Fréttablaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 8
greinar@frettabladid.is Pósthúsið - S: 585 8300 - www.posthusid.is Nú þegar farið er að myrkva úti viljum við vinsamlega minna íbúa á að hafa kveikt á útiljósum við heimili sín til að auðvelda blaðberum Fréttablaðsins aðgengi að lúgu. Munum eftir útiljósunum ! Fyrirfram þakkir, dreifing Fréttablaðsins Ríkisstýrt siðferði er siðleysi Lög eiga að vera einföld og skýr og kveða á um þau lágmarksskilyrði sem við setjum hvert öðru um hegðan. Lög eru nauðsynleg til þess að mannlegt samfélag fái þrifist en við setjum ekki lög og reglur um alla mannlega hegðan. Við göngumst undir það, að hvert og eitt okkar geti hagað sínu lífi að vild, svo fremi sem lögum sé fylgt. Okkur kann til að mynda að þykja ýmis hegðan ósiðleg eða óheppileg, en við bönnum hana ekki nema ríkir almannahagsmunir séu í húfi. Jafnframt er það svo að það sem einum kann að þykja siðlegt kann öðrum að þykja ósiðlegt. Verkefni löggjafans er því að mínu mati ekki það að hafa vit fyrir fólki eða stýra hugmyndum þess um siðferði. Siðferði tökum við í arf frá gengnum kynslóðum, frá trúarbrögðum og tíðaranda, reynslu okkar sjálfra og samferðamanna okkar. Viðmið samfélagsins og þar með ríkjandi siðferðisviðhorf mótast hjá þjóðinni en ekki hjá fámennum hópi á alþingi eða hjá embættismönnum Frelsi fylgir ábyrgð og þessi tvö hugtök verða ekki skilin í sundur. Við berum ábyrgð, hvert og eitt á okkar eigin siðferði um leið og við erum frjáls til að velja og hafna í þeim efnum. Vandinn við siðferði sem er reglubundið og kemur að ofan frá yfirvald- inu felst í því að þar með hefur löggjafinn ákveðið hvað er siðlegt og hvað ekki og um leið er búið að taka ábyrgðina frá fólkinu. Í stað þess að við spyrjum hvert og eitt hvað sé siðlegt og hvað sé rétt og berum ábyrgð á hegðan okkar, þá spyrjum við „hver er reglan, hver eru fyrirmælin“, Þar með felst siðferðið í því að hlýta reglunum og sú hegðan talin siðleg sem rammast innan þeirra. Ríkisstýrt siðferði er besta leiðin til að gera samfélag siðlaust. Við getum öll verið sammála um að vændi er ekki æskileg starfsemi í samfélaginu og flest erum við þeirrar skoðunar að hún sé ósiðleg. Við eigum þó að fara varlega í að dæma í siðferðismálum, steinar eiga það til að brjóta glerhús. Lestir eru ekki glæpir og því er það svo að á meðan til dæmis vændi er ekki ólöglegt hlýtur afstaða okkar til þess að byggja á siðferðislegum grunni. Sá grunnur er okkar allra að byggja, okkar að meta og okkar að bera ábyrgð á. Við eigum að gera þá kröfu til starfsmanna ríkisins að þeir hlýti í einu og öllu þeim lögum og reglum sem gilda hér á landi og í þeim löndum sem þeir heimsækja starfa sinna vegna. Það er mark- laust að ætla að gera einhverjar sérstakar siðferðis- kröfur til opinberra starfsmanna umfram þær sem við gerum til annarra þjóðfélagsþegna. Virðing fyrir manneskjum Auðvitað væri best ef slíkar reglur væru óþarfar. Að embættismenn á vegum hins opinbera hefðu þá sannfæringu allir sem einn að kaup og sala á líkama kvenna sé niðurlægjandi, bæði fyrir kaup- andann og seljandann. Niðurstöður rannsókna á vændi og mansali benda þó til þess að kaupendur vændis séu karlar á öllum aldri og í öllum stéttum. Líklegt verður að teljast að siðareglur á vegum hins opinbera myndu draga úr slíkum viðskiptum. Rannsóknir og reynsla innan kynjafræðinnar leiðir í ljós órjúfanlegt samhengi milli kláms, vændis og annars kynferðislegs ofbeldis. Enginn á að þurfa að taka þátt í kynferðislegum athöfnum gegn vilja sínum. Einstaklingur sem starfar í vændi gegn vilja sínum eða af illri nauðsyn er því beittur kynferðis- legu ofbeldi. Þó að ekki sé hægt að útiloka að einhverjar konur selji sig vegna áhuga fyrir því starfi og hafi af því ánægju, er ljóst að meirihluti þeirra kvenna sem vinna í klámiðnaði og vændi hefur ekki raunveru- legt val um annað. Vændi er því samfélagsmein, byggt á misnotkun á bágri stöðu þeirra sem út í það leiðast. Allt fram á síðustu misseri hefur viðfangsefni stjórnvalda verið seljendur þess, vændiskonurnar sjálfar. Öll vitum við þó að eftirspurn er forsenda framboðs í viðskiptum og því hafa sérfræðingar á þessu sviði beint sjónum sínum í auknum mæli að viðskiptavinum vændiskvennanna. Eigi að draga úr