Fréttablaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 1
Ný samrunalög | Fyrirtæki fá
ekki að renna saman fyrr en Sam-
keppniseftirlitið hefur fjallað um
samrunann, samkvæmt drögum
að frumvarpi til breytinga á sam-
keppnislögum.
Aukin bölsýni | Neytendur sjá
það töluvert svartara nú en í síð-
asta mánuði samkvæmt væntinga-
vísitölu Gallup, sem lækkaði um
13,25 prósent milli mánaða.
Stork landað | Marel Food Syst-
ems kaupir Stork Food Systems
(SFS) í Hollandi á nálægt því
38 milljarða króna. Við samrun-
ann verður til stærsta matvæla-
vinnsluvélafyrirtæki heims.
Eignast fjórðung | Samhliða
því að Marel kaupir Stork Food
Systems, eignast Eyrir Invest
og Landsbankinn fjórðungshlut í
Stork N.V. í Hollandi.
Fundi frestað | Fyrirhuguðum
hluthafafundi í finnska farsíma-
fyrirtækinu Elisa hefur verið
frestað fram yfir áramót. Novat-
or, stærsti hluthafinn, krafðist
fundarins.
Nýta útblástur | Hitaveita Suð-
urnesja hefur veitt félaginu CRI
vilyrði fyrir lóð fyrir verksmiðju
sem draga mun úr útblæstri hita-
veitunnar á Svartsengi.
Met slegið | Úrvalsvísitalan
lækkaði um nærri fjórtán prósent
í nóvember og hefur aldrei lækk-
að jafnmikið á einum mánuði.
Á farsíma fyrir öll
tækifæri
Dóttirin með
krakkasíma
Byr bætir við stofnféð
Mesta aukning
sögunnar
2
F R É T T I R V I K U N N A R
8-9
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
Miðvikudagur 5. desember 2007 – 49. tölublað – 3. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 512 5000
www.trackwell .com
Tíma- og verkskráning
fyrir starfsmenn og tæki
FORÐASTÝRING
G
O
TT
F
Ó
LK
Peningabréf ISK/EUR/USD/GBP eru fjárfestingarsjó›ir í
skilningi laga nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingar-
sjó›i. Sjó›irnir eru reknir af Landsvaka hf., rekstrarfélagi me›
starfsleyfi FME. Landsbankinn er vörslua›ili sjó›anna. Athygli
fjárfesta er vakin á flví a› fjárfestingarsjó›ir hafa r‡mri fjár-
festingarheimildir skv. lögunum heldur en ver›bréfasjó›ir.
Um frekari uppl‡singar um sjó›ina, m.a. hva› var›ar muninn
á ver›bréfasjó›um og fjárfestingarsjó›um og fjárfestingar-
heimildir sjó›anna, vísast til útbo›sl‡singar og útdráttar úr
útbo›sl‡singu sem nálgast má í afgrei›slum Landsbankans
auk uppl‡singa á heimasí›u bankans, landsbanki.is.
CAD
6,5%*
DKK
5,6%*Örugg ávöxtun
í fleirri mynt
sem flér hentar EUR
4,2%*
GBP
6,4%*ISK14,3%*
Markmið
Peningabréfa er
að ná hærri ávöxtun en
millibankamarkaður og
gjaldeyrisreikningar. Enginn
munur er á kaup-
og sölugengi.
Peningabréf
Landsbankans
USD
5,0%*
* Nafnávöxtun á ársgrundvelli frá 1. okt. - 1. nóv. 2007.
„Kaupin eru að ganga í gegn,“
segir Finnur Sveinbjörnsson,
bankastjóri Icebank. Í dag er
gert ráð fyrir
að gangi í gegn
breytt eignar-
hald bankans
sem tilkynnt var
um í október.
Finnur segir
lokið við að af-
létta ákveðn-
um fyrirvörum
sem settir voru
vegna kaupanna,
en ferlið hafi tekið heldur lengri
tíma en ráð var fyrir gert. Til
að mynda hafi tafist uppáskrift
lánardrottna, sem uppteknir hafi
verið af titringi á fjármálamörk-
uðum, á breyttum samþykktum
bankans. Þær kváðu áður á um
að bankinn skyldi alfarið í eigu
sparisjóðanna.
Byr og SPRON, sem áttu yfir
helming í Icebank, selja sinn hlut
að mestu og þrír minni sparisjóð-
ir allan sinn. Stjórnendur bank-
ans koma nýir inn með samtals
8,5 prósenta hlut.
Stefnt er að skráningu Icebank í
Kauphöll Íslands á næsta ári. - óká
FINNUR
SVEINBJÖRNSSON
Icebank-
sala klárast
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
„Slæmar fréttir í viðkvæmu um-
hverfi geta haft neikvæð áhrif
á markaðinn,“ segir Kristj-
án Bragason, sérfræðingur hjá
greiningardeild Landsbankans,
um þróunina á hlutabréfamörk-
uðum á meginlandi Evrópu og
Norðurlöndunum í gær. Um þrjú-
leytið í gær hafði Úrvalsvísitalan
fallið um tæp 2,7 prósent. Gengi vísitalna á öðrum
norrænum mörkuðum lækkaði um eitt til 2,9 pró-
sent, mest í Finnlandi.
