Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.11.2007, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 25.11.2007, Qupperneq 20
20 25. nóvember 2007 SUNNUDAGUR JÓN BALDVIN ÓDÆLL Ágúst: „Þetta var mjög óvenjulegt, og sérstaklega á þessum tíma, þegar allt var svona stilltara og fjölmiðlum haldið svolítið í skefjum af stjórnmálamönnum. Jón Baldvin var svo óþekkur, hann átti svo erfitt með að haga sér eftir bókinni.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í hvaða hverfi eigið þið heima og nefnið þrjá kosti og ókosti við búsetuna. Ágúst Borgþór: Ég bý í Vestur- bænum og það eru auðvitað miklu fleiri kostir en þrír. En ég segi Ægisíðan, nálægðin við miðbæinn og KR – þið viljið kannski ekki heyra eitthvað svona karlalegt? Unnur: Jú, jú. Ágúst Borgþór: En þar er svo of lítið úrval af góðu húsnæði. Átti ég að segja þrjá ókosti? Það er svo erfitt að nefna ókosti við Vestur- bæinn. En jú, ég er hættur að geta farið með strætó þaðan og það er búið að leggja niður Vídeóljónið – sjoppuna. Unnur: Ég bý í Heiðmörk og kost- irnir eru nálægðin við náttúruna, fegurð umhverfisins og fjarlægð- in frá miðbænum. Ókostirnir myndu þá vera holóttur vegur sem liggur hingað, fjarlægðin frá mið- bænum – stundum – og það er dágóður spölur í vídeóleiguna. Róar niður æst fólk Þið hafið sem fyrr segir ekki hist áður. Ef þið eigið að ímynda ykkur eitthvað þrennt um hvort annað – sem þið vitið ekki núna hvort er satt eður ei – hvað ætlið þið að ímynda ykkur? Ágúst Borgþór: Ég myndi halda að við Unnur séum mjög lík og svo mjög ólík. Ég get fyrst ímyndað mér að Unnur sé friðlaus ef hún kemst ekki á fjöll. Er eitthvað til í því? Unnur: Já. Ágúst Borgþór: Og ég er eiginlega viss um að hún hafi farið í jóga- tíma. Unnur: Heyrðu, ég var að kaupa mér kort í jóga. Ágúst Borgþór: Svo finnst mér einhvern veginn eins og þú rífist ekki. Og að þú róir niður æst fólk. Unnur: Ertu skyggn? Ágúst Borgþór: Nei, þetta er bara tilfinning, bara tilfinning. Unnur: En nei, þetta er alveg rétt. Ég á mjög erfitt með að rífast og það getur meira að segja háð mér. Ég hef svolítið verið að reyna að læra það á seinni árum og er svo stolt þegar ég get svarað fyrir mig. Ágúst Borgþór: Vertu ánægð með að rífast ekki. Unnur: Nú, jæja, ókei. En ég var búin að ímynda mér að Ágúst Borgþór væri svolítill Mið-Evr- ópumaður og kannski svolítill mið- aldamaður. Ágúst Borgþór: Já, Mið-Evrópu- maður, en ég hef ekki mikla þolin- mæði til að vera inni í kirkjum og lesa um þær og svona. En, jú, það er þetta borgarlandslag sem er upprunnið frá miðöldum sem höfð- ar til mín. Unnur: Svo ímyndaði ég mér það að þú myndir vilja getað skrifað allan tímann, að ritstörfin eigi í raun allan þinn hug. Ágúst Borgþór: Það er rétt en það er svo fjarlægt að ég hef algjör- lega aðlagað mig því að svo er ekki. En það þyrfti svo margt að breytast. Unnur: Ég ímyndaði mér nú alls ekki að þú færir í gymmið eða eitt- hvað þannig en ég ímyndaði mér að þú færir í sund og gönguferðir. Ágúst: Þú ert rosalega nálægt því þarna því ég synti mjög