Fréttablaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 5. DESEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR
F R É T T I R
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
Vaxtaákvörðunardagur er á morgun hjá Jean-
Claude Trichet, seðlabankastjóra evrópska seðla-
bankans, og Mervyn King, kollega hans hjá Eng-
landsbanka. Flestir fjármálaskýrendur telja meiri
líkur en minni á að stjórnir bankanna ákveði að
halda stýrivöxtum óbreyttum að sinni á meðan
horfur í efnahagsmálum verði metnar. Á sama
tíma er því spáð að Ben Bernanke, seðlabankastjóri
Bandaríkjanna, lækki stýrivexti
á næsta vaxtaákvörðunarfundi
bankans 11. desember næstkom-
andi og komi þar með til móts við
versnandi hag bæði fasteigna-
eigenda sem ekki hafa staðið í
skilum með afborganir af íbúða-
lánum sínum og fjármálafyrir-
tækja, sem hafa borið skarðan
hlut frá borði í fjármálakrepp-
unni.
Seðlabanki Íslands hækkaði
síðast stýrivexti sína um 0,45 prósent í byrjun síð-
asta mánaðar og hafa þeir aldrei verið hærri. Næsti
vaxtaákvörðunardagur hér er 20. næsta mánaðar
og útiloka greiningardeildir bankanna ekki að stýri-
vextir verði hækkaðir frekar til að sporna gegn
aukinni verðbólgu sem hefur verið yfir spám.
Stýrivextir í evrulöndunum og í Bretlandi standa
hátt í sögulegu samhengi og hefur bæði verið þrýst
á að þeir lækki vextina til að auka aðgengi að ódýr-
ara lánsfé á sama tíma og þess er krafist að þeir
haldi aftur af verðbólguþróun í vesturhluta álf-
unnar. Bankastjórarnir eru því skiljanlega á milli
steins og sleggju auk þess sem horfur eru á nokkuð
hægari hagvexti í Evrópu allt fram á næsta ár, líkt
og breska blaðið Financial Times bendir á í byrj-
un vikunnar.
Seðlabankastjórarnir horfa hins vegar til mis-
munandi þátta þegar kemur að vaxtaákvörðun.
Þannig horfa þeir Trichet og King til þess að draga
úr verðbólgu. Sama máli gegnir
um Seðlabanka Íslands, að mati
greiningardeilda.
Verðbólga mældist 5,2 prósent
hér á landi í nóvember en þrjú
prósent á evrusvæðinu á sama
tíma og hefur hún ekki mælst
meiri þar í sex ár. Helstu undir-
liggjandi þættir eru líkt og hér
á landi, verðhækkanir á mat-
vöru og eldsneyti. Til að draga
úr verðbólgu yrði alla jafna að
hækka stýrivexti. Margir eru hins vegar uggandi
yfir efnahagshorfum næstu mánuði sökum fjár-
málakreppunnar sem legið hefur sem mara yfir
fjármálaheiminum upp á síðkastið og telja því líkur
á óbreyttu stýrivaxtastigi á meginlandi Evrópu allt
fram á næsta ár, að sögn Financial Times sem úti-
lokar ekki að stýrivextir gætu lækkað dragi úr
hækkunum á olíudropanum og raforkuverði.
Milli steins og sleggju
Flestir telja líkur á óbreyttum stýrivöxtum á meginlandi
Evrópu á morgun. Lækkun er í farvatninu vestanhafs.
SEÐLABANKASTJÓRI BANDARÍKJANNA Á FUNDI BANKANS Í SÍÐUSTU VIKU Seðlabankastjórar beggja vegna Atlantsála eru sagðir
milli steins og sleggju enda vilji þeir koma í veg fyrir að verðbólga aukist á sama tíma og þeir vilji tryggja að ekki dragi úr hagvexti vegna
fjármálakreppunnar. MARKAÐURINN/AP
Bandaríska fjárfestingarfélagið
JC Flowers & Co., annar stærsti
hluthafi Kaupþings, lagði í enda
síðustu viku fram endurbætt til-
boð í breska bankann Northern
Rock.