vændi í heiminum verður að draga úr eftirspurninni með því að færa fókusinn á þá sem raunverulega bera ábyrgð á vændinu. Þær siðareglur sem hér um ræðir yrðu ekki einvörðungu til þess að koma í veg fyrir kaup embættismanna á kynlífsþjónustu, heldur væru þær skýr skilaboð út í samfélagið um að yfirvöld samþykki ekki kaup og sölu á kvenlíkamanum. Slík skilaboð hafa áhrif á viðhorf og gildi í samfélaginu almennt og gætu orðið öðrum til eftirbreytni. Með undirritun Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna hefur ríkisstjórnin skuldbundið sig til að gera allt sem í hennar valdi stendur til að vinna gegn mansali. Fyrsta skrefið í að standa við þær skuldbindingar er að tryggja að á hennar vegum sé ekki brotið í bága við þær. Í framhaldinu er svo mikilvægt að unnin verði áætlun gegn mansali og henni fylgt eftir. Á að setja reglur um kynlífskaup embættismanna á vegum hins opinbera? Auglýsingasími – Mest lesið N ú í vikunni kynnti Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- ráðherra nýjar áherslur í neytendamálum. Það hefur verið óljóst hvar neytendamál hafa átt lögheimili milli ráðuneyta og þar sem fáir ráðherrar hafa tekið þann málaflokk upp á sinn arm, hafa neytendamál- in verið olnbogabarn í fjölskyldu ráðuneyta. Á meðan viðskipta- ráðuneytið var enn í staðfestri sambúð með iðnaðarráðuneytinu voru deilur um álver og virkjanir það sem öllu réði. Sú ímynd sem viðskiptaráðuneytið hafði, fyrir utan að vera það lítið ráðuneyti að enginn skildi af hverju það þyrfti heilan ráðherra í núverandi ríkisstjórn, var frekar að auðvelda viðskipti en að vera ráðuneyti neytendamála. Því skal fagna að einhver ráðherra skuli taka olnbogabarnið upp á arma sína og ætlar að verja neytendur, til dæmis í viðskiptum sínum við banka og lánastofnanir. Hún er velþekkt sú hvimleiða staðreynd að neytendavitund er allt of lítil hér á landi. Ekki bætir úr skák þegar samningsstaða hvers einstaklings gagnvart bank- anum sínum er lítil sem engin, þá þarf sérstaklega að verja stöðu þeirra. Starfshópur viðskiptaráðherra á að gera úttekt á lagaum- hverfi bankaþjónustunnar til þess að rukka fyrir þjónustu og von- andi leiðir það til einhverra breytinga. Sem neytendur getum við kvartað undan því að vera rukkuð í hvert sinn sem við greiðum fyrir vörur og þjónustu með kortinu okkar. Að snúa viðskiptum okkar eitthvert annað er varla raunhæfur möguleiki á meðan allir bankarnir sameinast um að rukka fyrir sömu þjónustuna. Annað sem á réttilega að skoða er hvort réttmætt sé að rukka fólk sérstaklega með seðilgjöldum fyrir að fá reikninga senda til sín. Þetta er gjald sem ekki er hægt að semja sig frá, einungis er hægt að lækka þau aðeins með því að velja að fá rafrænan seðil sendan beint í heimabankann og greiða þá eitthvert umsýslugjald í staðinn. Með þessu eru bankarnir að ýta fólki í beingreiðslur, þar sem það missir val yfir því hvort og hvenær reikningar eru borg- aðir, auk þess sem fólk hefur kvartað undan því að neytendavit- undin og yfirsýnin yfir það hvað er verið að borga í formi höfuð- stóls, vaxta og verðbóta minnkar. Þriðja atriðið sem á að skoða er afnám stimpilgjalda, vörugjalda og uppgreiðslugjalda. Þetta kemur þó væntanlega ekki til fyrr en einhver ró hefur komist á húsnæðismarkaðinn til að auka ekki á þensluna sem þar ríkir og gera vont ástand verra. Uppgreiðslu- gjöldin hafa komið mörgum neytendum spánskt fyrir sjónir; að þurfa að borga sérstaklega fyrir að fá að borga upp lán fyrr en til stóð. Það gjald ætti að vera hægt að leggja niður hið fyrsta. Þeir sem kynnt sér hafa húsnæðislán þekkja eflaust að boðið er upp á lán án uppgreiðslugjalda, sem bera þá hærri vexti. Viðbrögð lánastofnana verða því væntanlega þau að hækka almenna vexti á húsnæðislánum til að bregðast við því að fá ekki lengur að rukka uppgreiðslugjöld. Niðurstaðan af því yrði því ekki, líkt og með nið- urfellingu stimpilgjalda, að auka þenslu á húsnæðismarkaði. Starfshópur viðskiptaráðherra hefur ekki langan tíma til að vinna sín störf. Honum er ætlað að skila inn skýrslu og jafnvel drögum að lagafrumvarpi fyrir árslok. Því gæti staða neytenda orðin mun skýrari og öflugri á vormánuðum næsta árs. Loksins einhver neytendapólitík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.