Fréttablaðið - 25.11.2007, Page 72
ATVINNA
25. nóvember 2007 SUNNUDAGUR32
Við óskum eftir hugmyndaríkum
og ritfærum blaðamanni.
BLAÐAMENN
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Æskilegt er að viðkomandi hafi
reynslu af blaðamennsku og
fjölmiðlamenntun er kostur.
Góð íslenskukunnátta er skilyrði.
Nánari upplýsingar veitir
Inga Huld Hermóðsdóttir
í síma 515 5000 eða í tölvu-
pósti ingahuld@birtingur.is
Rafport Starfsmenn óskast
Um er að ræða hefðbundin lagerstörf. Við leitum að áhugasömum einstaklingi, sem getur hafið störf sem
fyrst. Við bjóðum skemmtilegt starfsumhverfi í samheldnum hópi yngri og eldri starfsmanna.
Sölumaður
Starfsmaður á lager
Starfið felur í sér sölu á raflagnaefni af öllu tagi ásamt ráðgjöf. Haldgóð þekking á raflagnaefni er kostur.
Við leitum að áhugasömum einstaklingi, sem getur hafið störf sem fyrst. Við bjóðum skemmtilegt
starfsumhverfi í samheldnum hópi yngri og eldri starfsmanna.
Áhugasamir hafi samband við Jón Þór í síma 897 7383 eða sendi umsókn með upplýsingum um
menntun og fyrri störf á netfangið jonthor@rafport.is. Farið verður með allar umsóknir sem
trúnaðarmál og þeim svarað.
Rafport | Nýbýlavegi 14 | 200 Kópavogur | Sími 554 4443 | Fax 554 4102 | www.rafport.is | rafport@rafport.is
Laus er staða leikskólastjóra í Náttúruleikskólanum Hvarf Kópavogi.
Skólinn er sex deilda leikskóli sem er staðsettur í fögru umhverfi
Elliðavatns. Leikskólinn hefur það að leiðarljósi að ala með
börnunum áhuga á heilbrigði og hollum lífsháttum.
Leikskólinn er þátttakandi í Grænfánaverkefni Landverndar. Unnið er að
þróunarverkefni sem miðar að því að starfsfólk leikskólans og foreldrar
noti samræmdar uppeldisaðferðir. Áhersla er lögð á skapandi tjáningu í
orðum og athöfnum. Í leiskólanum starfar listmeðferðarfræðingur.
Leikskólinn er rekinn samkvæmt þjónustusamningi við Kópavogsbæ.
Nánari upplýsingar á www.natturuleikskolinn.is
Menntunar- og færnikröfur:
- Leikskólakennaramenntun áskilin
- Reynsla í stjórnun
- Sjálfstæð vinnubrögð
- Góð tölvukunnátta
- Færni í mannlegum samskiptum
- Skipulagshæfileikar, frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi.
Einnig eru lausar stöður leikskólakennara.
Upplýsingar veitir Ólafur Grétar Gunnarsson í:
síma: 897-1122 / netfangi: ogg@obradgjof.is
Leikskólastjóri í
Náttúruleikskólanum
Hvarf
Upplýsingar um starfið og umsóknareyðublöð eru á skrifstofu ÍSTAKS,
Engjateigi 7, 105 Reykjavík og í síma 530 2700 milli 8:15 og 17:00.
Einnig er hægt er að senda inn umsókn á heimasíðu okkar www.istak.is.
ÍSTAK er leiðandi fyrirtæki á íslenskum
verktakamarkaði. Hjá fyrirtækinu starfa
um 650 manns, víðsvegar um landið
sem og erlendis.
ÍSTAK er alhliða verktakafyrirtæki sem
var stofnað árið 1970 og hefur annast
ýmis verkefni, svo sem virkjanir, stór-
iðjuver, hafnargerð, vega- og brúagerð
auk flugvalla. Ennfremur húsbyggingar
fyrir opinberar stofnanir, sveitarfélög,
fyrirtæki og einstaklinga.
JÁRNIÐNAÐARMENN
ÍSTAK óskar eftir að ráða járniðnaðarmenn á járnsmíðaverkstæði.
Umsækjendur þurfa að hafa starfsreynslu í járnsmíði.
Í starfinu felst nýsmíði og uppsetning stálvirkja auk breytinga og
viðhalds á tækjabúnaði.
Auglýsingasími
– Mest lesið
24