfi / Upp- lýsingatæknisamstæðan TM Software með Skyggni, Origo, Vigor, eMR og IPT innanborðs / Þjónustulausnir í stafrænu umhverfi í verslun Sense. Stærstu hluthafar: 1 Vogun hf. 28,8% 2 Áning-fjárfestingar ehf. 13,9% 3 Benedikt Jóhannesson 9,3% 4 Gildruklettar ehf. 8,9% 5 Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. 5,2% 6 Nýherji hf. 4,8% 7 Benedikt Sveinsson 3,9% 8 Den Danske Bank A/S 3,6% 9 Audur Invest Holding SA 2,3% 10 Þórður Sverrisson 2,3% Létt var yfir Frosta Bergssyni eftir að hafa fengið aftur í faðm sinn afkvæmið Opin kerfi, en rétt fyrir síðustu helgi var end- anlega gengið frá kaupum hans á félaginu fyrir 1,8 milljarða króna. Félagið var áður í sameig- inlegri eigu Teymis og Hands Holding og hluti af Opnum kerf- um Group. Frosti segir engrar byltingar að vænta hjá félaginu í kjölfar kaupanna. „En við horf- um náttúrlega til þess að bæta reksturinn enn frekar og skapa okkur sérstöðu með því að veita afburðaþjónustu,“ segir hann. Þá segir Frosti engin vandamál tengd því að skilja Opin kerfi frá útrásarverkefnum sem frá félaginu uxu á sínum tíma undir heitinu Kerfi, bæði í Dan- mörku og Svíþjóð. „Þetta voru allt sjálfstæðar einingar. Opin kerfi ehf. er hins vegar grunnur- inn sem gerði möguleg á sínum tí út ti O va la sí sv 20 í sa D lo þó sé fj se en le fj er fy ce í fi Endurkom Frosti Bergsson hefur key Eins og sakir standa horfir Teymi fyrst og fremst til upplýsinga- tæknimarkaðar hér heima, að sögn Ólafs Þórs Jóhannessonar, fram- kvæmdastjóra fjármálasviðs fé- lagsins. Hann segir horfur góðar í starfseminni og ánægju með við- skipti síðustu viku. Áherslur voru skerptar í starf- semi félagsins með kaupum á öllu hlutafé Landsteina Strengs og Hugar Ax síðasta fimmtudag og með sölu á 80 prósenta hlut í hlut- deildarfélaginu Hands Holding. Eftir þau viðskipti á Teymi 14,5 prósent í Hands Holding og nemur bókfært verð 101 milljón króna. Ábyrgð Teymis á skuldbindingum Hands Holding lækkaði hins vegar úr 7,5 milljörðum króna og nemur nú um 2,7 milljörðum. Ólafur segir Teymi allar götur hafa haft mjög mikinn áhuga á þeim einingum sem keyptar voru út úr Hands Holding. „Við höfum ekki verið að sinna þeirri þjónustu sem þessi fyrirtæki bjóða nema að mjög takmörkuðu leyti innan Teymis fram til þessa. Í sjálfu sér fyllum við með þessu upp í þjón- ustuframboð.“ Hina hliðina á skildingnum segir Ólafur snúa að skuldbindingum og eignarhaldi á Hands Holding. „Við höfum þar verið með tæp- lega 49 prósenta eignarhluta og verið í ábyrgðum fyrir skuldbind- ingum Hands Holding út af skipt- ingunni sem átti sér stað í fyrra,“ segir hann og vísar til þess þegar félaginu Dagsbrún var skipt upp í upplýsinga- og fjarskiptahlut- ann Teymi og fjölmiðlafyrirtæk- ið 365, sem meðal annars gefur út Fréttablaðið og Markaðinn. „Núna minnkuðu þær ábyrgðir verulega, bæði samhliða þessum viðskiptum og öðrum sem áttu sér stað innan Hands Holding, svo sem með söl- unni á Opnum kerfum.“ Ljóst er hins vegar orðið að Teymi og Nýherji eru stóru leik- endurnir á sviði upplýsingatækn- innar hér. „Þess vegna var náttúr- lega mjög sérstakt að tilkynning- ar um viðskipti félaganna skyldu lenda á sama deginum. En þetta segir okkur kannski að enn meiri vakning sé að verða fyrir upplýs- ingatækni og hún að ná sér á strik aftur. Það er ekki langt síðan þessi geiri fór ansi illa í netbólutalinu öllu.“ Ólafur segir að innan Teymis horfi menn bjartsýnir fram á veg- inn enda standi að félaginu fyrir- tæki sem eigi sér bæði langa og farsæla sögu. „Innan upplýsinga- tæknigeirans eru engin vandamál og félögin okkar að gera góða hluti. Kögun hefur unnið upp tekjutapið sem varð við brotthvarf hersins og hefur verið að vaxa töluvert með veflausnum Eskils og Innn. Í EJS höldum við náttúrlega utan um gríðarlega öflugt vörumerki Dell og Skýrr er á mjög góðri leið með sína þjónustu og að skila sínu besta ári frá upphafi.“ Teymi horfir til heimamarkaðar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.