Fréttablaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 88
Nokkur styr hefur staðið um nýja biblíuþýðingu, eins og við var að búast, enda hefði annað verið algjört nýmæli í sögu þeirra. Núna muna að vísu fæstir eftir látunum í kringum fyrri þýðingar og sömu- leiðis verður uppnámið núna flest- um gleymt þegar sú næsta leysir þessa af hólmi. Einn þeirra sem þannig munu gleymast er Svarthöfði í DV sem sl. fimmtudag fullyrðir að verið sé „að ganga erinda ákveðinna hópa með því að breyta texta ritn- ingarinnar og meiningu hans ... til að þóknast minnihlutahópum“. er auðvitað ekkert annað en illkvittinn rógur. Hér er vegið af algerri vanþekkingu úr skjóli nafn- leyndar að heiðri fremstu biblíu- fræðinga þjóðarinnar. Eða hafa vís- indamenn á öðrum fræðasviðum þurft að sæta því í fjölmiðlum að vera borið á brýn að stjórnast af annarlegum hvötum, að bera ekki á borð það sem sannast er og réttast samkvæmt fræðunum, heldur að falsa niðurstöður sínar? Hvernig ætli viðbrögðin við slíku yrðu? höfum aldrei getað gert okkur gleggri grein fyrir upphaflegri merkingu biblíutexta en nú. Vit okkar á menningarheimi og félags- legu umhverfi frumlesendanna (og þarafleiðandi skilningi þeirra á textanum) hefur aldrei verið meira. Til að komast eins nálægt merkingu frumtextans og framast er unnt er ýmislegt auðvitað þýtt öðruvísi núna en áður, þegar unnið var af minni þekkingu. Síðasta heildar- þýðing Biblíunnar er frá því fyrir daga fyrri heimsstyrjaldarinnar. Að halda því fram að hún sé „sannari“ er auðvitað augljós bábilja sem stenst enga akademíska skoðun. er sárt fyrir þá sem lagt hafa alla sína orku í bókstafstrú á þrálátar túlkunarvillur úr úreltum menningarheimi eldri biblíuþýð- inga sem nú hafa verið leiðréttar. Í huga þeirra er æðsta boðorðið nefnilega alls ekki æðsta boðorðið, sem er heppilegt, því það felur m.a. í sér þá erfiðu skyldu að elska náungann. Slitrur úr Þriðju Móse- bók, Rómverjabréfinu og Fyrra Korintubréfi, rifnar úr öllu sam- hengi, hafa meira vægi, því þar koma fyrir orð eins og „kynvilling- ar“, „girnd“ og „viðurstyggð“, sem auðveldara er að æpa um leið og bent er á náungann. gerir mann nefnilega ekkert mjög frjálsan ef maður hefur reist höll sína á lygum. Þá gerir hann mann bara siðferði- lega gjaldþrota. Sannleikurinn mun gjöra yður frávita F í t o n / S Í A F I 0 2 3 6 1 1 Þegar þú brosir, þá brosum við! þjónustu með ánægju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.