Fréttablaðið - 25.11.2007, Síða 41

Fréttablaðið - 25.11.2007, Síða 41
ATVINNA SUNNUDAGUR 25. nóvember 2007 21 www.marelfoodsystems.com Nánari upplýsingar um störfin veitir Magnús Rögnvaldsson, sviðsstjóri viðskipta- og ráðgjafarsviða, í síma 563-8000 eða mhr@marel.is. Fylla skal út umsóknir á heimasíðu Marel ehf, www.marel.is, fyrir 5. desember. Öllum umsóknum verður svarað og fullum trúnaði heitið gagnvart umsækjendum. Marel ehf er dótturfélag Marel Food Systems hf sem er alþjóðlegt hátæknifyrirtæki í fararbroddi í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og lausna fyrir matvælaiðnað. Hjá Marel Food Systems starfa yfir 2100 starfsmenn í 5 heimsálfum, þar af um 370 manns hjá Marel ehf á Íslandi. Tæknilegur sölustjóri í N-Evrópu Selur og veitir ráðgjöf um sölu tækja og lausna í sölukerfi Marel Food Systems í Norður- Evrópu. Einnig mun viðkomandi starfa sem sölustjóri Marel ehf fyrir einstök lönd innan þessa svæðis. Tæknilegur sölustjóri gerir tilboð, fyrirkomulagsteikningar, hermun og kostnaðarlíkön fyrir viðskiptavini. Til að verða tæknilegur sölustjóri í N-Evrópu þarft þú að: • vera verk-, iðn- eða tæknifræðingur eða hafa aðra menntun sem nýtist í starfi. • hafa góða þekkingu á CAD teiknivinnu og töflureikni. • hafa mjög gott vald á ensku og einu norðurlandamáli, færni í öðrum tungumálum er kostur. Sölustjórar Marel ehf leitar að tveim framtakssömum sölustjórum á viðskiptasvið til að drífa áfram og styðja við sívaxandi sölukerfi Marel Food Systems í fjölbreyttu og lifandi viðskiptaumhverfi. Viðkomandi þurfa að geta unnið vel í hóp, hafa drifkraft til að fylgja verkefnum eftir upp á eigin spýtur og loka málum á farsælan hátt. Þekking á vinnslutækni í matvælaiðnaði er mikill kostur. Sölustjórar kynna og selja tæki og vinnslukerfi í matvælaiðnaði í samvinnu við sölunet um allan heim. Þeir starfa með færustu sérfræðingum í matvælaiðnaði við uppbyggingu vinnslukerfa, ferðast og hitta fjölbreyttan hóp viðskiptavina. Sölustjórar þurfa að hafa kraft til að hvetja sívaxandi sölukerfi til dáða og hæfileika til að afla nýrra viðskiptavina. Sölustjóri í Evrópu Selur og veitir ráðgjöf um sölu tækja og lausna í sölukerfi Marel Food Systems í Evrópu. Viðkomandi mun einnig starfa sem sölustjóri Marel ehf fyrir einstök lönd innan þessa svæðis, ásamt því að vinna ýmiss konar greiningarvinnu og verk fyrir öll sölusvæði í Evrópu. Til að verða sölustjóri í Evrópu þarft þú að: • vera rekstrar-, tækni -, eða viðskiptafræðingur eða hafa aðra menntun sem nýtist í starfi. • hafa mjög góða færni í ensku, færni í öðrum tungumálum er mikill kostur. • hafa mjög góða almenna tölvukunnáttu, færni í Axapta er kostur. Tryggingastofnun Lyfjatæknir í lyfjadeild Við leitum að lyfjatækni í fullt starf í lyfjadeild. Þar vinna 9 manns og er áhersla lögð á góða samvinnu og sterka liðsheild. Starfssvið: • Afgreiðsla umsókna vegna lyfjaskírteina • Afgreiðsla umsókna um greiðsluþátttöku í óskráðum lyfjum • Annast greiðslur til apóteka og eftirlit með greiðslum • Afgreiðsla umsókna um styrk til kaupa á næringu og sérfæði • Upplýsingagjöf til viðskiptamanna lyfjadeildar Menntun og hæfniskröfur: • Lyfjatæknir • Góðir samstarfshæfi leikar • Vandvirkni • Tölvukunnátta • Starfsreynsla Nánari upplýsingar um starfi ð veitir Guðrún I. Gylfadóttir deildarstjóri lyfjadeildar, sími: 560 4479. Umsóknarfrestur er til 2. desember. Umsóknir sendist starfsmannaþjónustu Tryggingastofnunar, Laugavegi 114, 150 Reykjavík, í pósti eða rafrænt (starf@tr.is). Í umsók- num skulu koma fram upplýsingar um menntun og fyrri störf. Öllum umsóknum verður svarað þegar niðurstaða um ráðningu liggur fyrir. Stefna Tryggingastofnunar er að vera öfl ug og traust stofnun, ákvarða og inna af hendi réttar greiðslur, vei- ta gagnlegar upplýsingar og ráðgjöf til viðskiptavina og annast eftirlit með málefnum sem Tryggingastof- nun eru falin samkvæmt lögum á faglegan, öruggan og hagkvæman hátt. Tryggingastofnun Laugavegur 114 - 150 Reykjavík www.tr.is Náttúrufræðingur óskast Náttúruminjasafn Íslands sem starfar skv. lögum nr. 35/2007 er höfuðsafn á sviði náttúrufræða og er hlutverk þess að varpa ljósi á náttúrusögu landsins, nýtingu náttúru- auðlinda, samspil manns og náttúru og á náttúru landsins í alþjóðlegu samhengi. Náttúruminjasafn Íslands óskar eftir að ráð náttúru- fræðing til starfa við skipulagningu og uppbyggingu safnsins. Umsækjendur skulu hafa lokið meistara-, doktorsprófi eða sambærilegu prófi og hafa hald- bæra reynslu við kennslu og/eða rannsóknir. Um laun og önnur starfskjör fer eftir kjarasamningum opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar um starfi ð veitir Helgi Torfason forstöðumaður í síma 577 1800 eða 899 0868, netfang heto@natturuminjasafn.is. Skrifl egum umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsferil skal skila til skrifstofu Náttúruminjasafns Íslands, Túngötu 14, 101 Reykja- vík eða í tölvupósti til heto@natturuminjasafn.is. Umsóknarfrestur er til 10. desember 2007. Náttúruminjasafn Íslands, 22. nóvember 2007 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.