Fréttablaðið - 25.11.2007, Side 93
SUNNUDAGUR 25. nóvember 2007
HAFA HUGMYNDIR UM NÝJA ÞULI Unnur: „Á ég ekki bara að velja Jón Baldvin? Hann er svona föðurleg týpa. Heldurðu að hann
verði nokkuð fúll út í mig – fyrir að stinga upp á honum?“
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ætti yrði það stofnað. Ég er fyrst
og fremst forvitinn ferðalangur í
bókinni en það ber tvímælalaust
að bera virðingu fyrir þeim sem
sjá og skynja meira en við.
Ágúst: Hvað gráa fiðringinn varð-
ar þá átti ég mitt gráa fiðrings ár
þegar ég var 39 ára. Ég lenti nú
ekki í neinum vondum ástarmál-
um. En ég lenti í einhverjum rosa-
legum komplexum út af því að ég
var að verða fertugur og gerði líka
einhverjar óraunhæfar kröfur um
að hjónaband mitt og konunnar
minnar ætti að vera aftur eins og
þegar við vorum að byrja saman.
Hún hefur sagt við mig að ég hafi
verið ofsalega undarlegur þetta ár.
Síðan hefur þetta bara verið fínt.
En ég óttast samt að það komi
annað svona ár þegar ég verð 49
ára.
Unnur: Já, ég held að konur geti
alveg upplifað gráa fiðringinn líka.
Hann kannski birtist öðruvísi og
hefur þess vegna ekki hlotið þetta
nafn. En konur fara að upplifa
kynlíf mikið betur með aldrinum
og ég held það geti alveg hellst allt
í einu yfir konur að vilja víkka
sjóndeildarhringinn.
Ágúst: Ég held að það sem skipti
máli sé að horfast í augu við þetta
og tala um þessar kenndir. Ef fólk
velur að vera í sama hjónabandinu
mjög lengi, þótt ég sé ekki að segja
að það eigi endilega að vera þannig,
þá auðvitað koma upp svona krís-
ur. Og þá má rífast og vinna með
þær. Mun frekar en að burðast
með þetta allt í hljóði.
Unnur: Ætli það sé ekki líka bara
mjög algengt, fólk finnur kannski
einhverjar tilfinningar af þessum
toga en tilveran er svo hröð að það
má ekki vera að því að spá í þær.
Bloggar og bloggar ekki
Nú ert þú, Ágúst Borgþór, bloggari
mikill. Hvaða blogg eru í eftirlæti
hjá þér? Lest þú, Unnur, eða skrif-
ar blogg?
Ágúst Borgþór: Blogg Egils Helga-
sonar er í eftirlæti og svo finnst
mér líka mjög gaman að lesa blogg
fólks sem er ólíkt mér. Til dæmis
hef ég mikið lesið blogg eftir ungar
konur og það hjálpaði mér líka við
að skrifa bókina. Ein þeirra heitir
katrin.is – hún er mjög skemmti-
leg. Ofsalega ólík mér en hún
hefur svona spontant hugsunar-
hátt sem er mjög ólíkur mér.
Unnur: Já, hún er mjög skemmti-
leg. Ég myndi aldrei fara að blogga
nema ég fengi borgað fyrir það.
Ágúst Borgþór: Það er gott mottó.
Unnur: Þá skriftarorku sem ég hef
reyni ég að nota í bók. En nú síðan
í haust eftir að ég fór að vinna hjá
Skógrækt Reykjavíkur hefur mig
svolítið langað til að prófa að
blogga. Fyrst fannst mér alltaf
tímasóun að detta niður á blogg en
núna er ég farin að kunna að lesa
inn á þetta því oft fá bloggarar ein-
hver komment og það skapast
umræður. Og ég sem er hérna ein
uppi í Heiðmörk get þá fylgst með
hvað fólk er að spá og skrifa um.
Ég fer mest inn á bloggin í gegn-
um Moggann og þar er til dæmis
kona sem heitir Jenný Anna Bald-
ursdóttir og önnur sem heitir Jóna
sem mér þykja mjög skemmtileg-
ar.
Ánægð með Egil Helgason
Úr bloggi í sjónvarpssal. Hver er
ykkar eftirlætis íslenska sjón-
varpsþáttaröð og hvert skyldi vera
eftirminnilegasta atvikið úr
íslensku sjónvarpi fyrr og síðar?
Og nú þegar þjóðin hefur fengið
heilt sett af nýjum þulum – hvaða
þjóðþekkta einstakling, sem ekki
starfar við sjónvarp, mynduð þið
vilja fá sem þulu?
Ágúst: Næturvaktin er í uppáhaldi.
Hún einhvern veginn sameinar
það að vera eins og Fóstbræðra-
þáttur, með rugluðu gríni, en samt
nær hún líka að vera raunsæisleg
og sorgleg. Og leikurinn er frá-
bær. Virkilega vel lukkað.
Unnur: Ég sá einmitt um daginn
þegar ég horfði á Edduna hvað það
er mikið sjónvarpsefni sem fer
framhjá mér þar sem ég er ekki
með Stöð 2. En mér finnst Egill
Helgason mjög góður og ég fagna
því að fá hann í Ríkissjónvarpið.
