Fréttablaðið - 25.11.2007, Síða 105

Fréttablaðið - 25.11.2007, Síða 105
SUNNUDAGUR 25. nóvember 2007 33 B&L KÖRFUBOLTI Stórveldið Boston Celt- ics vann LA Lakers, 107-94, á heimavelli sínum í fyrrinótt í NBA-deildinni, en liðin hafa saman lagt unnið 30 meistaratitla í deildinni og eru þekktustu erki- fjendur í sögu NBA. Kobe Bryant og félagar í LA Lakers máttu sín lítils gegn Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen hjá Boston Celtics sem voru sjóð- andi heitir að vanda. Boston-menn fundu sig greinilega vel á heima- velli sínum og leiddu 25-16 eftir fyrsta leikhlutann. Celtics jók enn forskot sitt í öðrum leikhluta og staðan var orðin 53-35 þegar flaut- að var til hálfleiks. Þriðji leikhluti var aftur á móti jafn þar sem liðin skoruðu hvort um sig 31 stig. Lakers-liðið náði svo að klóra enn frekar í bakkann í fjórða leikhluta, en þá voru úrslit leiksins þegar ráðin. Lokatölur voru því eins og segir 107-94 og þægilegur sigur Boston Celtics því staðreynd, en liðið hefur byrj- að frábærlega í deildinni og unnið tíu af fyrstu ellefu leikjum sínum. „Það er sérstök upplifun að spila þessa leiki á milli Boston Celtics og LA Lakers út af þeirri miklu sögu sem er á milli liðanna. Ég sá líka á eftirvæntingunni í andlitum stuðningsmanna Boston í stúkunni að sigur á móti LA Lakers hefur greinilega afar sérstaka þýðingu,“ sagði Ray Allen í viðtali eftir leik- inn. Kevin Garnett var stigahæstur hjá Boston með 21 stig auk þess að taka ellefu fráköst, Kendrick Perkins skoraði einnig 21 stig, Paul Pierce skoraði 20 stig og átti níu stoðsendingar og Ray Allen skoraði 18 stig. Hjá LA Lakers var Kobe Bryant að vanda stiga hæstur með 28 stig og Serbinn Vladimir Radmanovic kom næstur með 18 stig, en LA Lakers hefur tapað fimm af fyrstu tólf leikjum sínum í deildinni. - óþ Boston Celtics vann LA Lakers 107-94 í fyrranótt: Boston hafði betur í einvígi erkifjenda TÁKNRÆNT Kevin Garnett og Paul Pierce, leikmenn Boston Celtics, fagna hér í leikn- um í fyrrakvöld, en Kobe Bryant, skærasta stjarna LA Lakers, horfir öfundaraugum á. NORDICPHOTOS/GETTY TENNIS Bandaríkjamaðurinn Pete Sampras, 36 ára margfaldur stórmótsmeistari í tennis, gerði sér lítið fyrir og lagði besta tenniskappa heims, Roger Federer, í sýningarleik í Macau í gær. „Ég er ánægður með að ég sé enn samkeppnishæfur,“ sagði Sampras, sem lagði spaðann á hilluna árið 2002. Sampras hrósaði Federer fyrir frammi- stöðu sína undanfarin ár, en kvaðst aftur á móti hafa þurft að glíma við miklu erfiðari andstæð- inga en Federer nú, þegar hann sjálfur var upp á sitt besta á tíunda áratug síðustu aldar og byrjun þessarar aldar. „Federer þurfti ekki að mæta mönnum eins og Pat Rafter, Andre Agassi, Stefan Edberg, Boris Becker og Jim Courier þegar þeir voru á toppi ferilsins eins og ég,“ sagði Sampras. - óþ Tenniskappinn Pete Sampras: Vann Federer í sýningarleik GOÐSÖGN Pete Sampras, sem hefur unnið fjórtán stórmót á ferli sínum, vann Roger Federer í sýningarleik í gær. