Fréttablaðið - 25.11.2007, Side 26
6 FERÐALÖG
D
omaine de Verchant er nafn-
ið á vínekru í eigu frönsku Ver-
chant-ættarinnar sem á sér
mikilfenglega tvö þúsund ára
gamla sögu. Þessi glæsilega villa og „terroir“ sem er
rétt hjá Montpellier í Suður-Frakklandi hefur nú feng-
ið mjög svo skemmtilega andlitslyftingu því nýir eig-
endur hafa breytt henni í nýtískulegt hótel sem skart-
ar fagurri hönnun. „Okkur langaði að gera eitthvað öðru-
vísi í þessu dásamlega umhverfi,“ segja hjónin Chantal
og Pierre Mestre sem opnuðu hótelið í lok september.
„Hótelið er lítið og því getum við veitt afar persónulega
þjónustu. Við völdum það sem okkur fannst fallegast í
bæði alþjóðlegri og ítalskri hönnun til að skapa afslapp-
að en nútímalegt andrúmsloft.“ Boðið er upp á níu her-
bergi, tvær séríbúðir innan jarðareigninnar, eitt lítið hús
og fjögur herbergi í húsnæði sem var áður notað fyrir
verkamenn á vínekrunni, og öll eru með plasmaskjá,
þráðlausu neti og míníbar. Enginn veitingastaður hefur
verið opnaður sem stendur, en boðið er upp á morgun-
verð og létta rétti í stofu sem snýr út að ilmandi jurta-
garðinum. Í apríl verður opnuð heilsulind á jarðareign-
inni, þar sem verður sundlaug, tyrkneskt bað, golfvöllur
og tennisvöllur. Rúsínan í pylsuendanum er svo auðvitað
vínin sem eru framleidd á Verchant-vínekrunni en hún
gefur af sér þrjú afbragðsgóð rauðvín, eitt rósavín og
hvítvín sem var bruggað í fyrsta sinn fyrra. - amb
NÚTÍMALEG HÖNNUN
Á GAMALLI VÍNEKRU
... NÝJASTA ILMINN FRÁ PRADA sem nefnist
Infusion d‘Iris og er dásamlegur blómailmur.
Náðu þér í hann á undan Reykjavíkurdömun-
um. Fæst í helstu erlendu stórverslunum og
Sephora.
Í ferðinni ætlum við
að næla okkur í...
... SMÖRTUSTU
FERÐAHANDBÓK
Í HEIMI en hún
er frá tískuhúsinu
Louis Vuitton.
Leiðarvísir að
London og New
York er kominn út fyrir 2008.
Fæst aðeins í Louis Vuitton-
búðum. www.louisvuitton.com
... GRÆJU FRAMTÍÐARINN-
AR, iPod Touch frá Apple
sem er iPod og lófatölva allt
í senn. Myndir, tónlist, inter-
net, hvað meira
getur maður
beðið um? Fæst
meðal annars í
Elko í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar.
... LOMO FISHEYE
myndavél sem er
afbrigði af hinni
sögufrægu rúss-
nesku Lomo-vél.
Fisheye-vélin brengl-
ar viðfangsefni sín, sem ætti að gefa þér
skemmtilegustu partímyndir í heimi! Fæst í
ýmsum erlendum safnabúðum og á www.
lomography.com
NÝTT
Franskri villu í Languedoc breytt í hótel þar sem þú getur dreypt á eðalvínum héraðsins
BESTI STAÐURINN
TIL AÐ GERA JÓLA-
INNKAUPIN: Allar litlu
sniðugu göturnar fyrir
ofan Strikið og fyrir ofan
D‘Angleterre hótelið.
(Grønnegade/Kron-
prinsessegade/Pilestr-
æde/Ostargade/Pist-
olstræde/ Adelgade)
FALLEGASTA KAFFI-
HÚSIÐ TIL AÐ FARA
Á: Flottasta kaffihúsið
í miðbænum er Café
Victor og Bang og
Jensen á Istedgade er
góður „lókal“ bar, kaffi
og internetstaður.
BESTI MORGUNVERÐ-
URINN: Laundromat á
Østerbro.
SMARTASTI BARINN:
Boutique Lize á Isted-
gade, ég fer aldrei niður
í bæ á kvöldin og þeir
gera toppklassa Mojito.
FALLEGASTA JÓLA-
SKRAUTIÐ ER Á...
Magasin, Kongens
Nytorv og í Tívólíinu.
Á HVAÐA VEITINGA-
STAÐ MYNDIR ÞÚ FÁ
ÞÉR TRADITIONAL
DANSKAN MAT? Sankt
Anne í miðbænum og
Sans Souci í Frederiks-
berg, hann er af gamla
skólanum og hefur verið
opinn síðan 1902.
NÝJASTA UPPGÖTVUN-
IN ÞÍN Í KÖBEN: Brunch
a Sult - dálítið dýr ( 200
DK) en þar er buffet
með frábæru úrvali. Og
svo getur maður dottið
í Cinemateket í bíó eða
skoðað kvikmyndabæk-
ur, enda allt í sama húsi
og danska kvikmynda-
stofnunin (www.dfi.dk)
BESTI STAÐURINN TIL
AÐ FARA MEÐ BÖRNIN:
Laundromat á Østerbro,
fullt af leikföngum fyrir
krakkana og góður leik-
völlur rétt hjá, á Arhus-
gade. Svo er dýragarð-
urinn náttúrlega frábær
strax á eftir.
- amb
ÞÓRIR SNÆR
SIGURJÓNSSON,
KVIKMYNDAFRAM-
LEIÐANDI HJÁ ZIKZAK
PRODUCTIONS
ÞAÐ HEITASTA Í …
HÓTELUM, VEITINGASTÖÐUM, GRÆJUM, BÚÐUM, MÖRKUÐUM OG FERÐANÝJUNGUMMIÐBAUGUR
kaupmannahöfn
HEIMAMAÐURINN
[ FERÐAST Í HUGANUM ] Í fjársjóðsbúðinni
Kisunni er ótrúlega gott úrval af hvers kyns
ferðabókum sem
ættu að veita
öllum innblástur
að frábærum
ferðalögum. Allt
um stórborgir,
fjarlæg lönd,
falleg hótel og
hvar eigi að
snæða.
Kisan, Laugavegi
HVAÐ? DOMAINE DE VERCHANT Castelnau le Lez HVERNIG? 00 33 4 67 07 26 00 / www.verchant.com