Fréttablaðið - 25.11.2007, Side 98

Fréttablaðið - 25.11.2007, Side 98
26 25. nóvember 2007 SUNNUDAGUR folk@frettabladid.is > VISSIR ÞÚ? Söngkonuna Jessicu Simpson langar að verða rithöfundur. Hún sendi nýlega bók á stærstu útgáfu- fyrirtæki Bandaríkjanna með frum- sömdum ljóðum og ljósmyndum sem hún tók sjálf. Bókin féll í grýttan jarð- veg, þótti ólæsileg og lummulegar ljós- myndir af regnbogum óskýrar. Jessica er víst afar sár yfir höfnuninni og kennir föður sínum um, en hann er einnig um- boðsmaður hennar. Rithöfundurinn Unnur Jökulsdóttir fagnaði útkomu bókar sinnar, Hefurðu séð huldufólk?, með teiti í Elliðavatnsbæ í Heiðmörk á fimmtudag. Bókin ber undirtitilinn Ferðasaga, enda fór Unnur um landið vítt og breitt í leit að sögum af huldufólki og samskiptum við það. Hvort einhver af því kyni mætti í gleðina skal ósagt látið, en ýmsir góðir gestir lögðu leið sína í Elliðavatnsbæ. Huldufólki fagnað HEIÐAR INGI SVANSSON, HALLDÓR GUÐMUNDSSON OG ANNA V. GUNNARS- DÓTTIR. AURÓRA FRIÐRIKSDÓTTIR OG JÓRUNN ROTHENBORG. HILDUR HELGA SIGURÐARDÓTTIR OG GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON. ÓLÖF ÁMUNDADÓTTIR OG RANNSÝ BENDER. Nýstirni í módelheiminum þykir líklegt til að hreppa hlutverk nýrr- ar Bond-stúlku í næstu mynd um njósnarann James Bond. Hin taílenska Jewel stærir sig af líkama sínum og segist jafnvel hafa meiri kynþokka að bera en þekkt- asta Bond-stúlka kvikmyndasög- unnar, Ursula Andress, sem lék Honey Ryder í kvikmyndinni Dr. No. „Ég elska atriðið þar sem hún stígur upp úr sjónum með hníf við lærið, en ég lít betur út í bikiníi en hún,“ segir Jewel. Jewel er kokhraust þrátt fyrir litla reynslu af leik og virðist treysta á að vilji henn- ar til að afklæða sig fyrir framan myndavélina muni fleyta henni langt. „Næsta Bond-mynd verður mjög sexý, ég verð pottþétt ber að ofan. Ég er mjög stolt af mínum stórkost- lega líkama og finnst ekkert mál að fækka fötum,“ segir Jewel. Hún er þrælvön enda hefur hún setið fáklædd fyrir í Playboy og öðrum slíkum tímaritum. Leikkonan Sienna Miller hefur einnig verið orðuð við myndina og að öllum líkind- um mun Eva Green snúa aftur sem Bond-stúlkan Vesper Lynd. Áætlað er að næsta mynd um ofur njósnarann komi út í nóvember á næsta ári, en hún verður númer 22 í myndaröðinni um James Bond. Nýja Bond-stúlkan vill ólm afklæðast JEWEL Segist vera næsta Bond- stúlkan. Ekki á af Britney Spears að ganga en nú telur hún reimt á heimili sínu í Malibu. Hún heyri oft óút- skýranleg hljóð í húsinu og líði illa þar. Náinn vinur söngkonunn- ar telur stress vegna drauga- gangsins mögulega ástæðu fyrir undarlegri hegðun hennar að und- anförnu. Fyrri eigandi hússins segir án efa reimt þar. „Fjölskyld- an mín átti afar ógnvekjandi tíma í þessu húsi,“ segir Alexi Csato. Draugur hjá Britney Glæpasaga Ævars Arnar Jósepssonar, Blóðberg, kom út á dönsku í haust. Hún er fyrst bóka Ævars til að koma út á dönsku, og hefur hlotið góða dóma þar í landi. Í gagnrýni sem birtist í Politiken í síðasta mánuði er Ævari líkt við sænsku glæpasagnahjónin Sjöwall og Wahlöö, sem skrifuðu ófáar glæpasög- ur um lögreglumanninn Martin Beck og samstarfsmenn hans. Wahlöö sagði um skrif þeirra, að þau reyndu að nota glæpasöguna sem skurðarhníf til að kryfja og fletta ofan af siðlausu vel- ferðarsamfélaginu, og það er einmitt það sem gagnrýnandi Politiken lofar Ævar fyrir. Hann lofar rithöfundinn einnig fyrir að vekja lesendur til umhugsunar um umhverfis- og atvinnumál, án þess að falla í þá gryfju að prédika, og hrósar honum sérstak- lega fyrir lýsingar á sambandi lög- reglumannanna Árna og Guðna. Á vefsíðu Danmarks Radio má svo lesa annan dóm, þar sem gagnrýnandi kallar söguna óvægna og hrífandi. Þar segir einnig að húmor rithöfundar geri bókina í hæsta máta skemmtilega og þess virði að lesa. Blóðberg kom út hér á landi árið 2005 og segir frá rannsókn á möguleg- um skemmdarverkum á Kárahnjúk- um. Glæpasögur Ævars hafa einnig komið út á sænsku og þýsku í haust og hlotið góðar viðtökur. Ævari vel tekið í Danmörku GÓÐIR DÓMAR Glæpasaga Ævars Arnar Jósepssonar, Blóðberg, hefur hlotið afar góða dóma í Danmörku, þar sem hún kom út í haust. BRITNEY SPEARS Telur sig búa með afturgöngu stúlku. UNNUR JÖKULSDÓTTIR FR ÉTTA B LA Ð IÐ /H A R I © D is ne y © D is ne y Þyrnirós og litli hvolpurinn Glæsilega myndskreytt bók í stóru broti fyrir litlar prinsessur. Um leið og sagan er lesin má skyggnast bak við tjöldin og sjá hvernig er um að litast í höllinni. ©D is ne y 144 bls. í stóru broti! © D is ne y Heimur ljósálfanna Skemmtilegar sögur og margvíslegur fróðleikur um ljósálfana í Hvergilandi sem hafa farið sigurför um heiminn. Hér er allt sem þú þarft að vita um Skelli- bjöllu, Bekku, Fíru og alla hina ljósálfana.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.