Fréttablaðið - 25.11.2007, Side 28

Fréttablaðið - 25.11.2007, Side 28
SVAÐALEGAR BREKKUR og unaðsleg „aprés- ski“ stemning 8 FERÐALÖG RENNDI SÉR NIÐU SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSO Skíðaferðir hafa lengi notið vinsælda en hvað er það sem gerir það að verkum að ef fólk fer einu sinni vill það helst strax fara aftur? Ferðalög spurði nokkra skíðamenn og -konur hvert þau færu og hvað þau gerðu – annað en að skíða. HVERT FÓRSTU Í BESTA SKÍÐAFRÍIÐ ÞITT? Það eru hiklaust þær ferðir sem við höfum farið í Dalina þrjá eða „Les Trois Vallées“ í frönsku Ölpunum sem er stærsta skíðasvæði í heimi. Við höfum verið í Meribel Mottaret sem er pínulítið þorp efst í miðjum dalnum. Svæðið er það stórt að við ákveðum alltaf á morgnana á hvaða veitingastað við hittumst í hádeginu og þar er alltaf einhver gómsætur réttur dagsins. Við fjölskyldan höfum verið þar tvö undanfarin jól vegna þess að ekkert er betra en snjór og franskur matur og vín. Við eigum örugglega eftir að fara þangað aftur og aftur. HVERNIG SKÍÐI ÁTTU? Frekar stutt og stíf Atomic-skíði. HVAÐ ER NAUÐSYNLEGT AÐ TAKA MEÐ SÉR Í GOTT SKÍÐAFERÐA- LAG FYRIR UTAN SKÍÐIN OG KLÆÐNAÐ? Fjölskylduna. Til þess er maður nú að þessu. HVERT ER BESTA SKÍÐAHÓTEL SEM ÞÚ HEFUR DVALIÐ Á? Það var pínulítið austurrískt skíðahótel í Lech en þar var ég til dæmis í næsta herbergi við Júlíönu Hol- landsdrottningu. Ég varð þó ekki var við neinar konunglegar hrotur. Hótelið var svo sjarmerandi því týr- ólahefðir voru svo áberandi í rekstri þess. Það lá við að maður jóðlaði við morgunverðarborðið. HVER ER ÆSILEG- ASTA BREKKA SEM ÞÚ HEFUR BRUNAÐ NIÐUR? Hún er í Selva á Ítalíu. Þar er heims- meistaramót í bruni oftar haldið en ekki og það er mjög gaman að vera fyrstur þar niður þegar snjórinn í brekkunni er enn eins og flauel. EFTIRLÆTIS SKÍÐAMÁLTÍÐIN? Þegar lyftunum er lokað klukkan hálffimm verslum við í lítilli kjörbúð og kaupum meðal annars gæsa- lifrarkæfu, osta og ískalt kampavín og húsfreyjan töfrar eitthvað gott úr því. HVAR ER BESTI SNJÓRINN? Utah. Ég hef ekki skíðað þar en er á leiðinni þangað. FALLEGASTA SKÍÐASVÆÐIÐ? Dal- irnir þrír eru langfallegasta svæðið. HVAÐ ER ANNAÐ SKEMMTILEGT AÐ GERA Í SKÍÐAFERÐUM EN AÐ SKÍÐA? Það er einfaldlega bara samveran með fjölskyldunni, að vera með konu og börnum. Notalegt að vera úti saman, rjóður í kinnum og reyna á sig. HVAÐ ER BEST AÐ GERA Á KVÖLDIN Í GÓÐU SKÍÐAFERÐA- LAGI? Við skíðum frá því er opnað og fram að lokun og tökum ekki mikil hlé. Því erum við svo þreytt á kvöldin og spennt að vakna til að halda áfram að við förum mjög snemma í háttinn. HVERT MYNDIRÐU VILJA FARA NÆST Á SKÍÐI? Ég er á leiðinni til Bandaríkjanna, nánar tiltekið Klettafjallanna. Þar förum við í Jackson Hole, Wyoming og Deer Valley og verðum um jólin. GÆSALIFUR OG KAMPAVÍN BESTA EFTIRSKÍÐA-SNAKKIÐ PÁLL STEFÁNSSON LJÓSMYNDARI HVERT FÓRSTU Í BESTA SKÍÐAFRÍIÐ ÞITT? Besta skíðafríið sem ég hef farið í var til Fashina Fontanella í Austurríki, enda það eina sem ég hef farið í, en það var alveg frábært og stóð undir öllum mínum vænting- um. Þarna vorum við með öllum okkar bestu vinum í ótrúlega góðu veðri, frábæru færi og fallegu umhverfi í austurrísku Ölpunum. HVERNIG SKÍÐI ÁTTU? Ég á því miður engin skíði eins og stendur og hef því þurft að taka þau á leigu. En það stendur vonandi til bóta. HVERT ER BESTA SKÍÐAHÓTEL SEM ÞÚ HEFUR DVALIÐ Á OG HVAÐ VAR ÞAÐ SEM GERÐI ÞAÐ SVO FRÁBÆRT? Walserhof-hótelið í Fashina Fontanella. Þar er allt til alls. HVER ER ÆSILEGASTA BREKKA SEM ÞÚ HEFUR BRUNAÐ NIÐUR? Ætli það STÆRSTA SKÍÐASVÆÐI HEIMS Páll Stefáns- son ljósmyndari hefur farið oftar en einu sinni í Dalina þrjá í frönsku Ölpunum og dvalið þá í litlu krúttlegu þorpi sem heitir Meribel Mottaret. BESTI SNJÓRINN Arnar Sigurðsson, markaðsstjóri og skíðaspekúlant segir besta snjóinn vera í Colorado. FASHINA FONTANELLA Sigurður Kári Kristjánsson heimsótti þetta skemmtilega skíðasvæði í Austurríki á síðasta ári og var þar á skíðum allan daginn og skellti sér svo í gufubað að degi loknum. SLÖKUN PAR EXCELLENS Skíðaferðir eru að mati flestra ekki fullkomnaðar nema með arineld, slökun og gufubaði að lokinni útiveru.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.