Fréttablaðið - 28.10.2007, Síða 12

Fréttablaðið - 28.10.2007, Síða 12
M ary Luz Suárez Ortiz er ein af kólumbísku flótta- mönnunum sem komu nýlega til landsins á vegum Rauða krossins. Hún kom hingað til að hefja nýtt líf með sonum sínum tveimur, þeim Federico, fjórtán ára, og Bryan, sem er fimm mánaða gamall. Kólumbía er alræmd fyrir fjörutíu ára borgarastyrjöld, sem hefur blandast ábat- asömum kókaínútflutningi og tilheyrandi glæpastarfsemi. Í landinu eru fjölmargir hópar vopnaðra manna. Stærsti hópurinn er FARC-skæruliða- hreyfingin með allt að 20.000 félaga. Hann hefur barist móti stjórnvöldum síðan snemma á sjöunda áratugnum. Vargöldin í landinu, og peningarnir sem fylgja kókaíninu, hafa næsta holað þjóðfélag- ið að innan. Lögreglu- og stjórnmálamenn eru margir hverjir á launaskrá hjá kókaín- barónum og margir skæruliðanna líka. Í landinu er ein hæsta tíðni morða í heimi. Mary Luz hefur verið hundelt af spilltum leyniþjónustumönnum síðan árið 1994, þegar hún var 24 ára gömul og Federico nýfæddur. Hún er ekki há í loftinu en krafturinn, stað- festan og sjálfsvirðingin sjást langar leiðir. Hún var ósköp venjuleg stúlka í háskóla og á leiðinni út í lífið þegar ógæfan dundi yfir hana. Sagan hennar fer hér á eftir. „Þetta hófst allt þegar maðurinn minn Daniel var að klára lögfræðina og vann í sjálfboða- vinnu á skrifstofu í háskólanum. Á þessum árum hafði ríkisstjórnin boðið FARC-skæruliðum aðstoð til að láta af hern- aði og gerast liðhlaupar. Það getur verið stór- hættulegt fyrir þá að hætta, því þú segir ekki bara upp og bless. Liðhlaup þar er litið svip- uðum augum og í öðrum herjum. En, sems- agt, maðurinn minn hjálpaði nokkrum þeirra, til dæmis við að finna venjulega vinnu. Einn liðhlaupinn kom með fjórtán ára stelpu með sér. Foreldrar hennar höfðu verið myrtir af skæruliðum og eini ættinginn sem eftir lifði var amma hennar. Maðurinn minn bauð stelpunni að búa hjá okkur, þetta var árið 1994, og hún borgaði fyrir sig með hús- hjálp. Ég var þá að jafna mig eftir að hafa fætt mitt fyrsta barn. Stelpan varð fljótt hluti af fjölskyldunni og hjálpaði mér mikið með strákinn minn. Hún var sjálf ólétt og þegar hún tók jóðsóttina fór hún á spítalann með ömmu sinni. Sú gamla hringdi þaðan daginn eftir og sagðist hafa mikilvægar upplýsingar handa Daniel. Hún þurfti að segja honum að faðir barnsins væri hátt settur skæruliðaforingi og að stúlkan hefði búið með honum í meira en eitt ár, áður en hún kom til okkar.“ „Sama kvöldið og amman hringdi í okkur komu skyndilega heim til mín nokkrir menn úr DAS [leyniþjónusta Kólumbíu]. Þeir sýndu okkur skilríki þaðan og við sannreyndum það líka á byssunum þeirra, sem voru merktar ríkisstjórninni. Við vorum átta saman að borða þegar þeir komu inn með látum. Þeir vildu sjá skilríkin okkar og öskruðu „Hver ykkar er Daniel?