Fréttablaðið - 25.11.2007, Side 98
26 25. nóvember 2007 SUNNUDAGUR
folk@frettabladid.is
> VISSIR ÞÚ?
Söngkonuna Jessicu Simpson
langar að verða rithöfundur. Hún
sendi nýlega bók á stærstu útgáfu-
fyrirtæki Bandaríkjanna með frum-
sömdum ljóðum og ljósmyndum sem
hún tók sjálf. Bókin féll í grýttan jarð-
veg, þótti ólæsileg og lummulegar ljós-
myndir af regnbogum óskýrar. Jessica
er víst afar sár yfir höfnuninni og kennir
föður sínum um, en hann er einnig um-
boðsmaður hennar.
Rithöfundurinn Unnur Jökulsdóttir fagnaði útkomu bókar
sinnar, Hefurðu séð huldufólk?, með teiti í Elliðavatnsbæ í
Heiðmörk á fimmtudag. Bókin ber undirtitilinn Ferðasaga,
enda fór Unnur um landið vítt og breitt í leit að sögum af
huldufólki og samskiptum við það. Hvort einhver af því
kyni mætti í gleðina skal ósagt látið, en ýmsir góðir gestir
lögðu leið sína í Elliðavatnsbæ.
Huldufólki fagnað
HEIÐAR INGI SVANSSON, HALLDÓR
GUÐMUNDSSON OG ANNA V. GUNNARS-
DÓTTIR.
AURÓRA FRIÐRIKSDÓTTIR OG JÓRUNN
ROTHENBORG.
HILDUR HELGA SIGURÐARDÓTTIR OG
GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON.
ÓLÖF ÁMUNDADÓTTIR OG RANNSÝ
BENDER.
Nýstirni í módelheiminum þykir
líklegt til að hreppa hlutverk nýrr-
ar Bond-stúlku í næstu mynd um
njósnarann James Bond.
Hin taílenska Jewel stærir sig af
líkama sínum og segist jafnvel hafa
meiri kynþokka að bera en þekkt-
asta Bond-stúlka kvikmyndasög-
unnar, Ursula Andress, sem lék
Honey Ryder í kvikmyndinni Dr.
No. „Ég elska atriðið þar sem hún
stígur upp úr sjónum með hníf
við lærið, en ég lít betur út í
bikiníi en hún,“ segir Jewel.
Jewel er kokhraust þrátt
fyrir litla reynslu af leik og
virðist treysta á að vilji henn-
ar til að afklæða sig fyrir
framan myndavélina muni
fleyta henni langt. „Næsta
Bond-mynd verður mjög
sexý, ég verð pottþétt ber að ofan.
Ég er mjög stolt af mínum stórkost-
lega líkama og finnst ekkert mál að
fækka fötum,“ segir Jewel. Hún er
þrælvön enda hefur hún setið
fáklædd fyrir í Playboy og öðrum
slíkum tímaritum.
Leikkonan Sienna Miller
hefur einnig verið orðuð við
myndina og að öllum líkind-
um mun Eva Green snúa
aftur sem Bond-stúlkan
Vesper Lynd. Áætlað er
að næsta mynd um
ofur njósnarann komi út í
nóvember á næsta ári, en
hún verður númer 22 í
myndaröðinni um James
Bond.
Nýja Bond-stúlkan
vill ólm afklæðast
JEWEL Segist vera næsta Bond-
stúlkan.
Ekki á af Britney Spears að ganga
en nú telur hún reimt á heimili
sínu í Malibu. Hún heyri oft óút-
skýranleg hljóð í húsinu og líði
illa þar. Náinn vinur söngkonunn-
ar telur stress vegna drauga-
gangsins mögulega ástæðu fyrir
undarlegri hegðun hennar að und-
anförnu. Fyrri eigandi hússins
segir án efa reimt þar. „Fjölskyld-
an mín átti afar ógnvekjandi tíma
í þessu húsi,“ segir Alexi Csato.
Draugur hjá Britney
Glæpasaga Ævars Arnar Jósepssonar,
Blóðberg, kom út á dönsku í haust.
Hún er fyrst bóka Ævars til að koma út
á dönsku, og hefur hlotið góða dóma
þar í landi.
Í gagnrýni sem birtist í Politiken í
síðasta mánuði er Ævari líkt við
sænsku glæpasagnahjónin Sjöwall og
Wahlöö, sem skrifuðu ófáar glæpasög-
ur um lögreglumanninn Martin Beck
og samstarfsmenn hans. Wahlöö sagði
um skrif þeirra, að þau reyndu að nota
glæpasöguna sem skurðarhníf til að
kryfja og fletta ofan af siðlausu vel-
ferðarsamfélaginu, og það er einmitt
það sem gagnrýnandi Politiken lofar
Ævar fyrir. Hann lofar rithöfundinn
einnig fyrir að vekja lesendur til
umhugsunar um umhverfis- og
atvinnumál, án þess að falla í þá gryfju
að prédika, og hrósar honum sérstak-
lega fyrir lýsingar á sambandi lög-
reglumannanna Árna og Guðna.
Á vefsíðu Danmarks Radio má svo
lesa annan dóm, þar sem gagnrýnandi
kallar söguna óvægna og hrífandi. Þar
segir einnig að húmor rithöfundar geri
bókina í hæsta máta skemmtilega og
þess virði að lesa.
Blóðberg kom út hér á landi árið
2005 og segir frá rannsókn á möguleg-
um skemmdarverkum á Kárahnjúk-
um. Glæpasögur Ævars hafa einnig
komið út á sænsku og þýsku í haust og
hlotið góðar viðtökur.
Ævari vel tekið í Danmörku
GÓÐIR DÓMAR Glæpasaga Ævars Arnar
Jósepssonar, Blóðberg, hefur hlotið afar góða
dóma í Danmörku, þar sem hún kom út í
haust.
BRITNEY SPEARS
Telur sig búa
með afturgöngu
stúlku.
UNNUR JÖKULSDÓTTIR
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/H
A
R
I
©
D
is
ne
y
©
D
is
ne
y
Þyrnirós og litli
hvolpurinn
Glæsilega myndskreytt bók í stóru
broti fyrir litlar prinsessur. Um leið
og sagan er lesin má skyggnast bak
við tjöldin og sjá hvernig er um að
litast í höllinni. ©D
is
ne
y
144 bls.
í stóru broti!
©
D
is
ne
y
Heimur ljósálfanna
Skemmtilegar sögur og margvíslegur
fróðleikur um ljósálfana í Hvergilandi
sem hafa farið sigurför um heiminn. Hér
er allt sem þú þarft að vita um Skelli-
bjöllu, Bekku, Fíru og alla hina ljósálfana.