Sterkur sjónvarpsmaður og virki-
lega gaman að sjá hann koma inn.
Ég var mjög hissa fyrst á því að
hann ætti að vera með bókmennta-
þátt, hélt það ætti frekar að vera
einhver bókmenntafræðingur, en
mér finnst hann gera þetta mjög
skemmtilega og hann er með þenn-
an sjónvarpssjarma sem er svo
nauðsynlegur.
Ágúst Borgþór: Eftirminnilegasta
atvikið er svo þegar ríkisstjórnin
var sprengd í beinni útsendingu
árið 1988. Mig minnir að það hafi
verið þannig að Jón Baldvin og
Steingrímur Hermannsson hafi
komið og rekið hnífinn í bakið á
Þorsteini Pálssyni – en kennt Þor-
steini um þetta allt saman. Þetta
var mjög óvenjulegt, og sérstak-
lega á þessum tíma, þegar allt var
svona stilltara og fjölmiðlum hald-
ið svolítið í skefjum af stjórnmála-
mönnum. Jón Baldvin var svo
óþekkur, hann átti svo erfitt með
að haga sér eftir bókinni.
Unnur: Það er alltaf brennt inn í
huga minn þegar menn fóru fyrst
til tunglsins. Ég sá það í sjónvarpi
og sjónvarp var þá líka frekar
nýtt.
Ágúst Borgþór: Árið 1969? Þú átt
nú ekkert að muna neitt eftir því.
Unnur: Er það ekki? Ég var 14
ára.
Ágúst Borgþór: Varstu 14 ára?
Hvað ertu að segja?
Unnur: Haha! Er ég svona ung-
leg?
Ágúst Borgþór: En að velja þulu
segirðu. Þorgerður Katrín væri
náttúrlega frábær.
Unnur: Á ég ekki bara að velja Jón
Baldvin? Hann er svona föðurleg
týpa. Heldurðu að hann verði
nokkuð fúll út í mig – fyrir að
stinga upp á honum?
Ágúst Borgþór: Nei, nei. Ég held
það væri mjög gott að fá ábúðar-
fulla stjórnmálamenn í þetta.
Já, já, já, já
Að kækjum. Eruð þið með ein-
hverja kæki og hvaða kækjum
takið þið helst eftir?
Ágúst: Ég á það til að líta undan
þegar ég tala við fólk. Ég var rosa-
lega feiminn sem krakki en svo
breyttist ég í algjöra andstæðu. En
það virðist eima af því og birtast í
þessu. Er það kækur að reima
aldrei skóna sína?
Unnur: Alltaf þegar ég er mjög
ánægð fara litlu puttarnir mínir út
í loftið.
Ágúst: Áttu að upplýsa svona
lagað?
Unnur: Kannski ekki, en vinir
mínir hafa tekið eftir þessu og
bent mér á þetta og þetta er orðið
svona frekar opinbert.
Ágúst Borgþór: Í tali finnst mér
mjög áberandi að fólk byrjar allar
setningar á „hérna“.
Unnur: Og „heyrðu“.
Ágúst: Færeyingar kölluðu okkur
oft já-ara. Af því við sögðum alltaf
já, já, já, já, já, já.
Unnur: Svo tölum við Íslendingar
svolítið mikið á innsoginu og jánk-
um á innsoginu: (dregur inn and-
ann): Jáhhh! Ég er búin að flokka
þetta sem þjóðareinkenni. Vinir
mínir í Kaliforníu bentu mér á
þetta fyrst og fóru að hlæja þegar
ég sagði yes á innsoginu en þeir
þekktu marga Íslendinga sem töl-
uðu svona.
Að lokum. Ef þið mættuð bæta
einni spurningu inn í viðtalið –
handa hvort öðru – hver yrði hún
og hvert yrði svarið?
Unnur: Hvað finnst þér mikilvæg-
ast í lífinu?
Ágúst Borgþór: Maður getur ekki
verið frumlegur þegar maður fær
svona spurningu. Börnin.
Unnur: Sammála.
Ágúst Borgþór: Ég er ekki með
svona merkilega spurningu.
Unnur: Komdu með hana.
Ágúst: Það er hvort þú sért að fara
að sigla eitthvað?
Unnur: Nei. Ég seldi skútuna fyrir
tuttugu árum. En maður veit
aldrei. Mér finnst orðið skemmti-
legast að vera á Íslandi og heima
hjá mér. Ég reyni að ferðast sem
minnst núorðið.
Fréttablaðið stendur fyrir samkeppni
á bestu ljósmynd af friðarsúlunni
eftir Yoko Ono í Viðey. Myndin má
sýna súluna frá hvaða fjarlægð eða
sjónarhorni sem er. Myndirnar skulu
sendar á fridarsula@frettabladid.is
fyrir 1. desember næstkomandi. Í boði
eru þrír glæsilegir Canon vinningar frá
Nýherja og verða vinningsmyndirnar
birtar í helgarblaði Fréttablaðsins
8. desember, á dánardegi John Lennon.