“ Þeir hæddust að honum og sögðu honum að hann hefði ekki átt að hjálpa fólki sem ætti það ekki skilið. Þeir nefndu óléttu stelpuna. Síðan skildu þeir okkur að og ýttu mér í annað herbergi og héldu byssu að enninu á mér. Á meðan var maðurinn minn skotinn til bana. Þeir skutu líka á eina vinkonu okkar sem var gullfalleg fyrirsæta. Þeir ætluðu bara að eigna sér hana, taka hana með í kaupbæti. En hún neitaði að fara með þeim og þeir urðu pirraðir þegar hún streittist á móti og skutu hana í mjöðmina og í fótinn. Greyið var með sílikonpúða í rassinum sem sprakk og lak niður! En hún lifði af. Mennirnir léku sér líka að því að skjóta geirvörtuna af vini okkar, en létu mig, mömmu og litlu systur mína að mestu í friði.“ „Við gáfum svo skýrslu hjá lögreglunni. Við vorum látin lýsa mönnunum og lögreglan gerði skissur af þeim eftir lýsingunni. Við sögðum öll að þetta hefðu verið menn frá DAS og þegar þeir voru búnir að gera mynd af þeim sem myrti manninn minn urðu þeir voðalega stressaðir og skrítnir. Þeir skipuðu okkur að fara og sögðu að þeir myndu hafa samband við okkur. Eitt kvöldið í sömu viku fór mamma mín út í bakarí. Þar var henni rænt og hent upp í bíl. Þetta reyndust vera DAS-menn og þeir ætl- uðu að drepa hana, líklega til að sannfæra mig og okkur um að falla frá kæru. Sem betur fer var lögreglustöð á næsta horni og það var strax lýst eftir henni og bílnum í talstöðvum lögreglunnar. Mamma og DAS-mennirnir heyrðu í talstöð bílsins að verið væri að leita að þeim! Þegar heyrðist að nákvæmlega þessi bíll með þessum númerum væri eftirlýstur og farþegarnir grunaðir um mannrán, sáu mennirnir að áhættan var of mikil. Þeir létu sér nægja að lemja mömmu og segja henni að láta kyrrt liggja. Síðan var henni fleygt út úr bílnum. Umferðarlögreglumaður kom að henni og keyrði hana heim um nóttina.“ „Maðurinn sem myrti eiginmann minn var semsagt foringi innan DAS og á launum hjá FARC-skæruliðunum. Þetta var hefndarað- gerð og þeir vildu refsa manninum mínum fyrir að hjálpa óléttu stelpunni að flýja. Ég sá hana reyndar aldrei aftur, þótt ég leitaði að henni öðru hvoru í tvö ár á eftir. Það vita það allir heima í Kólumbíu að maður á ekki að abbast upp á DAS. Og eina ástæðan fyrir því að leyniþjónustan náði ekki að drepa okkur er sú að valdamikill ofursti, Encizo, sá sem stjórnaði rassíunni þegar Pablo Escobar var tekinn, er skyldur okkur í gegnum manninn minn heitinn. Hann lét okkur hafa lífverði. Encizo ofursti starfaði hjá SIGIN, sem er leyniþjónusta lögreglunn- ar sjálfrar. Ég var með tvo menn frá honum fyrir utan gluggann minn allan sólarhringinn í sirka tvö ár eftir morðið á Daniel. Þeir heilsuðu mér á morgnana og buðu góða nótt á kvöldin.“ „Hitt fólkið, sem var í íbúðinni þegar maður- inn minn var drepinn, var nægilega efnað til að geta látið sig hverfa eitthvað til útlanda eða í aðrar borgir. Ég vildi hins vegar standa á rétti mínum og reyna að fá morðingjann dæmdan. Maðurinn minn var jú myrtur! Kæran lá því inni hjá ákæruvaldinu og á meðan var ég réttdræp af öllum DAS-mönn- um landsins, því þeir standa þétt saman og vernda hver annan. Rannsóknin varð að engu í höndum lögreglunnar en ég hélt samt áfram. Ég fékk mér til dæmis vinnu um hríð sem bílasölukona á stað sem var við hliðina á opinberri skrifstofu sem DAS-menn notuðu mikið. Ég seldi nú einn og einn bíl en ég var þarna í raun og veru til að njósna um leyni- þjónustuna! Ég reyndi að taka ljósmyndir af þeim bílum sem fóru inn um hliðið og auðvitað far- þegunum. Svo fór ég með bílnúmerin í tölvu til að reyna að finna hvaða bílar tilheyrðu DAS og hverjir ekki, en það kom lítið út úr því.