Fréttablaðið - 25.11.2007, Side 32
ATVINNA
25. nóvember 2007 SUNNUDAGUR12
Upplýsingatækni á heilbrigðissviði
Markmið TM Software - heilbrigðislausna er að samþætta þekkingu á hugbúnaðargerð, klínísku vinnulagi
og kröfur um öryggi sjúklinga. Við þróum hugbúnað sem styður við verklag og þarfir heilbrigðisstarfsfólks
til hagsbóta fyrir sjúklinga og samfélagið. Helstu viðskiptavinir eru Landspítali – háskólasjúkrahús,
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og allar heilsugæslustöðvar og heilbrigðisstofnanir á landinu.
Rekstur gagnagrunna
Við leitum að öflugum einstaklingi til að starfa
í þjónustuteymi okkar. Starfið felst í rekstri
gagnagrunna, uppsetningu og samþættingu
kerfa fyrir sjúkrahús, heilsugæslur og
heilbrigðisstofnanir ásamt þjónustu, ráðgjöf
og greiningu verkefna.
Hæfniskröfur:
• Reynsla af sambærilegu starfi
nauðsynleg. Fjölbreytt menntun á sviði
upplýsingatækni kemur til greina.
• Þekking á helstu gagnagrunnum t.d.
Oracle og/eða MS-SQL
• Reynsla af forritun kostur en ekki
nauðsynleg
Hugbúnaðarþróun
Starfið felst í hugbúnaðarþróun og
samþættingu leiðandi lausna fyrir sjúkrahús,
heilsugæslur og heilbrigðisstofnanir. Við
leitum að einstaklingum með menntun
eða reynslu í forritun.
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði,
verkfræði eða sambærileg menntun
• Haldgóð starfsreynsla af hugbúnaðarþróun
æskileg
• Þekking á Oracle eða MS-SQL
Þróunarteymið starfar eftir vel skilgreindum
framleiðsluferlum sem byggja á MSF
hugmyndafræði. Áhersla er lögð á skipulögð
og öguð vinnubrögð.
Hugbúnaðarprófanir -
Handbókargerð
Starfið felst í gerð prófanatilvika, einingaprófana
og vinnu við framkvæmd þeirra. Þátttaka við
innleiðingu prófunarhugbúnaðar og þróun
prófunarferla.
Einnig leitum við að einstaklingi sem gæti haft
yfirumsjón með gerð handbóka og kennsluefnis.
Hæfniskröfur:
• Fjölbreytt háskólamenntun kemur til greina
• Skipulögð og öguð vinnubrögð
• Skilningur á ferli þróunar
og prófunar
• Reynsla af sambærilegum störfum
æskileg
TM Software er leiðandi
þekkingar- og þjónustufyrirtæki
á sviði upplýsingatækni.
Fyrirtækið þjónar um 1.200
viðskiptavinum um heim allan.
TM Software hefur um árabil
verið á „Europe’s 500“ listanum
sem eitt af framsæknustu
fyrirtækjum í Evrópu.
Við leitum að öflugum einstaklingum sem eru búnir að
sanna sig á sviði upplýsingatækni og langar að takast á
við ný og ögrandi verkefni í öflugu og framsæknu
fyrirtæki.
Samstarfshæfni, sjálfstæð og öguð vinnubrögð auk
metnaðar og vilja til að ná árangri eru eiginleikar sem við
metum mikils.
Við bjóðum og leggjum áherslu á:
• Frábæran starfsanda og liðsheild
• Góða starfsaðstöðu
• Sveigjanlegan og fjölskylduvænan
vinnutíma
• Virka endurmenntun í starfi
• Margvísleg tækifæri til starfsþróunar
• Gott mötuneyti
• Laun og önnur starfskjör eftir samkomulagiPIP
A
R
•
S
ÍA
•
7
2
3
4
9
www.tm-software.comHoltasmári 1 | 201 Kópavogur | Sími 545 3000 | Fax 545 3001 | info@tm-software.com
Gætt verður fyllsta trúnaðar um allar umsóknir og fyrirspurnir.
Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon, starfsmannastjóri. Umsóknir
með ferilskrá sendist til starfsmannastjóra torfi@t.is, fyrir 8. desember.
Vilt þú skipta máli?
4