Fréttablaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 10
„Þú veist að þú elskar ein- hvern í raun og veru þegar þú óskar þess að viðkom- andi sé hamingjusamur jafnvel þó að þú sért ekki hluti af hamingju hans.“ Hið íslenska Biblíufélag og Æskulýðs- samband Þjóðkirkjunnar standa fyrir verkefninu B+, sem felur það í sér að ungt fólk í kirkjum landsins ætlar að lesa hina nýju útgáfu Biblíunnar í heild sinni næstu vikuna. Séra Þorvaldur Víðisson, mið- borgarprestur og formaður Æskulýðs- sambands Þjóðkirkjunnar, er í forsvari fyrir verkefnið sem hefst í dag og lýkur 4. nóvember. „Við erum búin að skipta hinni nýju þýðingu upp í 28 hluta og hver hópur tekur að sér einn til þrjá hluta, eftir því hvað reiknað er með að lesa lengi,“ segir Þorvaldur og bætir við að hóparnir geti valið sér að lesa meira ef vilji sé fyrir því. „Hóparnir sem lesa eru í Dómkirkj- unni, á Vopnafirði, í Vestmannaeyjum, á Akureyri, Hvammstanga, í Kópavogi og víðar um landið en einnig er líklegt að KFUM verði með þannig að þetta eru æskulýðsfélög kirkjunnar á ýmsum vettvangi sem taka þátt í þessu verk- efni,“ segir Þorvaldur. „Það er hverjum hópi í sjálfsvald sett hvernig útfærslan verður á lestrinum en að öllum líkind- um verður það þannig á flestum stöð- um að það verður einn að lesa í einu og krakkarnir skiptast á. Það er ekkert sem mælir gegn því að lestur fari fram í kirkju og safnaðarheimili á sama tíma, jafnvel úti á götu eða í verslunar- miðstöðinni eða hvar sem fólk fær inni og hefur áhuga á. Aðalatriðið er að hver hópur tryggi að sá hluti Biblíunnar sem hann tekur að sér verði lesinn.“ Jafnhliða B+ verkefninu stendur til að safna nýjum félögum í Hið ís- lenska Biblíufélag og tekið verður við skráningu þar um meðan á lestrinum stendur. „Við ætlum að kynna Biblíu- félagið í leiðinni en það er elsta starf- andi félag á Íslandi, stofnað árið 1815,“ segir Þorvaldur og útskýrir stuttlega markmið félagsins. „Markmiðið er að vinna að aukinni notkun og útbreiðslu Biblíunnar. Félagið er aðili að Samein- uðu Biblíufélögunum sem eru alþjóða- samtök Biblíufélaga, en þau eru 140 að tölu, og það tekur þátt í starfi þess á al- þjóðavettvangi,“ segir Þorvaldur. „Það er mikilvægur þáttur í starfsemi fé- lagsins að halda safnanir til verkefna Biblíufélaga í fátækari löndum heims- ins við þýðingar og útbreiðslu Biblí- unnar þar. Hún hefur þegar verið þýdd á 2.000 tungumál en talið er að töluð séu um 6.000 tungumál í heiminum í dag. Biblíufélagið vill, með aðstoð félags- manna sinna og stuðningsaðila, leggja sitt af mörkum til að sem flestir geti notið boðskapar Biblíunnar á sínu eigin tungumáli.“ Þorvaldur segir heilmikinn áhuga á verkefninu meðal æskulýðsfélaganna. „Til dæmis veit ég að á einum stað stendur til að hafa maraþon yfir heila nótt. Þau ætla að mæta í kirkjuna eða safnaðarheimilið að kvöldi og lesa nán- ast í heilan sólarhring. Á öðrum stað verður lesið strax eftir messu í tvo til þrjá klukkutíma og síðan aftur næstu þrjá daga á eftir í tengslum við helgi- stundir og tónlist sem verður í gangi í kirkjunni á sama tíma. Þá verða tekn- ar pásur á lestrinum til að flytja tónlist eða annað, þannig að útfærslurnar eru ýmsar,“ segir séra Þorvaldur. Á morgun klukkan 11 verður hátíðarmessa í Hallgrímskirkju í tilefni ártíðardags Hallgríms Péturssonar, en í ár eru 333 ár frá andláti þessa mikilhæfa og bænheita listamanns, sem sérhver Íslendingur þekkir enn svo vel að verkum hans. Í minningu Hallgríms eru tvö guðshús nefnd eftir sálmaskáldinu: Hallgrímskirkja á Skólavörðuholti og Hallgrímskirkja í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Í messu morgundagsins þjóna prestar Hallgrímskirkju, þeir Jón Dalbú Hróbjartsson og Birgir Ásgeirsson, og við orgelið verður Björn Steinar Sólbergsson, en Mótettukórinn syngur. Barnastarf fer fram með hefðbundnum hætti undir leiðsögn Magneu Sverrisdóttur djákna. Að lokinni messu verður boðið upp á kaffi í suðursal kirkjunnar. Ártíðardagur Hallgríms LOGOS lögmannaþjónusta hélt upp á hundrað ára óslitna lög- mannsþjónustu síðastliðinn föstudag. Saga LOGOS teygir sig aftur til ársins 1907 þegar Sveinn Björnsson, sem síðar varð fyrsti forseti Íslands, opnaði fyrstu málflutningsskrifstofu landsins. LOGOS einbeitir sér að alhliða þjónustu fyrir viðskiptalífið og er stærsta lögmannsstofa á landinu. Stofan heldur til í Efstaleiti 5 í Reykjavík og er einnig með útibú í London. Logos hundrað ára Zorro frumsýnd á Íslandi Hjartans þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Jónu Fanneyjar Gunnarsdóttur kjólameistara, Bólstaðarhlíð 41. Jón Helgason Salóme H. Magnúsdóttir Gunnar Helgason Inga Arndís Ólafsdóttir Sigríður Halldórsdóttir Þorbjörn Gíslason barnabörn og barnabarnabörn. MOSAIK Innilegar þakkir færum við öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og útför okkar ástkæru, Kristínar Eggertsdóttur, Búhamri 21 í Vestmannaeyjum. Enn fremur þökkum við stuðning við hana í veikind- um hennar og þá ómetanlegu vináttu sem hún fann fyrir. Guð blessi ykkur öll. Jósúa Steinar Óskarsson Steinunn Ásta Jósúadóttir Ásmundur Kristberg Örnólfsson Óskar Jósúason Guðbjörg Guðmannsdóttir Ragnheiður Ásmundardóttir og Nikulás Ásmundarson. AFMÆLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.