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Framtíðarplön íslenska knattspyrnulandsliðsins skýrast að stórum hluta í dag þegar dregið verður í riðla í undankeppni HM 2010. Drátturinn fer fram í Durban í Suður-Afríku en þar í landi fer einmitt úrslitakeppnin fram eftir tvö og hálft ár. Það er að sjálf- sögðu mikil spenna í áhugamönn- um um íslenska landsliðið og einnig verður fróðlegt að sjá hvaða stórþjóðir heimsækja Laugardals- völlinn á næstu tveimur árum. Íslenska landsliðið hefur aldrei dregist í riðli með Ítalíu eða Eng- landi en þar sem Englendingar duttu niður í annan styrkleika- flokk eftir tapið á móti Króötum gæti farið svo að bæði heims- meistarar Ítalíu og Englendingar væru væntanlegir til landsins á næstu misserum. Fréttablaðið hefur raðað niður í tvo riðla, annars vegar drauma- riðilinn og hins vegar í matraðar- riðilinn. Í draumariðlinum myndum við fá fyrrnefndar þjóðir, Ítali og Englendinga, í okkar riðli en myndum síðan fá að glíma við Norður-Íra, Litháa og Færeyinga, allt þjóðir sem okkur hefur gengið mjög vel með í undanförnum undan keppnum. Ísland vann báða leiki sína gegn Norður-Írlandi í nýlokinni undankeppni EM 2008 og síðan alla fjóra leiki sína gegn Litháen og Færeyjum þegar liðið var með þeim í riðli í undankeppni EM 2004. Martraðarriðillinn er valinn út frá erfiðleika, löngum ferðalögum og óspennandi mótherjum. Þann riðil myndu skipa Króatía, Tyrk- land, Úkraína, Moldavía og Svart- fjallaland en síðastnefnda landið er að taka þátt í sinni fyrstu undan- keppni og það er aðaláherslan fyrir því að landslið Svartfjalla- lands er í sjötta og síðasta styrk- leikaflokki. Ísland hefur oftast lent í riðli með Þýskalandi og Rússlandi í undankeppnum fyrri tíma; fimm sinnum með hvorri þjóð. Ísland var fjórum sinnum í riðli með Austur-Þýskalandi og einu sinni með sameiginlegu Þýskalandi. Ísland var síðan þrisvar sinnum með Sovétríkjunum í riðli og hefur tvisvar verið með Rússlandi í riðli eftir sundurliðun Sovétríkjanna. Íslenska landsliðið hefur síðan fjórum sinnum lent í riðli með Hollendingum, Frökkum og Spán- verjum en allar þessar fimm þjóðir geta kallast góðkunningjar íslenska landsliðsins. Auk Ítala og Englendinga hefur íslenska landsliðið hins vegar aldrei verið í riðli með Portúgölum, Finnum, Serbum, Slóvenum, Bosníu mönnum og Eistlendingum svo einhverjir séu nefndir. 53 Evrópuþjóðir taka þátt í undan keppninni að þessu sinni og þeim er skipt niður í níu riðla, átta riðlar innihalda sex lið en fimm lið verða í einum riðli. Efsta liðið í hverjum riðli kemst í úrslita- keppnina en þau átta lið sem ná bestum árangri í öðru sæti riðl- anna taka þátt í fjórum umspils- viðureignum, þar sem leikið er heima og að heiman, um laust sæti á HM. Það verða því þrettán Evr- ópuþjóðir sem spila á HM í Suður- Afríku 2010. Drátturinn hefst klukkan 16.00 í dag og verður í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Byrjað verður að draga í riðla í Asíu, þá Norður- og Mið-Ameríku, svo er komið að Evrópu og loks er endað á Afríku. Ekki er dregið í riðla í Suður- Ameríku og Eyjaálfu þar sem undan keppnin er þegar hafin. ooj@frettabladid.is Gætum lent með Ítalíu og Englandi Ísland er í fimmta styrkleikaflokki af sex þegar dregið verður í undankeppni HM 2010 í Suður-Afríku í dag. Fréttablaðið hefur fundið út bæði drauma- og martraðarriðlinn, sem og hvaða þjóðum við höfum ítrekað lent með í riðli í undankeppnum HM og EM til þessa. KOMA ÞEIR? Ef til vill fáum við að sjá þá Steven Gerrard, Wayne Rooney, Shaun Wright-Phillips og Rio Ferdinand leika á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2010. NORDICPHOTOS/GETTY DRAUMARIÐILLINN: Ítalía England Norður-Írland Litháen Ísland Færeyjar MARTRAÐARRIÐILLINN Króatía Tyrkland Úkraína Moldavía Ísland Svartfjallaland
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.