Fréttablaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 8
8 25. nóvember 2007 SUNNUDAGUR
Ferðafélag Íslands
80 ára
Ferðafélag Íslands verður 80 ára
27. nóvember nk.
Í tilefni af dagsins býður FÍ til afmælisveislu
í sal félagsins Mörkinni 6 á milli kl. 18.00
- 20.00 þriðjudaginn 27. nóvember. Boðið
verður kaffi og meðlæti í opnu húsi og tilvalið
er að kíkja við og heilsa upp á góða félaga á
þessum afmælisdegi félagsins.
Ferðafélag Íslands
www.fi .is • s.568-2533,
Nánari upplýsingar fást í næsta útibúi SPRON,
í þjónustuveri í síma 550 1400 eða á spron.is
AR
GU
S
/
07
-0
81
0
Athafnalán til kvenna
SPRON, í samstarfi við Þróunarbanka Evrópu
CEB og Norræna fjárfestingarbankann NIB,
býður konum með mótaða og samkeppnishæfa
viðskiptaáætlun, hagstætt athafnalán* til að
hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd.
Fáðu aðstoð hjá viðskiptastjórum
SPRON og draumurinn gæti orðið að
veruleika!
*Háð útlánareglum SPRON
Nú er tækifærið!
1. Hvað heitir „líkfundar-
maðurinn“ sem situr í gæslu-
varðhaldi?
2. Hvað heitir skipið sem sökk
skammt frá Suðurskautinu í
fyrradag?
3. Í hvaða bæjarfélagi er að
finna talandi brúnkuklefa?
SVÖR Á SÍÐU 38
ÁSTRALÍA Kevin Rudd, leiðtogi
ástralska Verkamannaflokksins,
lýsti í gær yfir sigri stjórnarand-
stöðunnar í þingkosningum sem
fram fóru í fyrrinótt að íslensk-
um tíma. Þegar sjötíu prósent
atkvæða höfðu verið talin var
Verkamannaflokkurinn kominn
langleiðina með að tryggja sér 76
sæti sem þarf til að mynda ríkis-
stjórn.
John Howard, fráfarandi for-
sætisráðherra og leiðtogi Frjáls-
lynda flokksins, óskaði Rudd til
hamingju með afgerandi sigur.
Howard hefur gegnt embætti for-
sætisráðherra síðustu ellefu árin.
Ósigur Howards þykir sérstak-
lega mikill í ljósi þess að útlit er
fyrir að hann tapi einnig sæti sínu
á þingi en það yrði í annað skipti í
sögu landsins sem sitjandi for-
sætisráðherra dettur út af þingi í
kosningum.
Kevin Rudd hefur einungis
setið á þingi í níu ár sem er
skammur tími á ástralskan mæli-
kvarða. Hann virtist fara ögn hjá
sér við fagnaðarlætin sem brutust
út í heimaborg hans, Brisbane,
þegar hann lýsti sigrinum yfir.
Hann hefur heitið því að undir-
rita Kyoto-sáttmálann og að kalla
ástralska hermenn heim frá Írak
en Howard hefur verið andvígur
hvoru tveggja. - ve
Ellefu ára valdatíð Johns Howard í Ástralíu lokið:
Jafnaðarmenn fóru
með sigur af hólmi
FAGNAR SIGRI Kevin Rudd, formaður Jafnaðarmannaflokksins, fagnar sigri í þing-
kosningum í Ástralíu. Honum til vinstri handar er eiginkona hans, Therese Rein, og
sonur hans, Marcus. Rudd var ásamt fjölskyldu í heimaborg sinni, Brisbane, þegar
úrslit kosninganna lágu fyrir. NORDICPHOTOS/AFP
FERÐAMÁL Ferðamenn sem hingað
koma eru mjög jákvæðir í garð
Íslands og dvalarinnar hér. Þetta
er niðurstaða könnunar sem
Anna Karlsdóttir, lektor í ferða-
málafræðum við Háskóla Íslands,
hefur gert og Sunna Þórðar dóttir,
verkefnastjóri markaðs- og
ferðamála á Höfuðborgarstofu,
kynntu við veitingu Njarðar-
skjaldarins í Iðnó í vikunni.
Samkvæmt niðurstöðum könn-
unarinnar eyðir hver þeirra
tæpum sex þúsund krónum á
dag. Í sumar komu rúmlega 53
þúsund farþegar hingað og má
því gera ráð fyrir að þeir hafi
eytt tæpum 320 milljónum sé
miðað við að þeir hafi staldrað
við í einn dag.
Að sögn Sunnu gáfu um 37 pró-
sent farþega áfangastaðnum
Íslandi bestu einkunn og um 32
prósent þá næstbestu.
Einnig kom fram að farþeg-
arnir hrífast mest af náttúrunni
og sögðu þeir þjónustustigið hátt
en maturinn fær síðri einkunn.
„Það er eftir miklu að slægjast
hjá fólki í verslun og þjónustu
þegar kemur að þessum hópi,“
segir Sunna, „því ferðir með
skemmtiferðaskipum er sú grein
ferðaþjónustu sem er í hvað örust-
um vexti ef miðað er við farþega-
fjölda á heimsvísu. Sem dæmi má
nefna að slíkir farþegar voru átta
og hálf milljón fyrir tíu árum en
voru orðnir 13,4 milljónir árið
2005.“
Könnunin var gerð sumrin 2004
til 2006 og tóku 2.283 farþegar af
32 skipum þátt í henni. - jse
Farþegar skemmtiferðaskipa á Íslandi:
Ánægðir með Íslandsdvölina
LÖGREGLUMÁL Guðmundur
Jónsson, sem oftast er kenndur
við Byrgið, hefur kært þjófnað á
munum úr Byrginu. Verðmæti
munanna er metið á um tvær
milljónir króna. Frá þessu er
greint á fréttavef Vísis.
Samkvæmt heimildum Vísis
kom karlmaður að Efri-Brú, þar
sem Byrgið var til húsa, og fékk
þar afhenta muni úr læstri
geymslu. Lögregla lýsti eftir
manninum, sem fannst skömmu
síðar á Sauðárkróki með þýfið.
Þar sem bókhald Byrgisins var
í molum kann að reynast erfitt að
sanna hver réttmætur eigandi
munanna er. - þo
Guðmundur í Byrginu:
Kærir þjófnað
til lögreglunnar
SUNNA
ÞÓRÐARDÓTTIR
Segir ferðalög á
skemmtiferða-
skipum í hvað
örustum vexti
innan ferðaþjón-
ustu í heiminum.
VEISTU SVARIÐ?