Vísitölurnar tóku dýfu í morgunsárið eftir að
finnski farsímaframleiðandinn Nokia kynnti fram-
tíðarhorfur sínar fyrir næstu tvö árin. Fyrirtækið
reiknar með því að rekstrarhagnaður fyrir skatta
og gjöld (EBITDA) nemi um sextán til sautján pró-
sentum á tímabilinu en það er 0,1 prósentustigi
meira en fyrirtækið spáði fyrir ári. Nokia reikn-
ar hins vegar með að verð á farsímum eigi eftir að
lækka.
Þrátt fyrir ágæta afkomuspá fór hún illa í fjár-
festa enda rímar hún við spár manna um hugsan-
legan samdrátt í einkaneyslu. Gengi Nokia féll um
4,8 prósent í kauphöllinni í Helsinki í kjölfarið.
Kristján segir fjárfesta hafa gert sér miklar vænt-
ingar til Nokia, en gengi bréfa í fyrirtækinu hefur
hækkað um heil 78 prósent það sem af er ári. Hann
segir fyrirtækið það stórt að lækk-
unin hafi smitað út frá sér á aðra
markaði í Evópu og útilokaði ekki
að áhrifanna hafi gætt hér í gær.
Kristján skrifaði greiningu um
horfur á norrænu hlutabréfamörk-
uðunum í mánuðinum sem grein-
ingardeild Landsbankans gaf út í
fyrradag. Þar kemur fram að þótt
óvissu gæti sé verð hlutabréfa hag-
stætt um þessar mundir og því
tækifæri fyrir fjárfesta sem séu
nógu þolinmóðir til að sigla í gegnum ólgusjó. Fram
kemur í skýrslunni að fátt bendi til annars en að
rekstur fyrirtækja sé almennt stöðugur og fyrir-
tækin vel stæð og lítið skuldsett. Þar séu íslensku
fyrirtækin hins vegar undantekning.
Kristján er almennt bjartsýnn um horfur á nor-
rænum hlutabréfamarkaði í jólamánuðinum og
aftur á seinni hluta næsta árs. Öðru máli gegni
nú um áramótin. „Ég á von á hækkun á mörkuð-
um í þessum mánuði en tel að strax eftir áramótin
fari menn að einblína á uppgjör fyrirtækja. Það
getur leitt til hættu á afkomuviðvörunum og jafn-
vel lækkunar,“ segir Kristján en bendir jafnframt á
að afar flókið sé að spá fyrir um þróunina um þess-
ar mundir. „Eins og staðan er núna er óvissan mikil
sem skýrir sveiflur á hlutabréfamörkuðum. Þá leita
menn í bréf fyrirtækja utan fjármálageirans, sér-
staklega til þeirra sem eru með sterkan efnahag og
greiða reglulega út arð,“ segir Kristján.
Fall vegna Finna
Sérfræðingur LÍ segir tækifæri á hlutabréfamarkaði fyrir
þolinmóða fjárfesta þótt erfitt sé að spá fyrir um þróunina.
Lögmæti stofnunar Fjárfestinga-
félagsins Gift, upp úr Eignar-
haldsfélaginu Samvinnutrygg-
ingum, var til skoðunar í við-
skiptaráðuneytinu í sumar.
Tilkynnt var um stofnun Gift
15. júní. Eftir því sem næst verð-
ur komist leiddi athugun ráðu-
neytisins ekki til þeirrar niður-
stöðu að lög hefðu verið brotin.
Jónína S. Lárusdóttir, ráðu-
neytisstjóri í viðskiptaráðuneyt-
inu, segir að í ljósi umræðunnar
sem hafi farið fram í samfélag-
inu við slit Eignarhaldsfélags-
ins, hafi verið farið yfir málið
í ráðuneytinu. Ráðuneytið hafi
sem slíkt ekkert eftirlit með lög-
mæti einstakra gjörninga á þessu
sviði og hafi því ekki heimild-
ir til að hafa afskipti af einstök-
um málum. Hins vegar falli lög-
gjöf á sviði félagaréttar undir
ráðuneytið.
Í kjölfar þessa máls hafi verið
ákveðið að skipa starfshóp til
þess að fara yfir þann hluta laga
um samvinnufélög sem snýr að
slitum slíkra félaga.
Skúli Jónsson, forstöðumaður
Hlutafélagaskrár, segir að stjórn-
skipulag Eignarhaldsfélagsins sé
ekki í samræmi við samvinnufé-
lagalög. Því hefði Hlutafélaga-
skráin ekkert um það að segja.
Fjármálaeftirlitið fór ekki yfir
málið því Eignarhaldsfélagið er
ekki í hópi eftirlitsskyldra aðila.
- ikh
Breyta samvinnufélagalögum
H Æ K K U N / L Æ K K U N
F R Á Á R A M Ó T U M *
Aðalvísitölur e. löndum Breyting
ICEXI15 (Ísland) +3,58%
C20 (Danmörk) +7,16%
OSEBX (Noregur) +9,11%
OMXSPI (Svíþjóð) -6,11%
OMXHPI (Finnland) +20,82%
* Klukkan þrjú
14
Tveggja ára baráttu lokið
Marel eignast Stork