“ „DAS fylgist með landamærunum og stjórn- ar vegabréfaeftirlitinu. Því er ekki hlaupið að því að komast undan þeim og úr landi. Ég gerði mér auðvitað grein fyrir hættunni sem við vorum komin í, ég og sonur minn og við öll. Mig langaði því oft að komast í burtu. Á þessum tíma reyndi ég líka oft að lifa eðlilegu lífi og stofnaði meðal annars fyrir- tæki sem flutti út búsáhöld. Það gekk bara ágætlega en þetta líf gekk ekki alveg upp. Í fyrsta skipti sem ég flúði Bogotá faldi ég mig í skottinu á bíl vinar míns og við keyrð- um um nóttina til Ibagué-borgar. Þar keypti hann fyrir okkur flugmiða til Bólivíu á hans nafni. Við komumst þangað og héldum kyrru fyrir í íbúð systur minnar. Eftir þrjá mánuði hélt ég að þetta væri nú allt liðið og fór aftur til Bogotá. Þá voru rúðurnar í húsi mömmu brotnar og ég ákvað að láta mig hverfa og fór með strákinn til ömmu minnar í suðurhluta borgarinnar. Seinna þegar ég var hjá systu í Bólivíu birtust útsendarar DAS þar og nef- brutu hana. Mér var því ekki vært hjá nein- um skyldmennum mínum. Síðan hef ég verið meira og minna á flótta. Ég bjó reyndar um stund hjá tengdafor- eldrum mínum, sem eru tengdari ofurstan- um, og reyndi að láta lítið á mér bera. En ég flutti alltaf reglulega; DAS minnti á sig í hvert skipti sem þeir heyrðu af mér, en náðu þó aldrei til mín, sem betur fer. Árið 2001 keypti mamma til dæmis litla íbúð í Bogotá. Hún vildi að ég væri skráð fyrir henni líka, ef svo færi að eitthvað kæmi fyrir sig. Og það var eins og við manninn mælt: Eftir að við skiluðum inn gögnunum heimsóttu mömmu illilegir menn. Þeir sögð- ust vera frá DAS að rannsaka innbrot í bíla fyrir utan og fengu mömmu með sér út. Þar börðu þeir hana sundur og saman. Heilum sjö árum eftir að maðurinn minn var myrt- ur! „Svona gekk þetta meira og minna árin á eftir. Ég var orðin svo þreytt á þessu að ég ákvað að lokum að reyna að koma mér eitt- hvað í burtu og yfirgefa landið. Ég reyndi að flytja til Þýskalands og seinna til Bandaríkj- anna, en alltaf fór eitthvað úrskeiðis. Ég dreif mig loks með strákinn minn og fékk aðstoð hjá fólki við að komast yfir til Ekvador. Við komum til höfuðborgarinnar Quito um miðja nótt. Daginn eftir leitaði ég hælis hjá flóttamannahjálpinni. Þetta var 24. febrúar 2005,“ segir Mary Luz, „ellefu árum eftir að maðurinn minn var skotinn.“ Á flótta undan leyniþjónustunni Mary Luz Suárez Ortiz hefur verið á flótta í þrettán ár, allt frá því að maðurinn hennar Daniel var myrtur fyrir að aðstoða fólk við að hlaupast á brott úr FARC-skæruliðasamtökunum. Hún og synir hennar tveir eru nú komin til landsins á vegum Rauða krossins. Flóttakonan sagði Klemensi Ólafi Þrastarsyni sögu sína.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.