Fréttablaðið - 30.11.2007, Page 37
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA JÓLIN KOMA VINNUVÉLAR O.FL.
Garðar Óli Gylfason er ungur og upprennandi
kokkur. Hann bar nýlega sigur úr býtum í for-
keppni norrænu nemakeppninnar í matreiðslu.
Garðar Óli Gylfason, matreiðslunemi við Menntaskól-
ann í Kópavogi, varð á dögunum annar sigurvegarinn í
forkeppni norrænu nemakeppninnar í framreiðslu og
matreiðslu sem haldin var í Hótel- og matvælaskólan-
um. Aðalkeppnin fer fram í Danmörku í apríl á næsta
ári og þangað fer Garðar Óli ásamt hinum sigurvegar-
anum og tveimur nemendum í framleiðsludeild.
Í forkeppninni fengu keppendur, sem voru fimmtán
talsins, sama hráefnið í hendurnar og úr því galdraði
Garðar Óli fram ljúffenga þríréttaða máltíð. Hann eld-
aði steiktan lax með sellerírótarmauki og basilfroðu.
Lamb með fondant-kartöflu, gulrótum og sósu úr villi-
sveppum og stjörnuanís og að lokum hvítsúkkulaðibúð-
ing með jarðarberja-parfait, ananassósu og súkkulaði-
bakstri.
Garðar hefur verið nemi á veitingastaðnum Silfri og
segist hann mjög ánægður þar. „Kokkarnir á staðnum
aðstoðuðu mig við undirbúning keppninnar og ég æfði
mig á því hráefni sem þeir sögðu að ég gæti átt von
á.“
Aðspurður segir Garðar að hann hafi fyrir keppnina
ekki endilega ætlað sér að verða kokkur en eftir vel-
gengnina hefur hann ákveðið að gefa náminu tækifæri
og segist hlakka til að vinna með hinum í hópnum að
undirbúningi aðalkeppninnar. vera@frettabladid.is
Velgengni ýtir undir áhuga
Garðar að störfum á veitinga-
staðnum Silfri. Hér heldur
hann á kengúrukjöti með
kryddjurtasalati og súkkulaði-
og kampavínskrapi.
IPL varanleg, sársaukalítil
háreyðing
Greifynjan snyrtistofa s. 587 9310
Nematilboð -20% Föstud. Vax, Förðun
FR
ÉTA
B
LA
Ð
IÐ
/PJETU
R
SKREYTT Í JÓLALITUM
Hefðbundnar, tímalausar
skreytingar í klassískum jóla-
litum eru alltaf vinsælastar.
JÓL 3
HVERSDAGSMATUR
Ný uppskriftabók Stefaníu
Valdísar Stefánsdóttur er
ætluð ungu fólki og öðrum
sem skilja mikilvægi þess
að borða hollan mat.
MATUR 2