mikið árum saman og svo skipti ég yfir í skokk. En ég gafst upp á að reyna að fullkomna líkamann minn fyrir um tuttugu árum. Ég er bara mjúk- ur og þykkur og í góðu formi. Kynlíf kvenna betra með aldrinum Nú ert þú, Unnur, að gefa út bók um Huldufólk og þú um miðaldra- krísu karlmanna og gráa fiðring- inn, Ágúst Borgþór. Hefur þú séð huldufólk eða álfa, Ágúst, og trúir þú á tilvist þeirra? Heldurðu að það séu álfar í húsinu þínu, Unnur? Og heldur þú að konur geti upplif- að gráa fiðringinn eða er þetta karllægt fyrirbæri? Hefur þú upp- lifað gráa fiðringinn, Ágúst? Ágúst: Ég hef ekki séð það og ég ætla ekki að vera svo hrokafullur að segja að það sé ekki til. En ég trúi ekki sjálfur og finnst mjög leiðinlegt að segja það. Mér finn- ast mjög margir segjast trúa því sem trúa því ekki – og setja upp svona gervibros um leið. Svo ég ætla bara að vera heiðarlegur. Unnur: Ég hef ekki orðið vör við álfa heima hjá mér en þar er góður andi og það hefur komið til mín miðill sem segir að það sé einhver velviljaður þarna. Nú er ég kannski enginn sérstakur talsmað- ur álfa og huldufólks þótt ég hafi gert þessa bók. En það kannski vantar? Ágúst Borgþór: Upplýsingafull- trúa? Unnur: Já, umboðsmann álfa? Ég myndi gjarnan vilja fá það emb- Gott að tala um gráa fiðringinn Ágúst Borgþór Sverrisson hefur aldrei hitt Unni Jökulsdóttur en fann samt á sér að hún færi í jóga. Unnur var þá einmitt nýbúin að kaupa sér jógakort og gat sér sömuleiðis rétt til um það að Ágúst færi ekki í ræktina heldur gengi frekar og synti. Júlía Margrét Alexandersdóttir hitti rithöfundana tvo og ræddi við þá um innsog, þulur og gráa fiðringinn. Á RÖKSTÓLUM Hvað gráa fiðringinn varðar þá átti ég mitt gráa fiðrings ár þegar ég var 39 ára. Ég lenti nú ekki í neinum vondum ástarmálum. En ég lenti í einhverjum rosalegum komp- lexum. Mig hefur alltaf langað til að ... Unnur: ...sigla með strönd Chile. Ágúst: ...að gera það sem ég geri. Mér líður best þegar... Unnur: ...ég er í góðra vina hópi. Gott kaffi hjálp- ar. Ágúst: ...ég er að klára nýja sögu/ég kem til nýrrar borgar/ég kem heim til mín/ég er alveg að sofna. Ég fæ vatn í munninn þegar ég sé... Unnur: ...sushi. Ágúst: ...dálítið sem ég get ekki nefnt. Yrði ritskoðað. Ég fæ grænar bólur þegar... Unnur: ...ég borða súkkulaði. Ágúst: ... ég heyri „rannsóknir hafa sýnt“ (Alveg eins og Brynjar Nielsen). Alþingi er fullt af... Unnur: ...alþingismönn- um, er það ekki? Ágúst: ...venjulegu fólki. Ef ég ætti milljón myndi ég kaupa... Unnur: ...bækur. Ágúst: ... eh, ég á milljón. Ef ég ætti nokkra tugi af þeim myndi ég líklega kaupa einbýlishús í Vesturbæn- um. Ég syng alltaf með... Unnur: ...laginu Sum- mertime. Ágúst: ...Who- lögunum: Who are you, who-who-who-who, Who are you, who-who-who- who. Ég myndi aldrei... Unnur: ...fara í geimferð. Ágúst: ...láta húðflúra mig. Eftirlætis málshátt- urinn er... Unnur: ...Því verr gefast heimskra manna ráð sem fleiri koma saman. Ágúst: ...Vörn er besta sóknin. ➜ OG BOTNIÐ NÚ!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.