Tilboðið hljóðar upp á greiðslu
á um helmingi af öllum þeim
neyðarlánum sem bankinn hefur
tekið hjá breska seðlabankanum.
Ekki liggur fyrir hvað heildar-
lánin hljóða upp á en talið er að
þau nemi 29 milljörðum punda,
jafnvirði 3.700 milljarða íslenskra
króna. Afganginn skal greiða sam-
kvæmt tilboðinu á næstu þremur
árum að viðbættum vöxtum. JC
Flowers þykir jafnframt opinn
fyrir því að halda bréfum bank-
ans á markaði.
Breska dagblaðið Telegraph
sagði um helgina að Alistair Dar-
ling, fjármálaráðherra Bret-
lands, gæti hugsanlega líkað best
við tilboð Flowers þótt það hljómi
líkt og tilboð bresku samstæð-
unnar Virgin Group. Hugmyndir
Virgin fela hins vegar í sér að
taka bankann af markaði og inn-
lima hann í fjármálaarm sam-
stæðunnar, Virgin Money. Slíkt
hugnast hluthöfum ekki og hafa
margir sett sig upp á móti því, að
sögn blaðsins. - jab
Kaupþingseigandi bætir tilboðið
EITT AF ÚTIBÚUM NORTHERN ROCK
Einn af stærstu hluthöfum Kaupþings þykir
hafa lagt fram besta tilboðið í vandræða-
bankann Northern Rock. MARKAÐURINN/AFP
Breski stórmarkaðurinn Tesco
ætlar að opna allt að eitt þús-
und verslanir í Bandaríkjunum
á næstu misserum. Með þessu
hyggst verslunin, sem keyrir
fram undir merkjum Fresh &
Easy vestan Atlantsála, ná til sín
kúnnum frá Wal-Mart, stærstu
verslanakeðju í heimi.
Tesco, sem er stærsta versl-
anakeðja Bretlands, opnaði
fyrstu verslunina í Bandaríkj-
unum í byrjun nóvember að und-
angenginni ítarlegri rannsókn á
kauphegðun neytenda. Verslan-
irnar, sem eru allt að 75 prósent-
um minni en hefðbundnar stór-
verslanir, eru nú orðnar fimmt-
án talsins.
Terry Leahy, forstjóri Tesco,
segir í samtali við breska ríkis-
útvarpið að fyrirhugað sé að opna
200 verslanir til viðbótar fram til
ársins 2009 og fleiri eftir það.
Bakkavör hefur fylgt á eftir
landnámi Tesco undanfarin
ár. Haft hefur verið eftir Ág-
ústi Guðmundssyni, stjórnarfor-
manni Bakkavarar, að félagið sé
að skoða tækifæri í Bandaríkj-
unum. Engin ákvörðun hafi verið
tekin í málinu. - jab
Tesco blæs í seglin
S T Ý R I V E X T I R Í N O K K R
U M L Ö N D U M
Land Stýrivaxtastig
Bandaríkin 4,50%
Japan 0,50 %
Bretland 5,75%
Evrulöndin 4,00%
Ísland 13,75%
VERSLUN Í ÚTRÁS Forstjóri Tesco segir
verslunina ætla að opna allt að þúsund
verslanir í Bandaríkjunum á næstu árum.
MARKAÐURINN/AFP
TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tm.is / www.tm.is
TM Ánægja
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
/
T
M
I
40
16
3
11
/0
7
Samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni
eru viðskiptavinir TM þeir ánægðustu
af viðskiptavinum tryggingafélaga,
þriðja árið í röð.
Ánægjuvog
tryggingafélaga
2007
TM SJÓVÁ VÍS
„Ekkert röfl og ekkert vesen. Ef svo illa vildi til að ég yrði
fyrir tjóni aftur þá þyrfti ég greinilega engu að kvíða
með það. Takk fyrir mjög góða þjónustu.“
Bestu kveðjur,
Guðrún Jónsdóttir og Ludwig H. Gunnarsson
„…sem sagt
fljót og góð
þjónusta!“
Ummæli fólks sem lent hefur í tjóni segja
mest um þjónustu tryggingafélaga.