Fréttablaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 4
Karlmaður hefur verið sviptur ökurétti í tvö ár og dæmdur til að greiða 160 þúsund krónur í sekt fyrir ölvunarakstur. Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóminn. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ekið kófdrukkinn frá stöðvarhúsinu við Nesjavalla- virkjun út að Grafningsvegi efri þar sem lögreglan stöðvaði hann. Í lögregluskýrslu kom fram að við hlið bílstjórasætis í bifreið- inni hefði verið opin og átekin vodkaflaska. Maðurinn kvaðst hafa gripið óátekna flösku með sér, eftir missætti í sumarbústað, lagt bílnum á rútustæði við Nesjavallavirkjun og sturtað í sig til að reyna að sofna í bílnum. Sekt og svipting Talið er að vopnum sé smyglað gegnum alþjóðaflugvöll- inn í Vantaa í Finnlandi. Vélar rússneska auðjöfursins Viktor Bout hafa lent 76 sinnum á flugvöllum í Finnlandi án athugasemda af hálfu finnskra yfirvalda. Finnska dagblaðið Hufvudstadsbladet greinir frá. Bout er eftirlýstur af Interpol en flugfélag hans flýgur meðal annars fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Vélar hans fá að lenda í Finnlandi ef öll leyfi og öryggismál eru í lagi. Bout hefur hafnað ásökunum um að stunda vopnaviðskipti. Talinn stunda vopnasmygl Allir útlendingar sem koma til Japans verða frá og með 20. nóvember næstkomandi ljósmyndaðir og tekin af þeim fingraför við komu. Undanþegnir reglunum verða börn yngri en sextán ára, stjórnarerindrekar og fólk með ótímabundið dvalarleyfi. Upplýsingarnar verða bornar saman við alþjóðlegar og japanskar skrár yfir grunaða hryðjuverka- og glæpamenn og verður fólki sem finnst þar á skrá vísað úr landi. „Við vonum að kerfið haldi hryðjuverkamönnum frá landinu og veiti bæði Japönum og ferðamönnum hér hugarró,“ sagði Takumi Sato hjá útlendinga- stofnun Japans. Fingraför tekin af útlendingum Tvö fyrirtæki hafa tilkynnt áætlanir um að umbreyta nýju Airbus A380 risaþotunni í einkaþotur aðeins degi eftir að slík þota í eigu Singapore Airlines flaug sitt fyrsta áætlunarflug. Svefnherbergi, kvikmynda- salur, líkamsræktarsalur með gufubaði og nuddpottum verða meðal þæginda í einkaþotunni og er milljarðamæringurinn Roman Abramovich sagður þegar hafa lagt inn pöntun fyrir slíkri. Kaup á einkaþotum færast sífellt í aukana og er áætlað að um þúsund einkaþotur verði afhentar á árinu 2007. Risaþota til einkanota Tekist hefur að ráða niðurlögum margra þeirra elda sem geisað hafa í Kaliforníu í Bandaríkjunum undanfarna daga. Margir þeirra sem þurftu að yfirgefa heimili sín hafa snúið aftur til síns heima. Sumir komu þó að rústum einum, því að minnsta kosti 1.800 heimili og aðrar byggingar eyðilögðust í eldinum. Eftirköst eldanna valda fólki einnig erfiðleikum því magn sóts og ösku í loftinu er yfir hættumörkum í sumum hlutum ríkisins. Loftið í San Diego-sýslu er sérlega slæmt, en þar gekk verr að halda eldunum niðri en annars staðar. Íbúar á þeim svæðum þar sem loftið er verst eru beðnir um að forðast það að reyna mikið á sig. Einnig var mælst til þess að börn og fólk sem á við öndunar- erfiðleika að stríða héldi sig innandyra. Á gervihnatta- myndum sést hvernig stórt reykjarský liggur yfir nær öllu svæðinu þar sem eldar brunnu. Í það minnsta fjórtán hafa látist af völdum eldanna, og yfir hálf milljón manns hefur þurft að yfirgefa heimili sín. „Við munum hjálpa ykkur að slökkva eldana, að komast í gegnum þetta, og að endurbyggja líf ykkar,“ sagði George Bush Bandaríkjaforseti í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær. Skemmdir af völdum eldanna eru metnar á yfir sextíu milljarða króna. Jóna Valdez, einn Íslendinga á svæðinu sem þurftu að yfirgefa heimili sín vegna eldanna, var komin heim þegar Fréttablaðið hafði samband við hana. Hún fór ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum heim til Rancho Penasquitos á fimmtudag eftir að nágranni þeirra hafði lýst fyrir þeim aðstæðum. „Hverfið okkar slapp sem betur fer en það er mikið öskuryk í grasinu og á jörðinni; börnin geta ekki enn farið út að leika sér. Loftið er samt ágætt hjá okkur, við erum það nálægt sjónum að við fáum sjávar- rakann til okkar.“ Jóna segir vissulega hafa verið erfitt að yfirgefa heimili sitt ásamt eiginmanni og þremur börnum, en það hafi ekki verið hennar fyrsta skipti. „Ég ólst upp á Patreksfirði og ég veit ekki hversu oft ég hef þurft að yfirgefa húsið mitt vegna snjóflóðahættu. Þetta var ekkert nýtt fyrir mér, en ég vona bara að þetta sé búið.“ Íbúar í Kaliforníu bölva sóti og ösku Slökkviliðsmenn hafa náð tökum á stórum hluta skógareldanna í Kaliforníu. Fólk er farið að snúa aftur heim til sín, en öskuryk í loftinu veldur vandræðum. Vona bara að þetta sé búið, segir Íslendingur sem þurfti að yfirgefa heimili sitt. Kona liggur enn á gjörgæslu eftir bílslysið á Holtavörðuheiði á föstudagskvöld. Læknir á gjörgæsludeildinni sagði lífsmörk konunnar stöðug, en í gærkvöldi var ekki útséð með hvort hún þyrfti að fara í frekari aðgerðir. Konan var á leiðinni suður með manni sínum þegar slysið varð og óku þau í pallbíl. Eftir slysið voru þau hjónin flutt á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Búið var að flytja manninn á almenna deild í gær. Sú sem lést í bílslysinu var ind- versk og á sextugsaldri. Hún var á ferðalagi með tveimur samlönd- um sínum á leiðinni norður heið- ina og í fólksbíl. Samlandar hennar voru fluttir eftir slysið með sjúkrabíl á Heil- brigðisstofnunina í Borgarnesi og voru meiðsl þeirra ekki talin alvar- leg. Færð var léleg þegar slysið varð, mikil hálka og snjókoma, og var alhvítt yfir. Í gær snjóaði enn á heiðinni og þurfti að moka til að halda veginum opnum. Lögreglan á Vestfjörðum fer með rannsókn málsins og leitar hún vitna að slysinu. Þeir sem geta upplýst nokkuð um slysið eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 450 3730. Fundarlaun 25.000 kr. Tvö af fjórum skiltum við nýja bensínstöð Atlantsolíu við Aktu Taktu Skúlagötu hurfu af plani stöðvarinnar fyrir skömmu. Dælulykill með 25.000 króna inneign er til handa þeim sem vísað getur á skiltin. Upplýsingar sendist til: hugi@atlantsolia.is eða í síma 591-3100. Ef fleiri en ein rétt ábending berst verður einn heppinn dreginn út. Sími 591 3100 - www.atlantsolia.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.