Fréttablaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 22
 5. DESEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR Swopper vinnustóllinn • Bylting fyrir bakið • Styrkir magavöðvana • Frelsi í hreyfingum • Ánægja við leik og störf • Fæst í ýmsum litum www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Jólatilboð Fólksbílakerra,150x108, 550kg burður Krónur 79.000.- Fyrirtækið Sjá-viðmótsprófanir er óháð ráðgjafarfyrirtæki sem sinnir hvers konar verk- efnum sem snúa að netinu. Eitt þessara verkefna er að smækka vefsíður að efni og út- liti svo þær henti fyrir farsíma- notendur. Sigrún Þorsteinsdóttir er sér- fræðingur hjá Sjá og segir að meðal verkefna sem fyrirtækið sinni sé úttekt á vefsíðum, þarfa- greining og kerfisprófun auk þess sem fyrirtækið sjái um aðgengis- mál fyrir fatlaða. „Í raun sinnum við flestu sem snýr að vefnum án þess að setja beinlínis upp vef- síður,“ segir hún. Eitt þeirra verkefna sem Sjá sinnir er að sníða vefsíður að far- símum þar sem ekki er hægt að nota venjulegar síður á farsím- um heldur þurfa þær að vera í sérútgáfu. „Þetta á þó ekki við um iPhone-notendur því þeir geta yfirleitt notað vefsíðurnar eins og þær koma fyrir þótt allt- af séu einhverjar takmarkanir á notkunarmöguleikum. Þetta er þó misjafnt og fer eftir því hversu tæknilega flóknar vefsíðurnar eru. Hins vegar þurfa þeir sem eru með 3G-farsíma að notast við smækkuðu myndina,“ segir Sig- rún og nefnir sem dæmi að vef- síðan visir.is myndi þá hugsan- lega verða visir.mobile.is fyrir þá sem sækja vefinn í gegnum far- síma. „Í sumum tilfellum greinir síminn sjálfur á milli þess hvort vefurinn er sniðinn fyrir far- síma eða í hefðbundinni útgáfu og sækir þá síminn farsímaútgáf- una sjálfur. Þá þarf enga frekari skilgreiningu á vefsíðuslóðinni,“ bætir hún við. „Við minnkum vefsíður bæði efnislega og útlitslega til að þær passi fyrir farsímaskjái og flokk- um þá efnið fyrir þá sem eru með farsíma og lítinn tíma. Þessi út- gáfa er því í raun fyrir fólk á ferðinni,“ segir Sigrún og bætir við: „Við byrjum á að þarfagreina með notendum hvað þarf að birt- ast og hvað er mikil vægast. Það segir sig sjálft að ef fólk er með lítinn farsímaskjá skoðar það ekki allar upplýsingarnar sem hægt er að finna á vefsíðum í gegnum tölvu.“ - sig Sníða vefsíður að farsíma Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur hjá Sjá, segir fyrirtækið meðal annars smækka vefsíður til að þær passi fyrir farsíma. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.