Fréttablaðið - 25.11.2007, Page 92

Fréttablaðið - 25.11.2007, Page 92
M ér líður oft eins og svindlara. Eins og villimanni sem braut eina af grunnreglum samfélagsins. Svona eins og týpunni sem fór í frí og harðneitaði að koma heim. Ef allir gerðu þetta myndu stoðir samfé- lagsins hrynja. Fólk hreinlega flytur ekki í sum- arbústaðinn sinn. – Eða hvað? Sem Íslendingi finnst mér eitt- hvað einstaklega óeðlilegt við að hafa sól alla daga. Hvað þá að hún komi upp á sama tíma, og að ég þurfi aldrei að skafa bílinn. Það er eitthvað óendanlega skrít- ið við slabblausa tilveru – sérstak- lega í nóvember. Í hugum flestra eru Bahamaeyj- ar samnefnari fyrir paradís. Fólk sér fyrir sér sumar og sól, hvítar sandbreiðurnar á ströndinni og marglita kokkteila. Og það hefur 100% rétt fyrir sér! Hér ná strendurnar eins langt og augað eygir og sandurinn er hvít- ur, sjórinn túrkísblár og pálma trén svigna undna þunga kókoshnetanna. Hingað flykkjast ferðamenn í leit að hinni karabísku paradís og ansi margir Íslendingar leggja leið sína hingað – enda lítið mál að skjót- ast hingað frá Orlando. Hér eru frá- bærir golfvellir, endalausar veiði- lendur, spilavíti og fjölskrúðugt mannlíf. Hér er fólk líka í afslappaðra lagi og hugtakið STRAX þekkist ekki. Fyrir vikið getur allt skrifræði tekið óratíma og oft tekur það margar vikur að fá grundvallar- þjónustu á borð við símalínu heim til þín. Hér eru kirkjur jafn algengar og sjoppur heima á Íslandi, umferð- armenningin stórkostleg og menn aka eins og snaróðir og klessa oftar en ekki á tré og annað tilfallandi í vegakantinum. Sjálf er ég búin að aðlagast nokk- uð vel. Ég er til dæmis farin að keyra eins og glæpamaður, enda á handónýtum torfærujeppa sem fellibylurinn Francis, sem reið hér yfir fyrir þremur árum, náði að setja mark sitt á. Hann beið þess aldrei bætur og hluti af því sem jafnaði sig aldrei er miðstöð- in, ljósabúnaðurinn og öryggisbelt- in, að ógleymdum rúðuþurrkunum, þá sjaldan sem maður þarf á þeim að halda. Viðey er fín – en þegar kemur að því að velja sér áfangastað í fríinu er valið einfalt. Það er fyrst þegar maður ætlar að búa í paradís að vandræðin byrja … en það er samt vel þess virði. Allt er betra en að þurfa að skafa bílinn. 16 FERÐALÖG EYJALÍF Póstkort frá Þóru Sigurðardóttur 1. EKKI PAKKA OF MIKLU Mundu að þú gengur aldrei nema í þriðj- ungi af fötunum sem þú setur í ferðatöskuna. Best er að reyna að troða öllu í litla tösku og geyma í handfarangri. Yfirvigt getur líka reynst dýrkeypt. 2. TÉKKAÐU INN Á NETINU EÐA SÍMLEIÐIS Þá sleppur þú við verstu biðraðirnar. Flest flugfélög bjóða upp á þennan möguleika og svo „fast drop“ þjónustuborð fyrir farangurinn. 3. VERTU KLÁR AÐ BÓKA. Best er að bóka flugferðir með góðum fyrirvara til að fá ódýrustu fargjöld- in. Hvað varðar hótel og villur hins vegar er sniðugt að taka sénsinn og bíða fram á síðustu stundu. 4. EKKI SPARA OF MIKIÐ Það er ekkert verra en að hírast í hræðileg- um þröngum sætum aftast í vélinni ef þú ert í tólf tíma flugi til Tókýó eða álíka. Þrátt fyrir að þú hafir ekki efni á fyrsta klassa er stundum hægt að fá „upgrade“ og borga til dæmis fimmtán þúsund krónum meira fyrir einn ferðalegginn og ná sér í ágætis svefn. 5. LOSNAÐU VIÐ BIÐRAÐIR Ekki vita allir að þú getur keypt miða á stór söfn á netinu. Raðir til dæmis í Louvre eða Uffizi-safnið eru sögu- lega langar og ef þú bókar miðann áður en þú ferð geturðu skotist framhjá biðröðinni með bros á vör. 6. VERTU VEL TRYGGÐUR OG NOTAÐU KREDITKORT Ef þú ferð- ast mikið borgar sig oft að kaupa árlega ferðatryggingu fyrir þig eða fjölskylduna. Kreditkort auðvelda ferðalagið mikið og bjóða upp á hagstæðasta gengið. Passaðu þig bara á kreditkortafölsunum. FERÐAGÚRÚINN NOKKUR HEILRÆÐI TIL AÐ HAFA Í HUGA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.